Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

þriðjudagur, maí 22, 2007

Ný íbúð, barnapíuleit og sveitaferð

Við höfum skrifað undir samninginn á nýju íbúðinni sem inniheldur hvorki meira né minna en 2 svefnherbergi og auðvitað þvottavél og þurrkara inni í íbúð, er hægt að biðja um það betra.
Þessi íbúð er í sama stigagangi og við erum núna og meira að segja á sömu hæð, þeir sem hafa verið svo frægir að koma í heimsókn til okkar geta séð þetta fyrir sér, en nú frá og með 17.júní göngum við inn í íbúðina til hægri um leið og komið er inn um aðalinngang en eins og er göngum við til vinstri. Þessi íbúð hefur glugga bæði framan og að aftan þ.a við höfum bæði útsýni yfir fallegu litlu götuna okkar og ennþá munum við geta fylgst með bílastæðavörðunum á fitz inn bílastæðinu ásamt öllum hinum ferðamönnunum sem eru á leiðinni á Hilton og Sheraton hótelið.

Hef verið í barnapíu leit síðustu daga, skráði auglýsingu á þekktan barnapíuvef www.citysitter.com og við höfum fengið um 38 umsækjendur og talan fer stækkandi, líst vel á 3 eins og er og ætla að taka viðtal við þær, þessar þrjár eru allar í sama skóla og ég, þær uppfylla allar skilyrðið mitt að þær urðu að vera með CPR.
En við þurfum barnapíu til að komast út á kvöldin í júlí og ágúst því maður verður víst að nýta sér það til fullnustu að borða úti undir berum himni.
Svo þurfum við 1-2 virka daga í viku næsta vetur líka sökum extra álags barns nr.2.

En Mammsan mín er barasta að koma á morgun miðvikudag, ótrúlegt en satt, við ætlum að skella okkur í sveitaferð til Ithaca, þar munum við taka undir okkur íbúðina hans Begga bró og fylgjast með honum setja upp skikkju og hatt með dúsk ásamt samnemendum.
Það verður hrikalega gott að komast út í náttúruna, er alveg að fara að breytast í malbik hér í borginni, heyrst hefur af grasi, fossum og fjöldanum öllum af íkornum þarna í Ithaca sem á eflaust mikið eftir að gleðja lítinn stubb.

Fórum á ljósmæðrafund upp á spítala í gær með fullt af öðrum bumbum, mesta sport fundarins var að heimsækja fæðingarstofuna og sængurlegustofuna, við vorum einstaklega hrifin af þessu öllu saman, allt einkastofur þ.a engin sláturhúsafílingur hér á ferð. Öll herbergin eru með baði nema eitt en það er bara með sturtu þ.a líkurnar eru góðar á því að fá bað.

Erum búin að segja upp leikskólanum hans Hrafnkels, næstsíðasti dagurinn hans er í dag og sá síðasti næsta þriðjudag, en sóttum um aftur fyrir hann fyrir haustið. Hann elskar leikskólann þessa dagana enda eru þau svo mikið úti og þar sem hann er alltaf úti þegar við náum í hann þurfum við að bera hann grátandi út í bíl, hann verður svo sár að þurfa að hætta að leika.

Jæja best að halda áfram að læra meðan gríslingur er í gæslu.

Yfir og út

Mæðradagslistaverkið sem Hrafnkell kom með heim af leikskólanum handa mömmsu sinnni

laugardagur, maí 12, 2007

Bumba bumba..

23 Vikur og við Gummi erum sammála að það sé komin bumba!

Var að setja myndir í maí albúmið á barnaneti og nýtt myndband og svo er eitt nýlegt myndband sem ég setti inn fyrir nokkrum dögum síðan.
En síðustu daga hef ég verið að átta mig á því að sonur minn er perfeksjónisti, á slæmri ensku, en á góðri íslensku eru hann með fullkomnunaráráttu.
Við erum með mottu undir matarstólnum hans, ef það er óvart brett upp á eitt hornið á mottunni sér hann það um leið og lagar það, það mega heldur ekki vera neinar beyglur eða krumpur í mottunni hún á að liggja rennislétt á teppinu, ef það koma óvart krumpur rennur hann höndunum yfir mottuna til að losa allt svoleiðis
Til að fá athygli foreldranna þegar hann er farinn að sofa hendir hann öllu steini léttara úr rúminu sínu, þegar við svo réttum honum sængina koddann og bangsana raðar hann öllu vel og vandlega og setur bangsana í öll hornin á rúminu en ef einn bangsinn er óvart beyglaður þ.e hallar of mikið á aðra hliðina, við erum ekki að tala um meira en 30° halla hér, þá verður hann mega pirr og reiður og ýtir og ýtið í bangsann til að reyna að rétta hann við en það gengur oft erfiðlega þar sem hann er orðinn svo reiður og pirraður og stynur í takt við það þá verður hann ekki ángægður fyrr en við maður réttir bangsann við fyrir hann.

föstudagur, maí 11, 2007

Gosbrunnafjör!

Það er allt meinhægt að frétta af okkur, allt brjálað að gera hjá Gumma, hann er að fara í próf á mánudag og verður svo í skólanum alla næstu viku, á hverjum degi frá 8-5 *svitn* fyrir hans hönd. Mammsan mín er svo að koma þann 23.maí, eftir einungis eina og hálfa viku og hún kemur með kókósbollur.. *slef*.
Það er alltaf sama vandamálið sem kemur með hitanum og það er að Hrafnkell á erfitt með að sofna í svona hita, hann sofnaði í dag klukkan 14:00 en venjulega sofnar hann um 12:00, þrátt fyrir að vera bara á bleyjunni og stuttermabol í vagninum þá varð hann sveittur og límdist allur við vagninn, og það finnst honum ekki þægilegt..
Við erum að öllum líkindum búin að fá íbúð með 2 svefnherbergjum og meira að segja bara hinum megin við ganginn okkar s.s í sama stigagangi og allt, jibbí, hún er reyndar ekki með arin en hún er með þvottavél og þurrkara í íbúð og helmingi stærri stofu þ.a það eru c.a jöfn skipti jú og stærri svölum líka. En hún er auðvitað rándýr, kannski ég geti tekið að mér að þrífa stigaganginn, þeir sem hafa séð um það hingað til eru með ógó töff ryksugu á bakinu, mér hefur alltaf langað til að prófa svoleiðis.
Svo aldrei að vita nema þeim vanti einhvern til að reita arfa í beðunum hér í kring, Hrafnkell er fínn í það.
En eins og áður hefur komið fram er soddann steikjandi hiti þessa dagana og því var vel við hæfi að skella sér undir gosbrunninn hér hliðina á okkur. Fátækramanna sundlaugin eins og einhver sagði. Erfitt var að átta sig á hver skemmti sér betur, faðirinn eða sonurinn..

Hmmm.. merkilegt..

Vatnið er yndislegt ég geri það sem ég vil..

Inn og út um brunninn..

..og alltaf sömu leið

Hvar er Hrafnkell?