Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Blogg í tilefni lausnar á dæmi!


Jæja, ég náði loksins að leysa dæmið sem ég er búin að vera að klóra mér í hausnum yfir í 2 daga, loksins loksin og í tilefni þess þá blogga ég! Já ég er núna á fullu að gera heimaverkefni fyrir þennan kúrs sem samanstendur af framhaldsefni af því sem mér fannst erfiðast í verkfræðinni: Rafeindatækni!! En ég þarf á honum að halda sem grunn fyrir það sem koma skal. En efnið í kúrsinum er ekki bara erfitt heldur megum við ekki tala við aðra nemendur um heimaverkefnin við eigum að gera þau alein! Já hann er karl í krapinu þessi kennari, megum bara tala við kennarann eða TA (teaching assistant) til að fá hjálp við heimadæmin. Svo ofaná allt þá þurfa nemendurnir að flytja fyrirlestur um hluta efnisins (15-20mín) og við fáum einkunn fyrir og sú einkunn gildir sem 33% af lokaeinkunn, sviti, sviti...

En svona fyrir þá sem finnst gaman af heilabrotum þá er hér ein spurning svona í tilefni þess að það er bara rúmur mánuður í vorveðrið hér í Boston:
Í íbúðinni okkar eru svalir sem snúa í Norðaustur, hvernig stendur þá á því að inn á þær skín sólin á daginn? (Þeir sem þora svari í commentboxið)

Jæja best að halda áfram að læra, nýta tímann meðan Hrafnkell og Gummi eru ekki heima, þeir skruppu í göngutúr í bankann, hann ætlar að leggja inn á ávísanaheftið okkar svo við getum borgað leiguna okkar um mánaðarmótin, já þetta er soldið gamaldags, hér úti borgar maður leiguna með ávísun. Jú svo ætlaði hann líka að ná í gjöfina okkar sem við fengum fyrir að stofna reikninginn það er svona eldfast mót með loki, rosa gott fyrir lasagna.

Erum svo að fara í smá road trip á morgun fimmtudag, erum búin að taka bíl á leigu og ætlum að skreppa aðeins í stóru verslanirnar fyrir utan Boston, þetta er náttlega aðalega business ferð hjá Gumma, hann ætlar að spjalla við verslunarstjórana og taka myndir af nokkrum vörum og svona. Við Hrafnkell ætlum með svona til gamans, okkur veitir ekki af að viðra okkur aðeins.

Jæja bless kex klukkan sex

8 Comments:

At 25/1/06 19:11, Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert þak.

 
At 25/1/06 23:09, Blogger Magga said...

Gott svar! En nei!
gettu aftur!

 
At 26/1/06 06:47, Anonymous Nafnlaus said...

Skín í gegnum íbúðina?

 
At 26/1/06 20:03, Blogger Magga said...

Nei, ekki heldur, við erum nefnilega bara með glugga í Norðaustur!
Gettu aftur!

 
At 27/1/06 08:03, Anonymous Nafnlaus said...

Það er endurkast úr skýjakljúf

 
At 27/1/06 08:23, Anonymous Nafnlaus said...

Og aðeins nákvæmara:
Endurkast úr Prudential tower rétt hjá Hynes Center
; )

 
At 27/1/06 10:01, Blogger Magga said...

Helga mín þú átt sko skilið Thule!
Fyrra svarið þitt er alveg hárrétt, við fáum endurkast úr skýjakljúf en það er hún Paris sem lánar okkur sólina sína því endurkastið kemur frá speglagluggunum á Hilton hótelinu á móti... Takk fyrir þetta Paris mín, og Helga þú ert algjör snilli!

 
At 28/1/06 17:20, Anonymous Nafnlaus said...

Veeieiei!!!
Var að reyna að finna stærsta skýjakljúfinn og Prudential Tower varð fyrir valinu. En mér líst auðvitað miklu betur á Hilton.
Bíð spennt eftir næstu gátu ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home