Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, janúar 07, 2006

Ein í kotinu



Jæja þá er litla fjölskyldan orðin ein í kotinu, Ása og Árni flugu heim í kvöld.
Ég byrja í skólanum á þriðjudag og það er mikill spenningur í loftinu, mig er farið að hlakka hrikalega mikið til að byrja að læra, er reyndar byrjuð að glugga í bækurnar, ætla nefnilega að lesa fyrir fyrstu tímana, aldrei að vita í hvernig nördasamræðum maður lendir í og því er betra að vera vel undirbúinn svo maður geti kjaftað þessa gleraugnagáma í kaf!
Hitti nefnilega einn öflugan doktorsnema í rafmagnsverkfræði á kynningarfundi fyrir nýja alþjóðlega nemendur, þessi doktorsnemi var hluti af nemendahóp sem tók á móti okkur nýgræðingunum og var þarna til staðar til að svara spurningum. Vidyasagar hét maðurinn og er frá Indlandi, hann talaði með svo miklum "Hakmala hakmala" hreim að ég átti hrikalega erfitt með að skilja hann en lét mér nægja að segja "HA" bara í annarri hverri setningu, í hin skipting sagði ég bara yes, yes...
Hann hrósaði rafmagnsverkfræðideildinni mikið í Northeastern og nefndi þrjá prófessora sem væru alveg top menn, einn af þeim er að sjálfsögðu minn leiðbeinandi, en svo mun ég sitja í tímum hjá hinum. Mjög gott það!
Svo ítrekaði hann mikið að Boston væri sko rétti staðurinn til að læra verkfræði því hér væri svo stutt í öll góðu fyirtækin og þar af leiðandi auðveldari leið út í atvinnulífið, þegar ég hef klárað tvær annir í mastersnáminu þá get ég sótt um að komast í sumarvinnu sem verkfræðinemi, stefni á það næsta sumar, gaman gaman!
En af heimilislífinu er allt gott að frétta, hringdi og pantaði TempurPedic rúm í dag og þetta er svo almennileg þjónusta að við fengum það sent samdægurs, það bíður nú inni í herbergi eftir að við hlömmum okkur í það en kallinn á sendibílnum mælti með því að láta það bíða til allavega 11:00-11:30 því dýnan er svo hörð þegar hún er svona köld beint úr sendibílnum.
Þannig að við erum bara búin að koma okkur ágætlega vel fyrir við setjum almennilegar myndir af slottinu mjög fljótlega eða þegar við erum búin að taka til og ryksuga teppið ;)

Hrafnkell biður fyrir kveðju til allra!

Hér koma nokkrar staðreyndir:

- Við erum búin að vera hér í 24 daga og ekki enn búin að ganga frá tryggingamálunum!
- Reikningurinn frá Children's hospital hljóðaði upp á 370þús íslenskar krónur!
- Visa neitar að borga þar sem við fórum út til búsetu
- Tryggingastofnum mun borga mestan hluta þessarar upphæðar... vonandi!
- Ég ætla að ganga frá tryggingum fyrir okkur öll strax á mánudagsmorgun
- Nóg í bili um tryggingamál
- Abercrombie & Fitch er án efa flottasta fatabúðin hér í Boston
- Cheeskake factory býr til rosalegar ostakökur... slef slef
- Fyrsti Mc donalds borgarinn okkar var í kvöldmatinn í kvöd
- Við ætlum ekki að leggja svoleiðis ruslfæði í vana okkar!
- Febrúar er kaldasti mánuðurinn í Boston

Bless kex klukkan sex...

2 Comments:

At 9/1/06 04:40, Anonymous Nafnlaus said...

Halló Halló,

Hér er rigning, nei snjór, nei rigning ! Ragnhildur er með hita, virðist einhver vírus, fær útbrot og 40.0C.

Óttast að hún sé alveg að verða heilaþvegin af Bubbi byggir og stubbunum, þ.a. hún fær nýjan Bubba disk í dag !

Er að bíða eftir skólunum - sumir byrjaðir að skoða umsóknir. Tek stríðsdans índíána ef ég kemst inn í Cornell.

 
At 13/1/06 11:30, Blogger Magga said...

Spennandi!
Ég vona samt að þið komið til Boston þá getum við passað fyrir hvort annað muhahaha..

 

Skrifa ummæli

<< Home