Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, maí 12, 2007

Bumba bumba..

23 Vikur og við Gummi erum sammála að það sé komin bumba!

Var að setja myndir í maí albúmið á barnaneti og nýtt myndband og svo er eitt nýlegt myndband sem ég setti inn fyrir nokkrum dögum síðan.
En síðustu daga hef ég verið að átta mig á því að sonur minn er perfeksjónisti, á slæmri ensku, en á góðri íslensku eru hann með fullkomnunaráráttu.
Við erum með mottu undir matarstólnum hans, ef það er óvart brett upp á eitt hornið á mottunni sér hann það um leið og lagar það, það mega heldur ekki vera neinar beyglur eða krumpur í mottunni hún á að liggja rennislétt á teppinu, ef það koma óvart krumpur rennur hann höndunum yfir mottuna til að losa allt svoleiðis
Til að fá athygli foreldranna þegar hann er farinn að sofa hendir hann öllu steini léttara úr rúminu sínu, þegar við svo réttum honum sængina koddann og bangsana raðar hann öllu vel og vandlega og setur bangsana í öll hornin á rúminu en ef einn bangsinn er óvart beyglaður þ.e hallar of mikið á aðra hliðina, við erum ekki að tala um meira en 30° halla hér, þá verður hann mega pirr og reiður og ýtir og ýtið í bangsann til að reyna að rétta hann við en það gengur oft erfiðlega þar sem hann er orðinn svo reiður og pirraður og stynur í takt við það þá verður hann ekki ángægður fyrr en við maður réttir bangsann við fyrir hann.

11 Comments:

At 13/5/07 05:07, Blogger Gugga said...

Flott bumba!

 
At 13/5/07 09:10, Anonymous Nafnlaus said...

Glæsileg bumba, Magga mín :). Að vera með fullkomnunaráráttu...been there, done that :S. Samt fyndið hvað þetta byrjar snemma...
Hafið það rosa gott og við biðjum að heilsa,
Íris og co

 
At 13/5/07 16:31, Blogger Bjorg said...

Vá en flott kúla! :)
En fyndið hvað Keli er nákvæmur, held reyndar að hann hafi það frá mömmu sinni......

Flottar gosbrunnamyndir, ég segi samt eins og Helga Valdís, manni verður bara kalt að horfa á þá gegnblauta svona útivið.

Knús á ykkur öll.
Björg

 
At 13/5/07 18:29, Anonymous Nafnlaus said...

ooo vá þetta er glæsibumba, það væri nú svolítið gaman að sjá hvernig bumban leit út á sama tíma þegar þú gekkst með Hrafnkel...bara að pæla.
En mikið er nú gaman að heyra af perfektionistanum, he he he ég bara get ekki beðið eftir að hitta þennan litlugaurafrænda minn :)
knús á stórfjölskylduna

 
At 14/5/07 05:14, Blogger Unnur Stella said...

Hæhæ,
þú lítur ekkert smá vel út. Alveg rosalega flott og nett bumba, fer þér ofsalega vel.

Gaman að heyra af Kela duglega. Minn drengur tekur nú bara bangsana sína og kastar þeim í rúmið eða kassann sinn þegar hann á að ganga frá. Ekki sérlega hrifinn af því ;o)

Kveðjur frá feitu kedddlllingunni í Álaborg

 
At 14/5/07 09:36, Anonymous Nafnlaus said...

Segi það enn og aftur, Hrafnkell er snillingur. Hlakka svo til að sjá hann.

Flott bumba, verður gaman að sjá hvort næsti gæji verði líkur Hrafnkeli.

 
At 14/5/07 12:11, Blogger Ósk said...

glæsileg bumba á glæsilegri konu!
vá Magga hvað þú lítur vel út!
Held að bumban mín sé að sigla í þessa stærð þrátt fyrir að þú sért 7 vikum á undan!! þú ert rosa flott!
16 dagar til stefnu skvís, ég fæ bara fiðring í magann!
knús á ykkur dúllur
kveðja bestaskinnið

 
At 14/5/07 12:37, Anonymous Nafnlaus said...

Jiminn 16 dagar, þetta er ótrúlegt!
En drengurinn minn hefur alls ekki þessa áráttu frá mér, ég er hin kærulausa sem er alltaf á seinustu stundu. Ef þetta er ekki hans einka þá hefur hann þetta frá föður sínum.

 
At 15/5/07 05:27, Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega flott kúla!
Skemmtið ykkur vel á Frónni!

 
At 15/5/07 05:59, Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ekkert smá glæsileg!! Hlakka til að sjá ykkur, þarf svo að ná "tali" af þér sem fyrst, vantar leiðbeiningar um svona óléttu og ungbarnadót í Boston fyrir óléttu frænku mína sem er á leiðinni þangað eftir nokkra daga.

 
At 15/5/07 12:02, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er einfalt Eyrún, svarið er "Target" leigubíll í c.a 10mín frá miðri boston, þar færðu öll ungbarnaföt (eru mikið með Carters barnaföt) og allt barnadót sem hugurinn girnist og svo er óléttufata deild líka.
Hliðina á Target er Old Navy en þar er hægt að kaupa barnaföt á gjafverði. Gap í downtown crossing er með óléttuföt rosa smart hef ég heyrt en hef ekki farið sjálf. Macy's er líka í downtown crossing og þar er rosalega skemmtileg barnadeild, bæði með mikið úrval af carters fötum og svo haf þeir alla merkjalínuna, Ralph Lauren, Tommy Hilfiger, DKNY og fleira. Svo má engin fara frá Boston án þess að versla barnaföt í baby Gap;)

En ef svo skemmtilega vill til að þau séu með bílaleigubíl þá fara þau auðvitað í Baby's R us a.k.a baby heaven, þar er hægt að fá bumbó stólinn á c.a $40 man ekki hvort bumbó fæst í Target, hægt að tékka á netinu.

 

Skrifa ummæli

<< Home