Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

föstudagur, september 29, 2006

Hrafnkell að skoða bækur

Á barnanet er komið nýtt myndband.

miðvikudagur, september 27, 2006

Annað og þetta

Það lítur út fyrir að erfinginn sé búin að yfirtaka blogsíðuna. Það eru ekkert nema myndir af honum sem birtast hér. Hann lætur barnanet ekki duga vill líka fara að skrifa blog. Annars er ekkert til sem heitir of margar myndir af prinsinum.
Það er lítið að frétta annað en að Hrafnkell er farinn að rölta á milli staða án þess að vera mútað af foreldrum sínum. Miðað við framfarir í þessari viku verður hann farin að hlaupa í næsta mánuði. Hann er líka orðinn harður Stubba aðdáandi eins og flestir aðrir á hans aldri.
Við erum engan veginn nógu dugleg að bloga en það stafar kannski af því að glósur úr róbótastýritæknihámörkunarkerfisgreiningu eða Leiðtogasiðferðisupplýsingakerfafjármálaákvarðanir erum við búin að semja um höfundarrétt á og megum því miður ekki birta á veraldarvefnum.
Við höldum áfram ferðalagi okkur í heimi heimildarmynda og ég mæli með að fólk horfi á eftirfarandi myndir sér til skemmtunar eða fróðleiks.
Enron - The Smartes guys in the Room
Corporation
FAHRENHEIT 9/11
Super Size Me
Wal-Mart: The High Cost of Low Price
Yes Men
Einnig American Jobs, McLibel og Bowling for Columbine.
Það er samt mikilvægt að muna að þessar myndir segja flestar bara söguna frá einni hlið, því þarf að kynna sér málið betur ef það á að taka afstöðu.

þriðjudagur, september 26, 2006

Röltarinn

Hrafnkell er byrjaður að rölta nokkur skref.
Sjáið myndband á barnanet.

mánudagur, september 25, 2006

sunnudagur, september 24, 2006

naermynd

fjor i sandkassanum

Boston Children's Museum

Fórum í Boston Children's Museum á laugardaginn. Myndir á Barnanet.

föstudagur, september 22, 2006

miðvikudagur, september 20, 2006

ÓÐHALARINGLA

Við Hrafnkell höfum verið að lesa ljóðabókina ÓÐHALARINGLA eftir Þórarinn Eldjárn. Þessi bók er stórskemmtileg og ljóðinn hvort öðru betri. Læt fylgja með tvö uppáhaldsljóðin okkar (a.m.k. mín).

Bókagleypir
Hann Guðmundur á Mýrum borðar bækur,
það byrjaði upp á grín og varð svo kækur.
Núorðið þá vill hann ekkert annað,
alveg sama þó að það sé bannað.

Hann lætur ekki nægja kafla og kafla,
hann kemst ekki af með minna en heilan stafla.
Hann er víða í banni á bókasöfnum,
en beitir gerviskeggi og fölskum nöfnum.

Hann gleypir í sig feitar framhaldssögur
og fær sér inn á milli stuttar bögur.
Hann telur víst að maginn muni skána
í mörgum við að bíta í símaskrána.

Hann segir: Þó er best að borða ljóð,
en bara reyndar þau sem eru góð.

Óli njóli njólasali
Óli njóli njólasali
í Njólavali
hætti ellefu ára í skóla
áleit betra að selja njóla.

Óli njóli njólasali
í Njólavali
selur mjúka nýja njóla
og nauðaþurra gamla drjóla.

Óli njóli njólasali
í Njólavali
selur allt sem er úr njóla:
Njólasúpu, njólakjóla.

Óli njóli njólasali
í Njólavali.
öllum þeim sem þurfa njóla
þykir best að stóla á Óla.

Óli njóli njólasali
í Njólavali
segist eiga næga njóla
nóg til fjórtán brandajóla.

otrulegt, solbekkir i skolanum, verd ad nyta mer tetta vid taekifaeri!

þriðjudagur, september 19, 2006

sunnudagur, september 17, 2006

I'm from Iceland og Hrafnkell farinn að taka skref!

Þegar ég náði í BBQ vængina mína á Pizza Pie'er sem Tudmundur pantaði fyrir okkur þá spurði afgreiðslumaðurinn mig hvort ég væri frá spáni, þrátt fyrir að hafa heyrt skilmerkilega spurninguna í fyrsta kasti þá bað ég hann samt um að endurtaka spurninguna aftur.. og aftur svona rétt til að forðast annað what's your zip code? ..no mastercard hneiksli, en þegar hann bar fram spurninguna í þriðja sinn með góðri pásu milli orða: Are-you-from-Spain með áherslu á síðasta orðið kunni ég ekki við annað en að svara: No, I'm from Iceland, labbaði svo ringluð út með ilmandi vængina mína, er nú ekki viss hvort geislandi ljósa hárið mitt eða mjólkurhvít húðin vakti upp grun hjá þessum spænskútlítandi pizzamanni! En já Hrafnkell litli-stór er farinn að taka 2-3 skref í einu þegar hann er í stuði við mikil fagnaðarlæti foreldra.

Klappstýruæfing
Glasahaldari á innkaupakerrunni, nauðsynlegt fyrir Big Gulp glasið frá Mc donalds!
Næst þegar við flytjum þá flytjum við hingað
Fjölskyldan í bíltúr
Lautarferð í Titus Sparrow park
Hrafnkell og Gummi á Joe's American

föstudagur, september 15, 2006

Hvar er Hrafnkell

Hér er hann

sunnudagur, september 10, 2006

Icelandic moss

Ég keypti tannkrem í Whole foods um daginn sem inniheldur íslenskan mosa, nú þegar ég bursta mig á kvöldin finnst mér ég vera úti í náttúrunni, því ekki er það einungis mosagrænt á litinn heldur kemur það með þessum ferska náttúruilm líka.
Gerði heiðarlega tilraun til að baka hollustubrauð í kvöld, hefði átt að heyra í viðvörunarbjöllunum þegar ég setti tvær matskeiðar af salti útí.. ilmandi nýbakaða brauðið mitt er í ruslinu og ég er að drepast úr þorsta því ég gat ekki staðist ilminn þrátt fyrir saltmagnið og fékk mér væna sneið með miklu smjöri.
Annars er allt komið á fullt hjá okkur Gumma, kerfið okkar er að virka vel, ég lærði fyrir hádegi í morgun og Gummi eftir hádegi, þetta er rosa mikil vinna en virðist ætla að ganga upp.
Kíkti með Láru og Nínu á lífið í gær, en þegar við ætluðum að kíkja inn á þriðja barinn var bara lokað á nefið á okkur þar sem klukkan var slegin 02:00 en þá loka allir skemmtistaðir í Boston samkvæmt lögum, ég átti að vita þetta en svona er maður fljótur að gleyma.
Hrafnkell er sjálfum sér líkur og keppist við að heilla píurnar hér í Boston á milli þess að horfa á stubbana og fara á róló.
Ég er búin að læra tvö ný og skemmtileg orð í vikunni annarsvegar er það "rutabaga" sem er enska orðið yfir grænmetið rófa hitt orðið er "Binky" sem er gælunafn á enska orðinu "Pacifier" sem þýðir snuð.
Já og síðast en ekki síst, við erum loksins búin að láta verða af því að kaupa bíl, ljósblár Toyota Matrix xR'o4 varð fyrir valinu, erum að fara að pikka hann upp á morgun og þá verður sko kátt í höllinni og þá mun ekki líða á löngu þar til rykið verður dustað af "Discovering New England" bókinni okkar og svo ef við lærum ekki yfir okkur þá geta Bessi og Pesteper í Cornell átt von á okkur en best er bara að lofa engu en gera fullt!

Eðalvagninn
Bostonhópurinn á Cheescake

þriðjudagur, september 05, 2006

Afmælisbarnið

Já í dag átti kúturinn eins árs afmæli. Í tilefni dagsins var dekrað við hann og farið í myndatöku. Myndir frá deginum og nokkrar studio myndir eru á barnanet.is.

mánudagur, september 04, 2006

Video

Vorum að taka video af erfingjanum þau eru kominn inn á barnanet síðuna.Það er um að gera að greiða sér fyrir myndatöku

föstudagur, september 01, 2006

er ad testa myndsendingu beint úr símanum

Það virkaði greinilega, takk fyrir hjálpina dísa skvíza

Margt á daga drifið

Síðustu dagar hafa verið nokkuð pakkaðir hjá okkur, Gummi er búinn að vera þessa vikuna mikið í skólanum sínum á hinum og þessum fundum, kokteilum og kvöldverðum og er rétt í þessu staddur á einhverskonar carrier námskeiði til hádegis.
Lára Klára er mætt á svæðið með Nínu Fínu og ætla þær að vera næstu daga að koma Láru fyrir í íbúðinni sem hún er að fá afhenda á hádegi á dag, ég svitna nú bara við tilhugsunina um alla vinnuna sem þær eiga fyrir höndum, skúra skrúbba og bóna, skrúfa, negla og smella.
Tókum þá ákvörðun um daginn að við yrðum að kaupa okkur bíl og við Gummi þræddum nokkrar bílasölur, svo hættum við við, svo ákváðum við aftur að kaupa bíl og þá fóru Gummi og Doddi á bílasölur og svo hættum við aftur við og það er ákvörðunin okkar í bili. Það er ekki nema von að mikil spenna ríkir fyrir því að byrja loksins í skólanum í næstu viku enda gaman að sjá hvernig þetta nær að púslast allt saman hjá okkur þar sem við ætlum ekki að setja Hrafnkel í neina gæslu. Annars er Hrafnkell bara hinn hressasti, elskar að leika leikinn týndur-fundinn, svo er hann mikið fyrir það að fara inn í svefnherbergi eða inn á bað og loka sig inni og helst lokar hann beint á nefið á okkur foreldrunum, unglingaveikin virðist vera að byrja snemma. Svo er líka nauðsynlegt fyrir okkur að fá okkur beisli í matarstólinn hans þar sem hann getur staðið alveg teinréttur upp í honum, já ekki sniðugt það. Hann er líka hinn mesti pabbastrákur og grætur hástöfum þegar hann fer út, þetta breytist örugglega þegar húsgagnið (ég) byrja í skólanum, ég held allavega í vonina ;)

Lára og Nína mættar á svæðið, hér er setið að snæðingi áður en horft var á Supernova úrslitin.
Vatnsbrunnur á Boylston, þar sem í vor var ekkert vatn og hjólabrettadrengir nýttu sér þessa aðstöðu þá óspart við mikla kátínu Hrafnkels.Bílaleiðangurinn: Fyrst leist okkur best á þennann
Svo leist okkur best á þennann (Toyota Matrix)
Svo þennann (Toyota Matrix í felubúningi: Pontiac)
Svo fannst okkur þessi líka fallegur lúxus (Chrysler Pasifica)

En Hrafnkeli leist best á þennann (Matrixinn)