Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, janúar 29, 2006

Nýjar myndir

Er í þessum töluðu orðum að setja nýjar myndir inn á síðuna hans Hrafnkels.
Hrafnkell í nýja baðinu sínum

laugardagur, janúar 28, 2006

Beggi þessar eru fyrir þig!

Heimsókn í MIT
Þeir hafa húmor í MIT, þetta spjald hékk á innganginum að verkfræðibyggingunni!

Road trip

Jæja skruppum í road trip síðasta fimmtudag, heimsóttum Walmart, Kmart, Costco og síðast en ekki síst Babys 'R' us a.k.a baby heaven, missti mig nánast í þeirri búð! Keypti rosa krúttlegt fótamótunar-kit fyrir Hrafnkel svona leir sem maður fletur út og svo stígur Hrafnkell á það og við fáum mót af fótinum hans og svo fylgir rammi með til að setja mótið í þegar það er harnað mega krúttlegt. Fengum okkur að snæða á feitu steikhúsi - myndir af mat ekki fyrir viðkvæma!
Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni:

Skoðuðum jeppakerru fyrir Hrafnkel, hann fékk að sjálfsögðu að máta og segja sína skoðun!
Hann fílaði kerruna bara ágætlega vel!

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Skokkleið

Ég er farinn að skokka meðfram Charles River á morgnana, mjög góð heilsubót og fallegt útsýni. Fór með Hrafnkel í kvöldgöngu meðfram ánni og smellti af nokkrum myndum.

Cambridge
Esplanade
Prudential Tower til hægri

Blogg í tilefni lausnar á dæmi!


Jæja, ég náði loksins að leysa dæmið sem ég er búin að vera að klóra mér í hausnum yfir í 2 daga, loksins loksin og í tilefni þess þá blogga ég! Já ég er núna á fullu að gera heimaverkefni fyrir þennan kúrs sem samanstendur af framhaldsefni af því sem mér fannst erfiðast í verkfræðinni: Rafeindatækni!! En ég þarf á honum að halda sem grunn fyrir það sem koma skal. En efnið í kúrsinum er ekki bara erfitt heldur megum við ekki tala við aðra nemendur um heimaverkefnin við eigum að gera þau alein! Já hann er karl í krapinu þessi kennari, megum bara tala við kennarann eða TA (teaching assistant) til að fá hjálp við heimadæmin. Svo ofaná allt þá þurfa nemendurnir að flytja fyrirlestur um hluta efnisins (15-20mín) og við fáum einkunn fyrir og sú einkunn gildir sem 33% af lokaeinkunn, sviti, sviti...

En svona fyrir þá sem finnst gaman af heilabrotum þá er hér ein spurning svona í tilefni þess að það er bara rúmur mánuður í vorveðrið hér í Boston:
Í íbúðinni okkar eru svalir sem snúa í Norðaustur, hvernig stendur þá á því að inn á þær skín sólin á daginn? (Þeir sem þora svari í commentboxið)

Jæja best að halda áfram að læra, nýta tímann meðan Hrafnkell og Gummi eru ekki heima, þeir skruppu í göngutúr í bankann, hann ætlar að leggja inn á ávísanaheftið okkar svo við getum borgað leiguna okkar um mánaðarmótin, já þetta er soldið gamaldags, hér úti borgar maður leiguna með ávísun. Jú svo ætlaði hann líka að ná í gjöfina okkar sem við fengum fyrir að stofna reikninginn það er svona eldfast mót með loki, rosa gott fyrir lasagna.

Erum svo að fara í smá road trip á morgun fimmtudag, erum búin að taka bíl á leigu og ætlum að skreppa aðeins í stóru verslanirnar fyrir utan Boston, þetta er náttlega aðalega business ferð hjá Gumma, hann ætlar að spjalla við verslunarstjórana og taka myndir af nokkrum vörum og svona. Við Hrafnkell ætlum með svona til gamans, okkur veitir ekki af að viðra okkur aðeins.

Jæja bless kex klukkan sex

mánudagur, janúar 23, 2006

Snjókoma í morgun

sunnudagur, janúar 22, 2006

Bostonlíf

Heil vika síðan við blogguðum síðast.

Daglegt líf:
Hér er lífið byrjað að ganga eðlilega, ekkert sem þarf að kaupa til að fylla íbúðina eða hringja til að panta þjónustu. Við kunnum mjög vel við okkur í Boston en það á eftir að koma reynsla á það, höfum aðeins verið hér í fimm vikur. Hér er gott að vera, vingjarnlegt umhverfi og öll þjónusta innan við kílómetra radíus (ef ekki þá pöntum við það bara á netinu).

Prinsinn:
Hrafnkell stækkar ört og lærir fljótt, í dag velti hans sér í fyrsta skipti án stuðnings á magann. Hann getur einnig staðið upp ef við styðjum við hendurnar á honum og svo stendur hann eins og herforingi, með þessu áframhaldi verðu hann farinn að labba áður en hann skríður.
Við keyptum okkur loksins videotökuvél í vikunni, því fer að styttast í að við sendum DVD heim til Íslands. Við vorum alveg á síðasta séns með að kaupa vélina því eins og ég sagði áðan þá velti hann sér í dag og það náðist á filmu.

Fólkið:
Við virðumst þekkja eitthvað af fólki sem þykir vænt um okkur því bókaðar eru heimsóknir í febrúar, mars og apríl.

Veðrið:
Er búið að vera mjög gott síðustu daga, allt upp í 16 gráður. Á laugardaginn vorum við í göngutúr og veðrið var eins og fínasta sumarveður á Íslandi. Kaldir dagar eru þó framundan en hlýjir inn á milli.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Íbúðinn

Stofan okkar og hvolpurinn hans Hrafnkels
Arininn, sjónvarpið og allir vinir okkar á arinhillunni
Læriaðstaðan mín og forstofan
Séð inn í Eldhúsið frá stofunni og Hrafnkell á leikteppinu
Eldhúsið önnur hliðin
Eldhúsið hin hliðin
Baðherbergið okkar
Hér sést inn á litla ganginn okkar, herbergi er til hægri en baðherbergi til vinstri

laugardagur, janúar 14, 2006

Victoria´s Secret



SAFNARINN

Í gær fengum við pakka frá Florida. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér nema vegna þess að í pakkanum var Fisher Price Two Tune Music Box og frá árinu 1966. Já núna eru eflaust nokkrir sem halda að við séum ekki alveg í lagi að kaupa 40 ára gamalt leikfang á e-bay.
Þetta var uppáhaldsleikfangið hennar mömmu þegar hún ar lítil og bað hún mig að leita af því á netinu. ég fann það hjá Barböru sem er safnari frá Tampa. Næsta skref er að pakka því aftur í kassann og senda til Íslands.


föstudagur, janúar 13, 2006

Magga a campus

Skólinn

Jæja þá er skólinn byrjaður á fullu og mér líst alveg rosalega vel á þetta allt saman, kennararnir mjög góðir og nemendurnir hressir. Kennarinn minn í einum kúrsinum er með kennsluaðferðir sem Jón Erlends myndi fíla vel, þær eru þannig að nemendur eiga að kenna hluta af efninu í hverjum tíma, ég kvíði auðvitað fyrir en finnst þetta mjög gott því þetta þjálfar mann rosalega vel í fyrirlestratækni og að koma fram. Einn tíminn minn klárast klukkann hálf 10 á kvöldin og þá þarf ég Mykfælna Magga að labba heim en ótrúlegt en satt þá er það bara ekkert scary því það er svo mikið líf á götunum ennþá á þessum tímum sem betur fer!
Jæja best að fara að læra fyrir næsta tíma sem er klukkan þrjú í dag.
Aldrei að vita nema Hrafnkell litli fær fyrstu grautarskeiðina sína í dag!

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Hrafnkell

Það eru komnar nýjar myndir inn á síðuna hans Hrafnkels. Svo eru örfáar myndir hér sem endurspegla heimilislífið.
Héðan er allt gott að frétta, tryggingin orðinn virk og "cable guy" kemur á þriðjudaginn að setja upp HDTV tenginguna og internetið. Já hér í Ameríkunni er sko HDTV orðið að veruleika, það verður gaman að sjá hvort sjónvarpið sé ofurskýrt.
Veðrið hefur verið frábært síðustu daga, í gær var níu gráðu hiti og í dag er hann um ellefu gráður. Sólin skýn á köflum og þá er veðrið eins og íslenskt sumar. Við vitum þó að kuldinn á eftir að koma og höfum keypt eldivið í arininn til að hlýja okkur.

Hrafnkell og pabbi að ryksuga með öflugustu og tæknilegustu ryksugu "ever". Hún nánast spænir upp teppið, a.m.k er það eins og nýtt á eftir.

Magga að læra eða er hún bara að vafra á "stolna" netinu okkar.

Gummi að versla í Shaw´s

laugardagur, janúar 07, 2006

Ein í kotinu



Jæja þá er litla fjölskyldan orðin ein í kotinu, Ása og Árni flugu heim í kvöld.
Ég byrja í skólanum á þriðjudag og það er mikill spenningur í loftinu, mig er farið að hlakka hrikalega mikið til að byrja að læra, er reyndar byrjuð að glugga í bækurnar, ætla nefnilega að lesa fyrir fyrstu tímana, aldrei að vita í hvernig nördasamræðum maður lendir í og því er betra að vera vel undirbúinn svo maður geti kjaftað þessa gleraugnagáma í kaf!
Hitti nefnilega einn öflugan doktorsnema í rafmagnsverkfræði á kynningarfundi fyrir nýja alþjóðlega nemendur, þessi doktorsnemi var hluti af nemendahóp sem tók á móti okkur nýgræðingunum og var þarna til staðar til að svara spurningum. Vidyasagar hét maðurinn og er frá Indlandi, hann talaði með svo miklum "Hakmala hakmala" hreim að ég átti hrikalega erfitt með að skilja hann en lét mér nægja að segja "HA" bara í annarri hverri setningu, í hin skipting sagði ég bara yes, yes...
Hann hrósaði rafmagnsverkfræðideildinni mikið í Northeastern og nefndi þrjá prófessora sem væru alveg top menn, einn af þeim er að sjálfsögðu minn leiðbeinandi, en svo mun ég sitja í tímum hjá hinum. Mjög gott það!
Svo ítrekaði hann mikið að Boston væri sko rétti staðurinn til að læra verkfræði því hér væri svo stutt í öll góðu fyirtækin og þar af leiðandi auðveldari leið út í atvinnulífið, þegar ég hef klárað tvær annir í mastersnáminu þá get ég sótt um að komast í sumarvinnu sem verkfræðinemi, stefni á það næsta sumar, gaman gaman!
En af heimilislífinu er allt gott að frétta, hringdi og pantaði TempurPedic rúm í dag og þetta er svo almennileg þjónusta að við fengum það sent samdægurs, það bíður nú inni í herbergi eftir að við hlömmum okkur í það en kallinn á sendibílnum mælti með því að láta það bíða til allavega 11:00-11:30 því dýnan er svo hörð þegar hún er svona köld beint úr sendibílnum.
Þannig að við erum bara búin að koma okkur ágætlega vel fyrir við setjum almennilegar myndir af slottinu mjög fljótlega eða þegar við erum búin að taka til og ryksuga teppið ;)

Hrafnkell biður fyrir kveðju til allra!

Hér koma nokkrar staðreyndir:

- Við erum búin að vera hér í 24 daga og ekki enn búin að ganga frá tryggingamálunum!
- Reikningurinn frá Children's hospital hljóðaði upp á 370þús íslenskar krónur!
- Visa neitar að borga þar sem við fórum út til búsetu
- Tryggingastofnum mun borga mestan hluta þessarar upphæðar... vonandi!
- Ég ætla að ganga frá tryggingum fyrir okkur öll strax á mánudagsmorgun
- Nóg í bili um tryggingamál
- Abercrombie & Fitch er án efa flottasta fatabúðin hér í Boston
- Cheeskake factory býr til rosalegar ostakökur... slef slef
- Fyrsti Mc donalds borgarinn okkar var í kvöldmatinn í kvöd
- Við ætlum ekki að leggja svoleiðis ruslfæði í vana okkar!
- Febrúar er kaldasti mánuðurinn í Boston

Bless kex klukkan sex...

"Where everybody knows your name"

föstudagur, janúar 06, 2006

Kvöldverður á Asian Island Hoppers

Krónprinsinn sem er alveg að fara að geta velt sér aleinn, þarf smá hjálp ennþá!


Nýja rúmið hans Hrafnkels, hann fékk bangsímonsþema í rúmið og er alveg að fíla það í botn, Stóra mjúka varðhundinn fékk hann frá Afa sínum eftir heimsókn hans í Toy's 'R' us!

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Pabbi a Summer Shack



Jæja þá er fjölskyldan öll að vera búin að koma sér fyrir, farið var í IKEA og hálf verslunin keypt og að sjálfsögðu tók það tvo daga að setja öll þessi húsgögn saman! Svo kíkti Angelina Jolie í heimsókn svona rétt til að kíkja á slottið og sína okkur bumbuna.

Ósk og Björg þessi er fyrir ykkur!!

Gummi að lifa sig inn í stemmninguna á Friendly´s

mánudagur, janúar 02, 2006

sunnudagur, janúar 01, 2006

A snaedingi a Giacomos i south end