Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, desember 31, 2005

2006 FIRST NIGHT BOSTON
Fjölskyldan sem leigir okkur íbúðina bauð okkur með sér í skrúðgönguna en ekki sem áhorfendur heldur sem þátttakendur. Það var dansað og sungið niður Boylston street að Boston Common og að lokum var flugeldasýning. Einnig var okkar hlutverk að líma litla límmiða á kinnar áhorfenda. Það voru yfir 40 hópar í göngunni í allskonar gervum og örugglega allir íbúar Boston að fylgjast með.
Nú er kalkúninn að vera til og seinna í kvöld förum við í partý til Tiffany´s hjónanna.

Það er nú ekki hægt að segja annað en að við virðumst hafa góða sjálfstjórn því við höfum ekkert verslað í þessar tvær vikur sem við höfum verið í Boston.
Í gær var hins vegar farin ný braut því haldið var í svokallaðan "shop til you drop" verslunarleiðangur. Öllum deginum var eitt í að kaupa og reglan var ef þú ert meira en tíu mínútur inni i búð þá þarftu að kaupa eitthvað. Mamma tók regluna svo alvarlega að þegar hún hafði verið að hjálpa pabba að velja leðurjakka og hann var að borga þá reif hún einn jakka af slánni skellti sér í hann og úr aftur og keypti hann. Já til hvers að eyða tímanum í að mátta marga, betra er að velja þann fyrsta. Það má segja að við vorum dauðuppgefinn eftir daginn og með það mikið af pokum að við urðum að taka tvo leigubíla heim.

föstudagur, desember 30, 2005

Fjölskyldan á California Pizza Kitchen eftir langan verslunarleiðangur

fimmtudagur, desember 29, 2005

Hér eru nokkrar myndir sem hafa verið teknar, við erum búin að vera löt að taka myndir síðustu daga. Svo eru nýjar myndir af Hrafnkelli á síðunni hans. Strákurinn er búin að stækka eins og baunagras síðan í þriggja mánaða skoðun. Hann er orðinn 67,5cm (var 64,5cm í þriggja mánaða). Þegar hann var með flensuna fyrir jól þá var hann vigtaður og var þá 6,45kg (var 6 kg í þriggja mánaða) Ég gæti trúað að hans sé að nálgast 7kg svo ört hefur hann stækkað.
Mamma og Pabbi kunna vel við sig í Boston, held að þau kunni betur en við á neðanjarðarlestina og þau hafa farið víða á síðustu dögum.

Uppáhalds samloku og morgunverðastaðurinn okkar
Charlies Sandwich Shoppe
Gatan sem við flytjum á fyrsta janúar
Inngangurinn á nýja heimilinu
Hrafnkell, amma og afi á Cheesecake Factory

þriðjudagur, desember 27, 2005

Fyrsta myndin sem er send í gegnum gegnum gsm símann

mánudagur, desember 26, 2005

Jæja spennan magnast við að fá íbúðina okkar afhenda, skrifum undir samninginn á morgun klukkan 12:00, þar sem maður er ekki með neina credit history þ.e getur ekki sýnt fram á að maður sé áræðanlegur borgandi þarf maður að borga voða mikið fyrirfram, t.d þurfum við að borga 3 mánuði fyrirfram fyrir íbúðina okkar í staðin fyrir 1 og svo fengum við okkur gsm kort í dag og þá þurftum við að borga 1000 dollara saman (65þús íslenskar) sem tryggingu en fáum það svo endurgreitt eftir ár. Það er svosem hægt að líta á þetta sem fjárfestingu í dollurum meðan dollarinn er svona lár!
Við viljum þakka öllum fyrir frábæru gjafirnar, það sem stendur einna hæst er vefmyndavél sem Helga og Gummi gáfu okkur, sú flottasta á markaðnum rosa fín gæði og innbyggður míkrafónn og allt þ.a endilega komið og spjallið við okkur á msn þá getið þið séð Hrafnkel prins í lifandi mynd;) Tókum upp myndband með vefmyndvélinni af Hrafnkeli þegar hann var að tala og tala og sýndum honum svo sjálfann sig og hann fór alveg á flug talaði og talaði við sjálfan sig mega krúttlegt.
Nú í þessum töluðu orðum er Gummi að bíða eftir tengdó á flugvellinum, vona að þau komist fljótt í gegn, þau voru víst smá stressuð þar sem þau tala enga ensku og eru með hnífapörin okkar í töskunni, gangi þeim vel að útskýra 6 stk hnífa hmmm....
Gummi kenndi mömmu sinni að segja setningarnar: My son is in school, og I am living with my son, vonum bara að tollvörðurinn skilji þetta rétt ;) þ.e taki þessu ekki sem óþarfa upplýsingum að heiman..

En hér koma gsm númerin okkar við munum líklegast ekki fá okkur heimasíma og verðum því bara með þessi númer ef þið viljið hringja í okkur þá mæli ég með korti sem mamma keypti held ég bara í sjoppu það kostaði 1000 kall og hún getur talað í 4 klukkutíma til usa fyrir það, ekki slæmt það:

Magga: 617-595-2634
Gummi: 617-595-1085
ATH: ef hringt frá Íslandi þá er 001 á undan

sunnudagur, desember 25, 2005

laugardagur, desember 24, 2005

Fann flottara tré í Urban Outfiters. Gátum aðeins lagfært jólaskreytingarnar eins og sést á myndunum. Það eru ekki skreytingarnar sem gilda heldur fagnaðarerindið.
Hér er veðrið mjög gott um 10 stiga hiti og sól á köflum, næstum eins og íslensk sumar...
LITLA FJÖLSKYLDAN ÓSKAR YKKUR GLEÐILEGRA JÓLA

föstudagur, desember 23, 2005

Við fórum í CambridgeSide Galleria verslunarmiðstöðina á Þorlák. Þar var traffíkinn svipuð og í Kringlunni á Þorláksmessu. Svo sá ég að mikið af fólki var einnig á Newbury street (Laugarvegurinn), þannig að þetta er ekkert ósvipað hér í Ameríku og á Íslandi.
Á morgun verður allt vitlaust því það er laugardagur og allir í frí og verslanir opnar til 18:00 eða lengur.
Við höfðum loksins tíma til að fara að versla jólaskraut en það var nú ekki mikið til, við fundum eitthvað í Sears sem var búið að taka úr hillunum og setja í ódýrahornið. Úrvalið var jólaskrautið sem enginn vildi, Magga kallar þetta "Trailer Trash" jólaskrautið.
Það er víst í tísku fyrir þessi jól að ráðast á prófessora frá MIT. Einn var skotinn í síðustu viku og annar var stunginn í gær. Við erum slæmar persónur því við hlægjum alltaf þegar verið er að tala um stungumálið því fréttakonan segir alltaf "Professor Hooker was just leaving...". Greyið konan ber þetta hræðilega eftirnafn.
Af íbúðarmálum er það að frétta að við erum búin að fá samþykkt tilboð okkar í íbúð á Saint Germain Street. Skrifum undir á þriðjudag. Íbúðin er á besta stað í Boston, á milli Shaw´s Supermarket og Whole Food market, innan við 5 mín gangur frá NorthEastern Univ og við hliðina á Prudential Center og Newbury Street.
Hrafnkell að borða á matartorginu í Galleria Mall
Jólaskraut fyrir ofan arininn
Jólatréin okkar
Við ætluðum að fá eitt stórt en tókum vitlausan pakka og fengum 6 lítil sem blikka og eitt var gallað, minna en hin (annað frá hægri). Það vantar ekki jólastemmninguna hér og pakkana.

Í gær var haldið upp á daginn og fórum við út að borða á Legal Sea Foods. Hrafnkell sló náttúrulega í gegn eins og fyrri daginn. Allir svo hrifnir af honum. Það sem toppaði kvöldið var eftirrétturinn, allra besta ostakaka sem ég hef smakkað.
Feðgarnir að velja af matseðlinum
Mæðginin "Hot Lump Crap Dip with Seafood Chips" er forréttur sem klikkar ekki
Magga var ekki alveg að höndla humarinn og því kom þjóninn í plasthönskum og með áhöld til að taka utanaf humrinum fyrir Möggu.
Fékk mér "Sideways" af vínlistanum. Þrjár tegundir af Pinot Noir.
Magga vildi endilega taka mynd af risakrans í Prudential

fimmtudagur, desember 22, 2005

Þessa getum við fengið leigða til 31 ágúst og leigan er sanngjörn og staðsetning frábær.
Íbúðin er ekki stór en allt er nýtt og það er verönd og arinn sem virkar (mjög sjaldgæft). Svo verður valin draumaíbúð í ágúst.
Magga er í þessum töluðu orðum að skoða íbúðina og ætlar að leggja inn tilboð ef henni líst vel á hana. Ég vona að íbúðarleit sé lokið í bili því ég er búin að fá meira en nóg, ég tók nálægt 200 myndir af íbúðum til að sýna Möggu.
Í kvöld verður svo haldinn afmælisveisla á Legal Sea Food, ykkur er öllum boðið.
Á morgun getum við vonandi notað tímann í jólaundirbúning því eina jólaskrautið okkar er sería úr apótekinu.
Litla stofan og útgengt á svalirnar
Hluti af eldhúsinu
Leigusalinn á "kannski" nýju veröndinni
Þetta er viðgerðarmaðurinn okkar og "a.k.a" svalavörður

Íbúðarleit...
South End, Back Bay og Fenway. Eru hverfi í miðbæ Boston sem ég er farin að þekkja nokkuð vel. Ég er búin að rölta flestar göturnar fram og til baka í íbúðarleit. Svo hef ég talað við yfir tug leigusala. Ætli fjöldi íbúða sem ég hef skoðað sé ekki kominn upp í þrjátíu.
Við erum kominn á þann punkt að leigja íbúð til 31 ágúst og tveggja herbergja ("one bedroom" er það víst í henni Ameríku). Úrval íbúða á þessum árstíma er takmarkað og sérstaklega þar sem við þurfum að fá íbúð sem er blýlaus (deleaded) og þær eru ekki margar. En í september er markaðurinn fjörugur og við verðum vonandi orðin nokkuð vel að okkur í Boston fræðum þá er tilvalið að velja sér framtíðar íbúð.
Jæja, verð að drífa mig þarf að hitta einn leigusala enn sem er með íbúð sem kemur sterklega til greina. Nánar um það síðar.

miðvikudagur, desember 21, 2005Þessi íbúð kemur sterklega til greina.

Jæja þá er heil vika liðin hjá Bostonbúum, Hrafnkell litli prins er búinn að vera veikur hann var komin með hita á sunnudagsmorgun 38,5 sem hækkaði með kvöldinu og var komin í 39 seint um kvöldið, gáfum honum verkja og hitalækkandi stíl sem sló á hitann en á mánudag hækkar hitinn aftur frameftir degi svo við ákváðum að fara með hann á vaktina á Children´s hospital sem er hér rétt hjá, þar var full biðstofa af fólki með börnin sín en við fengum forgang þar sem Hrafnkell er svo ungur og með hita, þegar við komum á spítalann var hann mældur með 39,2 stiga hita og því var ákveðið að senda hann í allskonar rannsóknir, það var tekin röntgenmynd til að athuga hvort hann væri með lungnabólgu, þvagsýni til að athuga þvagfærasýkingu og blóðprufa, einnig fékk hann 60ml af vökva í æð þar sem hann var búinn að vera frekar latur að drekka. Blóðprufan gaf eitthvað til kynna sem kallaði á mænuvökvasýni til að útiloka heilahimnubólgu, þá er athugað hvort það eru bakteríur í mænuvökvanum. Allar þessar stungur gerðu Hrafnkel auðvitað hrikalega sárann og okkur foreldrana enn sárari, verst var þegar tekið var mænuvökvasýni þá sögðu hjúkkurnar að best væri að við værum ekki inni á meðan því hann ætti eftir að öskra svo mikið en ég tók ekki annað í mál en að við værum inni en hjúkkan samþykkti bara að annað okkar væri inni til að lágmarka fólkið inni á stofunni, og ég var því inni hjá honum ég vildi nefnilega láta hjúkkurnar vita hversu sterkur hann Hrafnkell væri því það þarf að halda honum rosalega kjurrum þegar mænuvökvinn er tekinn, þegar ég sagði þeim það sagði aðalhjúkkan, já það er allt í lagi því aðstoðarhjúkkan mín er líka rosalega sterk! En aðstoðarhjúkkan hafði svo sérstaklega orð á því hvað hann væri sterkur þegar hún hélt honum svona föstum... jiminn eini hvað Hrafnkell var brjálaður minnti mig bara á hann þegar hann fæddist greyið litli. Fyrstu niðurstöður úr mænuvökvanum voru góðar en til öryggis fékk hann eina sprautu af pensilíni til öryggis því lokaniðurstöður koma ekki fyrr en eftir 2 sólarhringa. Áður en við fórum heim eftir sjö klukkutíma rannsóknir fékk hann svo Tylenol sem er svona hitalækkandi svipað og parasupp hér heima. Á þriðjudag var Hrafnkell svo orðin hitalaus sem betur fer, það var svo hringt tvisvar frá spítalanum til að athuga hvernig hann hefði það, almennileg þjónusta þar! Barnalæknirinn vildi fá hann aftur uppeftir á þriðjudag til að skoða hann aftur og til að gefa honum aðra pensilínsprautu því lokaniðurstaðan úr mænuvökvanum kemur ekki fyrr en á miðvikudag.
Annars er hann Hrafnkell allur að hressast búinn að vera hitalaus núna síðan á þriðjudagsmorgun en hann er enn soldið stíflaður í nefinu og malar því eins og köttur þegar hann andar í gegnum nefið.
En það er ekki hægt annað en að hrósa þessari frábæru þjónustu sem við fengum á spítalanum, og því erum við ákveðin í að kaupa tryggingu handa Hrafnkeli sem gildir á þessum barnaspítala.
Já þannig er nú það!

Af öðrum fréttum þá er Gummi búinn að vera að skoða íbúðir upp á hvern einasta dag núna því leigusalarnir fara víst í frí milli jóla og nýárs, hann var nú bara að hringja í mig og segja mér frá einni mjög skemmtilegri sjáum til hvernig það fer, hann tók myndir ;) Þannig er kerfið okkar Gummi skoðar íbúðirnar og tekur myndir fyrir mig til að sjá, þar sem Hrafnkeli leiðast svona íbúðartúrar, við fórum með hann í einn svoleiðis fyrir helgi og það var meira en nóg!!

Af jólaundirbúning er það að frétta að við erum búin að kaupa okkur jólaseríu og hengja hana upp fyrir ofan arininn;) einnig erum við búin að kaupa bose wave græjur þ.a við getum hlustað á jólalögin í virkilega tærum gæðum, mjög gott það!

Nokkrar staðreyndir í lokin:

1. Á sjötta deginum okkar í íbúðinni komst ég að því að það væri uppþvottavél til staðar
2. Í Boston kaupir maður jólaseríur í apótekum
3. Aðaljólaskreyting íbúa í Boston er krans á útidyrahurð með rauðum borða
4. Hjónin fyrir ofan okkur (eigendurnir) nota stiga til að skreyta jólatréið sitt

Heimilisfangið okkar til 11.janúar er:

19 Braddock Park
Boston MA 02116
USA

Heimasíminn okkar í íbúðinni er:

617-267-5312

Svo er líka hægt að hringja og senda skilaboð í gemsann minn:

699-3947

sunnudagur, desember 18, 2005

Útsýni út um eina íbúð sem ég skoðaði í gær, Allt nýtt en ekki nógu góð staðsetning fyrir Möggu.

Magga fyrir utan skólann sinn

föstudagur, desember 16, 2005

Ýtið á viðkomandi mynd til að fá stærri útgáfu

Jæja þá er runnið upp þriðja kvöldið okkar hér í Boston og tíminn hefur aldeilis flogið! Hrafnkell var eins og engill í fluginu, steinsvaf eins og honum er einum lagið, en þegar hann vaknaði svangur lét hann alla í vélinni vita af sér, já það skal sko enginn reyna að svelta hann Hrafnkel okkar!
Þegar við komum í íbúðina okkar eftir flugið voru Tiffany's ekki heima svo við fundum lykilinn falinn undir steininum samkvæmt leiðbeiningunum, pöntuðum okkur pizzu og krúsuðum í háttinn dauðþreytt ennþá á íslenskum tíma..
Vöknuðum eldsnemma (á usa tíma) á fimmtudagsmorgun og vorum komin út í göngutúr um 9 leytið fórum í Prudential center sem er mall með frekar dýrum búðum (Saks fifth av. Lacoste oflr) það er nú ekki frásögu færandi nema hvað þegar ég valdi mér fínan bekk til að setjast niður á og gefa Hrafnkeli að drekka sest hjá okkur gömul kona með matseðil í hendinni, hún var að bíða eftir vinkonu sinni sem ætlaði að hitta hana á veitingastað við bekkinn góða. Hún var svo yfir sig hrifin af Hrafnkeli og hrópaði stöðugt upp yfir sig að Hrafnkell væri "Priceless" (ómetanlegur) ef ég hefði talið hve oft hún sagði þetta orð hefði það örugglega hlaupið á hundraði! En hún var voða næs þessi kona og þar sem vinkona hennar var ekkert að láta sjá sig og Hrafnkell orðin frekar hungraður spurði ég hana hvort það væri ekki örugglega í lagi að gefa honum brjóstið svona á almenningsbekk, þá hrópaði hún upp yfir sig í svipaðri tóntegund og hún hrópaði alltaf "Priceless" að það væri sko miklu meira en í lagi og ef einhver myndi voga sér að gefa mér illt auga þá mundi hún bara berja viðkomandi með matseðlinum! Þannig að Hrafnkell fékk að borða vel varinn af áttræðri konu með matseðil að vopni. Við spjölluðum í dágóðan tíma við þessa konu og hún gaf okkur margar gagnlegar upplýsingar, þegar vinkonan lét loks sjá sig kom á daginn að þær voru saman í MIT á sínum yngri árum. Restin af deginum fór í að leita af BestBuy búð, fundum hana loksins eftir langa göngu en keyptum ekkert sem er auðvitað bara sparnaður. En eftir daginn höfðum við þó lært eftirfarandi hluti:
1. Við verðum að sjá Mörgæsamyndina
2. Besti sjávarréttarveitingastaðurinn í Boston heitir Legal Seafoods
3. Að vera án internets er eins og að vera án hægri handleggs
4. Gummi heldur að hann rati allt
5. Gummi ratar ekki allt
6. Það borgar sig alltaf að spyrja til vegar
7. Gummi heldur ennþá að hann rati allt

Á föstudagsmorgun byrjaði ég á því að sækja langþráðu ferðavélina okkar sem Gummi lét taka frá fyrir okkur kvöldið áður en ég varð að sækja hana því ég fékk hana á spes prís þar sem ég gat sýnt fram á að ég væri í háskóla á svæðinu, $1600 (100þús ísl) IBM ferðavél af bestu sort, geri aðrir betur! Svo klukkan 13:00 hittum við brokerinn okkar til að skoða íbúðir, þar komumst við að því að íbúðir sem við megum leigja eru mjög takmarkaðar þar sem við megum ekki leigja íbúð með blýmálningu þ.a íbúðin okkar verður að vera ný eða mjög nýleg. Við urðum rosalega skotin í einni íbúð sem er í 10 mín göngfæri frá Háskólanum mínum, hún var risastór með 2 herbergjum og ég er að sannfæra Gumma um að okkur veitir ekkert af þessu rými en hún er auðvitað frekar dýr. Við munum skoða fleiri íbúðir á Laugardagsmorgun. Leigusalinn sem var ung kona keyrði okkur á milli allra íbúðanna og við spjölluðum heilmikið við hana og hún sagði okkur að Boston væri rosalega örugg borg og allt í gúddí að labba um borgina einn að kvöldi til, ekki að ég sé að fara stunda það þar sem ég er hrikalega myrkfælin hvort sem ég er í Boston eða í Reykjavík. Eftir að hafa kvatt leigusalann ákváðum við að koma við í Crate&Barrel og kaupa okkur smá jólaskraut, ég var ekki lengi að setja í körfu nokkrar gullfallegar jólakúlur, ekki þær ódýrustu, en ég vildi meira og benti Gumma á enn eina fallega en ég er greinilega með Hulk hendi þar sem kúlann skaust af standinum og beint í gólfið og mölvaðist, ég leit skömmustulega í kringum mig og þekkt setning ómaði í höfðinu á mér "If you brake you buy" (sá borgar sem brýtur) en ég virtist ekki sjá neinn sem varð vitni af þessum hroðalega atburði svo ég læddist í burtu frá brotunum, best að fara bara og borga jólakúlurnar mínar en á leiðinni á kassann rek ég þykka Hulk upphandlegginn minn í diskastand með þeim afleiðingum að diskur hlammast í gólfið, sem betur fer brotnaði hann ekki en hann byrjar að snúast á þessum ógnarhraða og myndaði í leiðinni þetta þvílíka bergmál í allri búðinni, ég í þessu þvílíka sjokki stend eins og steinn og stari á diskinn, ég þorði ekki að hreyfa legg né lið af ótta við að hrinda niður hillu ef ég svo mikið sem andaði! Meðan ég stóð og svitnaði undir húfunni og dúnúlpunni kom starfsmaður og bjargaði disknum af gólfinu og í leiðinni bergmálinu í búðinni, svo horfði hann á mig með augnarráði sem gaf til kynna að ég og Gummi værum ekki einu vitnin af jólakúluglæpnum..

Af Hrafnkeli er allt gott að frétta hann er með vott af kvefi sem hann kom með að heimann og við höfum notað saltvatnsdropana nokkrum sinnum með góðum árangri. Þegar við fórum í göngutúrinn á fimmtudag klæddum við hann í janus ullarnærfötin og stóra góða útigallann og hann kom sko sveittur upp úr vagninum þrátt fyrir Boston kuldann þ.a við erum greinilega með góð föt og góðan vagn. Hann heillar líka alla upp úr skónum sem sjá hann og fólk spyr og spyr, flestir spyrja reyndar fyrst hvort hann sé stelpa, við verðum greinilega að fara að klæða hann í meira blátt!

Jæja bless í bili frá Boston búum!


Hrafnkell og Hössi í flugvélinni

Íbúðin okkar næsta mánuðinn
Fjölskyldan á leið í göngutúr
Útsýnið úr íbúðinni okkar

Magga og Hrafnkell rétt hjá Prudential Mall

laugardagur, desember 10, 2005


Núna eru fjórir dagar í brottför og við loksins næstum búin að tæma Hjarðarhagann. Í fyrramálið verður þrifið.
Við fluttum til mömmu og pabba á Gvendargeisla á fimmtudaginn, hér líður okkur eins og 15 ára unglingum á ný (fríttt fæði og húsnæði) Kósí lítið herbergi fyrir litlu þriggja manna fjölskylduna. Svo er Hrafnkell að komast í jólaskap.

fimmtudagur, desember 01, 2005


Nú eru aðeins tvær vikur í brottför og ekki seinna væna að byrja að pakka. Við erum búin að fara í gegnum fataherbergið og geymsluna. Ætli það hafi ekki verið í kringum 9 svartir ruslapokar til Sorpu og 6 svartir ruslapokar til Rauðakrossins. Sem er nokkuð mikið ef tekið er tilit til þess að við fluttum á Hjarðarhaga í maí og hefðum átt að vera búin að henda öllu þá.
Það er ekkert smá sem maður safnar af drasli. Ég tek undir grein sem birtist í Fréttablaðinu, þar er Völu Matt kennt um kaupæði íslendinga. Því verður næsta skref að senda henni reikning fyrir öllum óþarfa dóti sem fjárfest hefur verið í síðan Innlit Útlit byrjaði.
Já við eigum eftir að sakna þess að búa á Hjarðarhaga.