Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, janúar 22, 2006

Bostonlíf

Heil vika síðan við blogguðum síðast.

Daglegt líf:
Hér er lífið byrjað að ganga eðlilega, ekkert sem þarf að kaupa til að fylla íbúðina eða hringja til að panta þjónustu. Við kunnum mjög vel við okkur í Boston en það á eftir að koma reynsla á það, höfum aðeins verið hér í fimm vikur. Hér er gott að vera, vingjarnlegt umhverfi og öll þjónusta innan við kílómetra radíus (ef ekki þá pöntum við það bara á netinu).

Prinsinn:
Hrafnkell stækkar ört og lærir fljótt, í dag velti hans sér í fyrsta skipti án stuðnings á magann. Hann getur einnig staðið upp ef við styðjum við hendurnar á honum og svo stendur hann eins og herforingi, með þessu áframhaldi verðu hann farinn að labba áður en hann skríður.
Við keyptum okkur loksins videotökuvél í vikunni, því fer að styttast í að við sendum DVD heim til Íslands. Við vorum alveg á síðasta séns með að kaupa vélina því eins og ég sagði áðan þá velti hann sér í dag og það náðist á filmu.

Fólkið:
Við virðumst þekkja eitthvað af fólki sem þykir vænt um okkur því bókaðar eru heimsóknir í febrúar, mars og apríl.

Veðrið:
Er búið að vera mjög gott síðustu daga, allt upp í 16 gráður. Á laugardaginn vorum við í göngutúr og veðrið var eins og fínasta sumarveður á Íslandi. Kaldir dagar eru þó framundan en hlýjir inn á milli.

1 Comments:

At 25/1/06 15:57, Blogger Ósk said...

Hrafnkell er náttúrulega aðal töffarinn í flotta brúna bolnum!!
Ingi er farinn til London í 2 daga og við Markús ein í kotinu :/ það er ekki sanngjarnt að hann fái að hita upp einn í flugstöðinni!!
37 dagar í komu okkar hihihihi
get varla beðið :)
Knús í krús og enga lús!
Kveðja Ósk og Markús

 

Skrifa ummæli

<< Home