
Ættingjar og vinir bíða eftir að útskriftarnemar gangi til sætis

Útskriftargangan!

Hvar er Magga? Ef vel er að gáð má svo sjá Láru í röðinni fyrir aftan..

Sviðið og hluti af doktorsnemunum

Stór skóli, margir að útskrifast

Stóra stundin orðin að veruleika

Montnasti Verkfræðingurinn

Bara tékka hvort allt sé ekki örugglega rétt á diplomanu

Verkfræðingurinn og Eiginmaðurinn

Verkfræðingurinn, Birgir Óli og Mamman

The Diploma!

Meistarinn fékk kerti í tilefni dagsins

Birgir Óli töffari með desertinn

Hjónin
11 Comments:
oh ég bara fékk stolt alveg niðrí tásur og svo bara kökk í hálsinn! jiminn Magga þetta er æði! Erum svo stolt af þér! tekur þig rosalega vel út bæði í útskriftar-múnderingunni (veit ekki hvað þetta kallast!) og innanundir huba huba!! Þið eruð svo flott hjóna hjón! Til hamingju með þetta!
p.s Birgir Óli er alveg eins og Snorri!
knús í kotið
kveðja
Breiðvangsgengið
Verð að senda aftur innilegar hamingjuóskir, ekkert smá magnað að sjá myndirnar.
Glæsilegur áfangi nú er það bara home sweet home.
Við Kleppararnir lofum matarútskriftarboði.
Innilega til hamingju aftur elsku Magga mín frú Verkfræðingur! Frábært að sjá myndir og staðfestingu á að þetta sé raunverulega gengið í garð.
Bestu kveðjur
Helga Valdís
5-falt húrra fyrir þér Magga mín, til hamingju með þennan áfanga :). Ekkert smá gaman að sjá myndirnir frá útskriftinni.
kv. Íris
Til hamingju elsku Magga með útskriftina! Get rétt ímyndað mér að þetta hafi verið upplifun, bara alveg eins og í sjónvarpinu. Ekki alveg jafn "döll" og í DTU þar sem það er bara haldin e-r ómerkileg móttaka tvisvar á ári og við Jobbi mættum hvorug í okkar...
Þið eruð líka stórglæsileg hjónin! kossar og knús frá okkur öllum!
kv, Eyrún
Innilega til hamingju með áfangann:)
til hamingju magga mín! vissi alltaf að þú gætir þetta..I belive in you...(sagt væmið)!
kveðja frá Alabama
Arndís Jónasd
Elsku Magga mín, fallega vinkona!
Ég sit hérna í vinnunni og þurka tárin úr augunum í ermina mína. Jesús hvað þú ert falleg og flott kona! Ég fyllist þvílíku stolti af því að eiga svona duglega, fallega, klára og flotta vinkonu.
Að hafa afrekað þetta allt á svona stuttum tíma og eignast börn í bland er ótrúlegt afrek. Þú getur verið stolt af sjálfri þér.
Geggjaður toppur sem þú varst í!!
Þvílík útskrift, jeminn, þetta hefur verið geðveikt gaman.
Knús og rosalega stórt kram og koss.
þín vinkona
Björg
Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar, var að stíga upp úr veikindum, útskriftin tók greinilega svona á að ég er búin að vera rúmliggjandi í 4 daga!
-Magga (sem var að þurrka öll tárin)
Innilega til hamingju Magga. Glæsilegur árangur hjá þér.
kveðja Sirrý og Elísa Anna
hvað segiði á að kíkja í kaffi eða??
Kveðja
Orlando gengið :)
Skrifa ummæli
<< Home