Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

mánudagur, apríl 28, 2008

Kynning lokaverkefnis - Útskrift á föstudag

Loksins, loksins, lokaverkefni formlega komið í höfn, stóð fyrir kynningu í dag, enda ekki seinna vænna. Það gekk bara ágætlega, þvílíkur léttir sem streymdi í gegnum mig þegar þetta var afstaðið, var svo stressuð fyrir þetta að það bókstaflega lá við yfirliði. Nú er útskrift á föstudaginn kemur 2.maí, note to self: Panta borð fyrir föstudagskvöldið og staðfesta pössun.
Annars er allt gott að frétta af okkur hér í vestri, Hrafnkell er held ég hrifnari af enskunni en íslenskunni, ég veit ekki alveg hvað veldur, hann er kannski að meðtaka hana betur, segir núna alltaf fyrir bókarlestur á kvöldin, "lesa á enku, mamma!". Annars les ég bara enskar bækur á ensku og öfugt, stend ekki í neinum þýðingum kauplaust takk fyrir.
Daníel vill bara standa og standa, frekar erfitt að láta hann sitja á gólfinu, því hann réttir bara úr löppunum og býr til staurfót þegar maður ætlar að láta hann frá sér á gólfið, annars er hann allur að æfa sig í að skríða og er farinn að færa sig upp á fjórar fætur og juða soldið þar.
Annars erum við búin að panta far heim til Íslands þann 1.júní, og maí verður án efa mesti heimsóknarmánuður í sögu okkar Bostonbúa enda líka mikið að gerast, útskrift okkar beggja og sonna (Gummi útskrifast 17.maí). Mamma, Beggi, Birgir Óli og Ragnhildur Sara lenda hér galvösk á miðvikudag, þá verður aldeilis kátt í höllinni eins og jólalagið segir.

Jæja nóg blaður nokkrar myndir af merkisviðburðum síðustu daga..

Tími fyrir kynningu

Mynd af aðal crowdinu: Ali Abur (Skorarformaður Rafmagnsverkfræðideildar), Alex Stankovic (Aðalleiðbeinandinn), Ég;), Hanoch Lev-Ari (Aðstoðar leiðbeinandi), Afsaneh(á myndavélinnni) sagði brandara sem við Alex skildum greinilega bara, kannski Ali sé að hlæja inní sér svo gæti líka verið að Hanoch sé enn að hugsa...

Við Hrafnkell á leið að leika í rigningunni meðan Daníel svaf á sínu græna

Afsaneh að knúsa Daníel

Spekingslegur Hrafnkell sem segist heita Keli ef hann er spurður

Byrjaðir í bílaleik

Í þykjustunni sandkassaleik

Rólan slær alltaf í gegn

Líkir feðgar?

Einn, tveir og ýta, eða one, two puuuush..

Þegar ég ýti rólunum til skiptis og tala í símann í leiðinn veit ég hvernig alvöru soccer mom líður, held samt ég verði að fá mér einn í viðbót til að fá að nota starfsheitið

Pabbinn sér oftast um morgunmatinn meðan nautnaseggurinn lúrir, jamm þannig er það á þessu heimili. Strákarnir alveg steinhissa á að sjá svefngengilinn á vappi!

Sætar sofandi tær

9 Comments:

At 28/4/08 20:31, Anonymous Eyrún said...

Til hamingju með kynninguna!! Þú ert ekkert annað en algjör hetja að hafa klárað námið á BARA einni önn lengur en "normið"!! Fara út með nýfætt barn og eignast annað barn í leiðinni. Dáist að þér!! Mér seinkaði alveg um tæpt ár út af einni fæðingu...

Það er samt alveg pínu skiljanlegt að Hrafnkell vilji láta lesa á ensku. Birkir hins vegar vill alltaf horfa á Bubba byggir á SÆNSKU!! "baggabiggibiggibúa" þýðir "Buuuubbi byggir" á sænskunni hans Birkis;) Líka alveg möst að horfa á
"Börnenes favoriter", en það eru auglýsingarnar á undan myndinni sem eru á sænsku (bæði á undan íslensku og sænsku myndinni). Jæja búin að blaðra nóg hérna hjá ykkur. Hlakka til að fá ykkur aftur til Íslands:)

 
At 28/4/08 20:36, Blogger Magga said...

Ennþá vakandi Eyrún???
Þú fæddir tvö í einu Eyrún mín það er munurinn á mér og þér!!
Annars takk fyrir kveðjuna.
Birkir snillingur hann er greinilega með danskt blóð í æðum og þessvegna finnur hann sig í sænskunni ;)

p.s er að setja inn myndir í hollum..

 
At 28/4/08 21:44, Blogger Ásdís said...

Til hamingju með kynninguna og að vera búin með allt. Góða skemmtun á föstudaginn og vonandi sjáumst við helgina 9-11 maí.

 
At 29/4/08 13:55, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Magga mín
Innilega til hamingju með kynninguna, algjör hetja að vera búin að þessu og ég varla byrjuð hehehe. Hlakka til að heyra í þér á msn og fá að heyra söguna beint í æð, ég fékk bara svitahroll að lesa lýsinguna á stressnæstumyfirliðinu þínu ;).
Kveðja til strákana,
Íris

 
At 29/4/08 17:25, Blogger Olof said...

Innilega til hamingju með að vera búin.
Mín kynning er í næstu viku og lítil pre-kynning á morgun og ég skil algjörlega yfirliðs stressið.
Ef ég væri ekki ólétt þá væri ég búin að finna mér eitthvað róandi:)

 
At 29/4/08 17:46, Blogger Ósk said...

Elsku Magga okkar!
Innilega til hamingju með kynninguna og að vera búin með þennan merka áfanga!! Það verður að segjast hvað þið eruð dugleg hjónin, skellið ykkur í nám í landi sem er ekki í alfaraleið með hvítvoðunginn og búið til annan!! og aldrei heyrir maður ykkur kvarta! þið eruð hetjur!! það bara verður að segjast!
Æðislegar myndirnar! Langar í svona regnkápu! Frábært að Hrafnkell.. afsakið Keli tali svona góða ensku, hann verður glaður að sjá Dóru á Íslandi! og Daníel vá orðinn svo stór, æðisleg myndin af þeim á bílnum og af honum í sandkassanum (tilvalin til stækkunar). Bara okkar á milli Magga þá fær mín líka að lúra á morgnana... kenni næturbrölti og brjóstagjöf um.. hóst hóst!
já við erum orðin spennt að fá ykkur heim, get hreinlega ekki beðið eftir að fá að hitta þá bræður og sjá þá í action með mínum gríslingum (spurning um að fjárfesta í góðum eyrnatöppum!)
Það verður sko grillað í sumar!!!
Knús og klemm á ykkur duglega fjölskylda!
Kær kveðja
Breiðvangs-hjúkkan, bóndinn og sjúklingarnir

p.s
hvenær leggur mamma þín af stað á morgun? er svoddan gufa... á ennþá eftir að sækja dótið!

 
At 29/4/08 19:01, Anonymous Magga said...

Takk fyrir kveðjurnar stelpur,
Ósk: held að flugið fari um 4 eða 5 leytið þ.a ég reikna með að hún leggi af stað um 2 leytið.
Kv. Magga

 
At 2/5/08 11:58, Blogger Garðar said...

Til hamingju Magga!

Sjáumst í kvöld,

Kveðja,
Garðar.

 
At 3/5/08 03:18, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Magga
Til hamingju með útskriftina í gær :D, frábær árangur hjá þér og Gumma.
Heyrumst sem fyrst,
Skilaðu kveðju til strákana,
Íris

 

Skrifa ummæli

<< Home