Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, október 31, 2007

Happy Halloween!!


Í dag er Hrekkjarvakan og því fór stóri prinsinn á heimilinu í búning á leikskólann í morgun.
Hér koma nokkrar myndir af krúttlega litla Elmo

Stóri Elmo með litla Elmo

Hlaupandi Elmo

Fékk súkkulaðikúlur í morgunmat

Úti á túni á leið í leikskólann

sunnudagur, október 28, 2007

Hrafnkell ad aefa sig i hafnarbolta

fimmtudagur, október 25, 2007

Fullt af myndum - Áfram Red Sox!!

Langamma á snudduvakt

Red Sox komust í World Series, Boston borg fagnar eins og hún leggur sig, hér sáum við frá svölunum okkar að Prudential turninn styður sína stráka!

Það styttist óðum í Halloween og þá lengist og lengist röðin fyrir utan Dorothy's Boutique

Langamma að svala fréttaþörfinni

Langamma með ömmustrákana sína

Við dömurnar á heimilinu skelltum okkur í Duck Tours síðasta daginn hennar Ásu ömmu

Allir á róló

Göngutúr

Útsýnið yfir á rólinn frá körfuboltavellinum sem Hrafnkell eyðir mestum hluta rólótímanum sínum á

fimmtudagur, október 18, 2007

Ömmu heimsókn í fleirtölu..

Já það er sko búið að vera fjör á bæ hér á St. Germain street síðustu vikurnar. Fyrir tveimur vikum síðan lentu hér tvær ömmur, þær Amma Ása og langamma Jana. Amma Ása er farin eftir að hafa knúsað strákan sína í kaf og já síðast en ekki síst farið með skærin sín fínu í gegnum hár allra í fjölskyldunni;). Eftir situr Langamma strákanna til að hjálpa okkur Gumma með gríslingana okkar út mánuðinn. Við erum aldeilis búin að nýta dagana vel til að læra hvað er svo sem annað hægt þegar Langamma Au Pair passar ekki bara börnin heldur eldar líka þessa yndislegu kjötsúpu og svo heitar lummur í eftirrétt namminamm.. já það er ekkert víst að langamma komi aftur heim strax.. hún var eitthvað að tala um að hún væri búin að týna passanum... hmmm?

Hér koma svo tvær myndir frá síðustu dögum Bloggerinn er eitthvað bilaður og hann neitar að setja inn fleiri myndir, en ég set þær inn við tækifæri:Langamma Jana alltaf í boltanum;)
Jólamáltíð í október namminamm..

þriðjudagur, október 09, 2007

Gummi i bio

fimmtudagur, október 04, 2007

LalapalooSegalfest 2007

Hinn árlega LalapalooSegalfest var haldinn um síðustu helgi hjá skólafélaga mínum Mike, auðvitað vorum við á staðnum með öðru betra fólki. Fengum að gæða okkur á hinum heimsfrægu Segal BBQ ribs.

The lucky people that got the ribs

The Little Rascals

The Hosts

Og daginn eftir var hausveisla hjá Íslendingafélaginu, við komum seint, eða allir fóru heim því við vorum ekki kominn.