Skólinn
Jæja þá er skólinn byrjaður á fullu og mér líst alveg rosalega vel á þetta allt saman, kennararnir mjög góðir og nemendurnir hressir. Kennarinn minn í einum kúrsinum er með kennsluaðferðir sem Jón Erlends myndi fíla vel, þær eru þannig að nemendur eiga að kenna hluta af efninu í hverjum tíma, ég kvíði auðvitað fyrir en finnst þetta mjög gott því þetta þjálfar mann rosalega vel í fyrirlestratækni og að koma fram. Einn tíminn minn klárast klukkann hálf 10 á kvöldin og þá þarf ég Mykfælna Magga að labba heim en ótrúlegt en satt þá er það bara ekkert scary því það er svo mikið líf á götunum ennþá á þessum tímum sem betur fer!
Jæja best að fara að læra fyrir næsta tíma sem er klukkan þrjú í dag.
Aldrei að vita nema Hrafnkell litli fær fyrstu grautarskeiðina sína í dag!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home