Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Hrafnkell

Það eru komnar nýjar myndir inn á síðuna hans Hrafnkels. Svo eru örfáar myndir hér sem endurspegla heimilislífið.
Héðan er allt gott að frétta, tryggingin orðinn virk og "cable guy" kemur á þriðjudaginn að setja upp HDTV tenginguna og internetið. Já hér í Ameríkunni er sko HDTV orðið að veruleika, það verður gaman að sjá hvort sjónvarpið sé ofurskýrt.
Veðrið hefur verið frábært síðustu daga, í gær var níu gráðu hiti og í dag er hann um ellefu gráður. Sólin skýn á köflum og þá er veðrið eins og íslenskt sumar. Við vitum þó að kuldinn á eftir að koma og höfum keypt eldivið í arininn til að hlýja okkur.

Hrafnkell og pabbi að ryksuga með öflugustu og tæknilegustu ryksugu "ever". Hún nánast spænir upp teppið, a.m.k er það eins og nýtt á eftir.

Magga að læra eða er hún bara að vafra á "stolna" netinu okkar.

Gummi að versla í Shaw´s

1 Comments:

At 13/1/06 04:04, Anonymous Nafnlaus said...

Þú tekur þig sannarlega vel út í húsföðurshlutverkinu kæri bróðir ; )

 

Skrifa ummæli

<< Home