Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

mánudagur, apríl 30, 2007

Hrafnkell listamaður

Hrafnkell að undirbúa sig fyrir komu litla bró og les hér bókina upphafið.
Annars var ég að skella inn nýjum síðum í dagbókina hans á barnaneti.
Á síðasta fimmtudag var listasýning í leikskólanum og allir barnahóparnir voru með sitt þema, allir í Hrafnkelshóp gerðu handafarið sitt í gifs og svo málaði hver krakki sitt handafar. Það má sjá mynd af Hrafnkeli mála sitt handafar í vefdagbókinni þann 12.apríl, og sést að það er mjög alvarlegur málari á ferð og miðað við hvernig hann heldur á penslinum fékk handafarið síður en svo einvher vettlingatök.. því þegar við foreldrarnir komum á fyrstu listasýningu frumburðarins sáum við að álíka mikið magn var af "penslahárum" og gulri málningu á handafarinu okkur foreldrunum til mikillar skemmtunar

laugardagur, apríl 28, 2007

Barnaafmæli á MIT campus

Vorum rétt í þessu að koma úr þvílíkt fjörugu, afslöppuðu og sniðugu barnaafmæli, þetta var 3ja ára afmælið hans Þorgeirs Atlasar sem er sonur hennar Ragnheiðar. Þau tóku "American way" á þetta og héldu afmælið í litlum sal, á stærð við stóra stofu, en í USA er ekki hefð að halda barnaafmæli inni á heimili barnsins. Það var ekkert dót í salnum en allt gólfið var þakið blöðrum og litlum sundboltum, þetta fannst krökkunum líka þvílíka fjörið og svo sátu foreldrarnir bara í rólegheitum í sófum eða stólum í kringum gólfið og borðuðu veitingarnar, barnið fór manni aldrei úr augsýn því maður sá yfir allan salinn bara með því að horfa í kringum sig. Þarna sat maður bara eins og í kokteilboði og spjallaði við fólkið og horfði í leiðinni á krakkana leika sér saman fyrir framan sig sem var hin mesta skemmtun. Besta hugmynd af afmæli sem ég hef nokkru sinni séð og svona hrikalega einföld.

Afmælisbarnið (Þorgeir), pabbinn (Lýður), mamman (Ragnheiður), litli bróðir (Hörður) og Nanny-in sem eldaði líka allan matinn í afmælinu.

Blöðrufjör! Bókstaflega óþreytandi fyrir börnin

Hópmynd af börnunum

föstudagur, apríl 27, 2007

Hitt og þetta

Tími til kominn að setja inn smá fréttir af okkur borgarrottunum. Sumarið kom um daginn, það var eiginlega of mikið af því góða síðasta mánudag þar sem manni var allt of heitt þrátt fyrir hlýralausan og pils. En við nutum dagsins engu að síður, byrjuðum daginn á því að fara í afmælishádegismat á Newbury street í boði Láru á Stephanie's takk fyrir okkur namminamm og svo fórum við Hrafnkell á playdate með íslensku mömmunum, hittumst á róló hér rétt hjá allar vel birgðar af sólarvörn og drykkjarföngum fyrir börnin. Ég tók nú ekki með meira en 1/2 lítra af vatni fyrir Hrafnkel en það dugði ekki lengur en hálftíma eða svo, en þegar við gátum ekki meir sökum hita skelltum við okkur heim til mín í köku og með'ví. Ég hafði sérstaklega gaman að því hvað strákarnir hennar Ragnheiðar voru æstir í stóra bangsahundinn hans Hrafnkels sem afi Árni gaf honum, þeir báru hann fram og til baka úr stofu og út á svalir og fóru á hestbak á honum til skiptis, svo var Hrafnkell þvílíkt að leika við Ívar við svalahurðina þar sem þeir stóðu sitthvorum megin við glerið og klesstu andlitunum til skiptis upp við gleirið með tilheyrandi hor og slef eftirstöðvum og svo hlógu þeir eins og vitleysingar af hvor öðrum, segi nú bara eins og Jen fóstra: Silly boys!
Svo er mammsa bara að koma eftir tæpar 4 vikur, strax daginn eftir að hún kemur munum við bruna til Ithaca, NY til Begga bró, þar munum við dvelja í nokkra daga, skoða náttúrufegurð og fara í útskriftina hans.
Við erum enn í íbúðaleit, okkur líst mjög vel á íbúð sem er hér í sama húsi og sömu hæð og við, en hún er mega rúmgóð með tveim svefnherbergjum, hún er laus 1.júní en samningurinn okkar rennur út 1.sept þ.a við erum að reyna að losa okkur við okkar íbúð, erum búin að auglýsa og einn kemur að skoða á morgun.
Gummi er á fullu að skila verkefnum og læra undir próf þ.a hann fær góðan extra tíma þar sem ég er sveigjanlegri, bara að dunda mér í lokaverkefninu, sem gengur bara vel, stefni á að vera búin með sem mest áður en mammsa kemur.
Jæja best að fara að skella sér biðröðina á pósthúsinu, með öllum hinum póst-óðu bostonbúunum, er að senda fyrsta holl af sjúkrareikningunum mínum til tryggingastofnunar, vonglöð að þeir borgi þessi 5% sem ég er búin að borga.

Hrafnkell ofnhanski..

Nýkominn úr klippingu, með gel og allt!
Aðalsportið þessa dagana, fylgjast með fjörinu fram af svölunum
Partýdýrið!

laugardagur, apríl 21, 2007

miðvikudagur, apríl 18, 2007

ThorTheDrummer

Vorum svo heppinn ad vera valinn til ad hlusta a hinn mikla snilling ThorTheDrummer i gaerkveldi asamt storhljomsveit. Fengum meir segja ad heyra frumsaminn log eftir trommarann. Og vid lokum tessu med solo ...bararammbamm...

Sorgarstund

Var rétt í þessu að fá tölvupóst frá Amy prófessornum mínum. þar talar hún um vin sinn Bryan sem kennir í VT og missti dóttir sína í skotárásunum. Amy lætur fylgja með bréf sem Bryan sendi á sína nemendur. Þetta sýnir að jafnvel þó að Bandaríkinn eru stór miðað við Ísland þá er ótrúlegt hvað allir tengjast. Þetta snertir alla.

Hi,
I don't normally share personal stuff with my classes but this time it seems appropriate. You may or may not know that I am a VT grad and still have many friends there. One of the professors I know lost his daughter on Monday. I'm forwarding the email he sent to his class. It is difficult to read but powerful. I'm assigning the same homework to you. See you soon.

Dear ACIS 3314 Students,

My family's worst fears were confirmed a few hours ago. My daughter, Austin Michelle Cloyd, was one of the victims in Norris Hall. She would have been 19 years old next Tuesday. My family hurts deeply for the loss of our precious baby. We ask that you pray for us and for the rest of the Virginia Tech community that has suffered so greatly.

At this point I don't know how or where our class will continue. The guest speakers scheduled for April 25 and April 30 may carry on, but in a different location. Expect to receive an email from Professor Brown or an announcement on Blackboard about this.

If we don't meet again, your final assignment from me is perhaps the most important lesson you will learn in life. Go to your mother, father, brothers and sisters and tell them with all your heart how much you love them. And tell them that you know how much they love you too. Go out of your way to make good memories. At some point, these memories may be all you have left.

May God bless you all,
Bryan

mánudagur, apríl 16, 2007

Ég sé ljósið!

Monday...Mostly sunny. Highs in the upper 60s

Næsta mánudag verður sól og hátt í 20 stiga hiti, loksins fá bingó vöðvarnir mínir að viðra sig, er búin að bíða eftir sól og sumri síðan um miðjan mars! Halelúja

Dúllulína Bernhöft

Mér sýnist hún hafa kinnarnar hans Hrafnkels..

laugardagur, apríl 14, 2007

19vikna bumba og rauð augu..


Playdate og Fieldtrip

Fór í Fieldtrip með bekknum mínum um daginn, og svo á playdate með þrem öðrum íslenskum hér úti í gær en við eigum allar stráka á svipuðu róli, allt morandi í testesteróni svo erum við tvær óléttar aðeins mánuður á milli en hún er sett um miðjan október.

Hér koma nokkrar myndir til skemmtunar:

Börnin: Hrafnkell, Hörður, og Ívar sem eru allir á sama ári, og svo Þorgeir sem er árinu eldri.

Mömmurnar og ein amma: Ragnheiður (mamma Harðar og Þorgeirs og ólétt), móðir Ragnheiðar og Dóra Briem (mamma Ívars), Ein mamman var ókomin, en hún á Tómas sem er yngstur í hópnum og verður eins árs í júlí.

Hjálmapæjur í fieldtrip

Hljóðmúr sem byggður var vegna hávaðakvartana íbúa sem búa við hliðina á tengivirkinu, eitt sinn var tengivirkið á víðavangi en nú er byggðin búin að færast og það er því staðsett í miðju hverfi.

Hér er ekki annar hljóðmúr, nei hér er eldveggur en spennir er staðsettur sitthvorumegin við múrinn og ef annar spennirinn springur þá á veggurinn að verja hinn spenninn. Eruð þið nokkuð dáin úr leiðindum..

föstudagur, apríl 13, 2007

Páskar og apríl

Vorum byrjuð að fá skammir fyrir að hafa ekki sett inn neinar myndir í apríl albúm á barnanet síðu. Var því að setja nokkrar myndir inn og nýtt video.

Páskamatur

Hangikjöt, uppstúf, baunir, rauðrófusalat og ein dós af Malt&Appelsín

Kynið er...

Fórum í 19 vikna sónar í dag. Fengum að vita kynið, áhugasamir geta giskað og svo munum við láta ykkur vita hver hefur rétt fyrir sér.
Fyrir þá sem geta ekki beðið, þá var augljóst að Hrafnkel á von á litlum bróðir.

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Ískalt ennþá

Því miður virðist ekkert ætla að hlýna hér, en fyrir ári síðan vorum við komin á teppi í garðinum með ís í formi til að kæla okkur niður. Hitinn neitar að fara upp fyrir 10° og virðist ætla að hanga í 5° út vikuna hnuss..
Annars gengur lífið sinn vanagang, Hrafnkeli finnst ofsalega gaman henda hlutum í ruslið, gaf honum tómata um daginn, honum fannst þeir ekkert spes svo hann fór og henti þeim í ruslið, ef hann sér notaða bleyju hendir hann henni í ruslið, hann var svo að skoða séð og heyrt um daginn og áður en ég vissi af var hann farin að rífa blaðsíður úr blaðinu krumpa þær saman og svo henti hann þeim í ruslið, við foreldrarnir náttlega að springa úr stolti hvað við eigum gáfaðan dreng, gerir skýran greinarmun á alvöru tímaritum sem hann skoðar í gríð og erg og rusltímaritum.. en stoltið fór því miður dvínandi þegar hann komst í veski móður sinnar náði sér í peningaseðlana krumpaði þá saman og fór með þá beint í ruslið, jæja þar fór það.
Ég er rosalega hrifin af "extra credit" en þetta er eitthvað sem maður fær stundum að njóta í skólanum, við máttum skila "auka" heimadæmum um daginn og ef við gerðum það fengum við "extra credit". Svo er búið að panta rútu fyrir bekkinn á föstudaginn, ferðinni er heitið í tvö nálæg tengivirki, ef við förum í ferðina fáum við "extra credit" maður má bara ekki snúa sér við lengur þá er maður að græða. Tek myndavélina með aldrei að vita nema ég sjái eitthvað skrýtnara en stóra spenna og ofvaxna rofa, ég get allavega tekið nokkrar myndir af samnemendum mínum en þeir eru að sjálfsögðu allir stórskrýtnir.
Fór í saumaklúbb íslendingafélagskvenna á sunnudaginn, hann var haldinn heima hjá einni sem er búin að búa hér í 14 ár, alltaf gaman að kíkja í heimsókn hjá rótgrónum íslendingum, og það var meira að segja íslensk súkkulaðikaka á boðstólnum namminamm..
Þar var m.a rætt barneignir í Boston og þá kom í ljós að maður verður að gefa barninu nafn á fæðingardeildinni sem okkur finnst frekar óvenjulegt og ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki tilbúin með nafn lendirðu í óumflýjanlegu veseni þ.a ég trúi ekki öðru en að mjög há prósenta para fái að vita kynið svona til að undirbúa sig enn betur undir nafnatilkynninguna.
Skrapp í Whole foods áðan, hafði frétt af íslenskum ost, jú jú þarna voru þeir í allri sinni dýrð, Stóri Dímon og Höfðingi, greip einn Höfðingja, þegar heim var komið slafraði ég í mig hálfum ostinum með tilheyrandi kexi og sultu, vá hvað hann var góður, hann var ekki ódýr en worth every penny!

Mamma og tengdó! Takk kærlega fyrir páskaeggin! Bað mömmsu mína nefnilega um að kaupa eitt páskaegg fyrir familíuna sem kom með Begga bró, en svo bara alveg óvænt kom þessi risakassi með Láru með heilum þrem páskaeggjum, páskadúk, kertum og sérvéttum já við Bostonfjölskyldan getum aldeilis haldið gleðilega pásku um helgina en ég býst samt við að við gefum eitt eggið til góðnágranna okkar Pat, Amber og Rhodes.

Hrafnkell og Gummi að horfa á Bangsímon og Fríllinn

Hrafnkell og Rhodes að grafa upp fjársjóð

Hrafnkell að spila á luft-píanó

mánudagur, apríl 02, 2007

Hrafnkell sendir litlu fraenku godar batakvedjur

Hrafnkell ad lita