Gosbrunnafjör!
Það er allt meinhægt að frétta af okkur, allt brjálað að gera hjá Gumma, hann er að fara í próf á mánudag og verður svo í skólanum alla næstu viku, á hverjum degi frá 8-5 *svitn* fyrir hans hönd. Mammsan mín er svo að koma þann 23.maí, eftir einungis eina og hálfa viku og hún kemur með kókósbollur.. *slef*.
Það er alltaf sama vandamálið sem kemur með hitanum og það er að Hrafnkell á erfitt með að sofna í svona hita, hann sofnaði í dag klukkan 14:00 en venjulega sofnar hann um 12:00, þrátt fyrir að vera bara á bleyjunni og stuttermabol í vagninum þá varð hann sveittur og límdist allur við vagninn, og það finnst honum ekki þægilegt..
Við erum að öllum líkindum búin að fá íbúð með 2 svefnherbergjum og meira að segja bara hinum megin við ganginn okkar s.s í sama stigagangi og allt, jibbí, hún er reyndar ekki með arin en hún er með þvottavél og þurrkara í íbúð og helmingi stærri stofu þ.a það eru c.a jöfn skipti jú og stærri svölum líka. En hún er auðvitað rándýr, kannski ég geti tekið að mér að þrífa stigaganginn, þeir sem hafa séð um það hingað til eru með ógó töff ryksugu á bakinu, mér hefur alltaf langað til að prófa svoleiðis.
Svo aldrei að vita nema þeim vanti einhvern til að reita arfa í beðunum hér í kring, Hrafnkell er fínn í það.
En eins og áður hefur komið fram er soddann steikjandi hiti þessa dagana og því var vel við hæfi að skella sér undir gosbrunninn hér hliðina á okkur. Fátækramanna sundlaugin eins og einhver sagði. Erfitt var að átta sig á hver skemmti sér betur, faðirinn eða sonurinn..
Það er alltaf sama vandamálið sem kemur með hitanum og það er að Hrafnkell á erfitt með að sofna í svona hita, hann sofnaði í dag klukkan 14:00 en venjulega sofnar hann um 12:00, þrátt fyrir að vera bara á bleyjunni og stuttermabol í vagninum þá varð hann sveittur og límdist allur við vagninn, og það finnst honum ekki þægilegt..
Við erum að öllum líkindum búin að fá íbúð með 2 svefnherbergjum og meira að segja bara hinum megin við ganginn okkar s.s í sama stigagangi og allt, jibbí, hún er reyndar ekki með arin en hún er með þvottavél og þurrkara í íbúð og helmingi stærri stofu þ.a það eru c.a jöfn skipti jú og stærri svölum líka. En hún er auðvitað rándýr, kannski ég geti tekið að mér að þrífa stigaganginn, þeir sem hafa séð um það hingað til eru með ógó töff ryksugu á bakinu, mér hefur alltaf langað til að prófa svoleiðis.
Svo aldrei að vita nema þeim vanti einhvern til að reita arfa í beðunum hér í kring, Hrafnkell er fínn í það.
En eins og áður hefur komið fram er soddann steikjandi hiti þessa dagana og því var vel við hæfi að skella sér undir gosbrunninn hér hliðina á okkur. Fátækramanna sundlaugin eins og einhver sagði. Erfitt var að átta sig á hver skemmti sér betur, faðirinn eða sonurinn..
Hmmm.. merkilegt..
2 Comments:
vá en geggjaður gosbrunnur! Mér verður nú samt bara hálfkalt við að sjá þá feðga rennandi blauta svona miðað við veðrið á Fróni! Hlakka svo mikið til að sjá karakter litla frænda, get ekki beðið eftir að fá hann og ykkur heim- og það er heldur betur að styttast í það :D
Risaknús frá mér
Heyrðu ég ætla að panta smá á lilluna og brjóstagjafabol handa mér og sendi á ykkur og mamma tekur það heim. Bjalla í vikunni og ég heyri í ykkur þá.
Skrifa ummæli
<< Home