Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

mánudagur, maí 29, 2006

Skoðunarferð um Bentley

Í dag var Memorial Day hér í USA og því flestir í frí og við líka, notuðum tækifærið og fórum í smá skoðunarferð um Bentley Campus og fengum okkur heimalagaðan ís í miðbæ Waltham. Jæja best að byrja að pakka fyrir heimferðina á morgun.

Hluti af háskólasvæðinu stendur stendur á hæð og er frábært útsýni yfir Campusinn. Þegar ég kom fyrst hingað var mun meira útsýni en nú eru tréin orðinn svo grænn að það sést lítið.Bókasafnið í skólanum
Allur campusinn er í þessum stíll rauðir múrsteinar og hvítt tréverk, hvítar súlur og nóg af trjágróðri.

Skemmtidagar

Jæja við kveðjum heimilið okkar á morgun og höldum í ferðalag til landsins þar sem allir búa í snjóhúsum, konurnar eru þær fallegustu í heimi og þar sem allt er stærst samkvæmt höfðatölu.
ÍSLAND BEST Í HEIMI

Hrafnkell bað foreldra sína um að koma í New England Aquarium og auðvitað vorum til í það. Settum inn myndir af heimsókninni á síðuna hans Kela.
Hér er Hrafnkell að heilsa Hössa Hákarl

Hrafnkell var mjög ánægður með safnið, var mjög áhugasamur og fannst allt spennandi
Notuðum tækifærið og skoðuðum Boston Harbor

Merki um að sumarið sé komið er að Boston Common fyllist af brúðarhjónum á laugardögum

Alveg er þetta merkilegt, við erum að borða á Armani Cafe þá blokka þessar druslur allt útsýni, getur fólk ekki tekið lestina eins og hinir

Sjáumst á miðvikudag.

sunnudagur, maí 28, 2006

I dag er solin sleikt vid bakka Carles River

fimmtudagur, maí 25, 2006

Dagamunur í sólinni - 1 2 3 4 5 dagar í Íslandsför

Fyrst sólin og hitinn lét sjá sig á ný og þrumuveðri er spáð á morgun var ekki annað hægt en að gera sér smá dagamun, skelltum okkur með pikknikk teppið góða í garðinn fína.
Svona að ganni, ef einhverjum langar að bæta matarræðið sitt þá mæli ég með mydinni "Supersize me", við Gummi sátum á öndinni bókstaflega út myndina, þegar hún var hálfnuð varð ég að fjarlægja diet kók flösku og súkkulaði af sófaborðinu, já mæli með að þið setjið ávexti í skál og vatn í glas áður en þið stingið þessari mögnuðu heimildarmynd í tækið. Talandi um heimildarmyndir þá mæli ég líka með myndinni Enron-"the smartest guys in the room" án efa tvær myndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Hér koma svo nokkrar myndir frá sólardeginum góða í dag.

Setið að snæðingi á Finale, stað sem sérhæfir sig í miklu og góðu eftirréttaúrvali

Ef þú hittir þennan í flugvél aukast líkurnar til muna að það verði stöðugt barið í flugvélasætið þitt eða purrað á þig þannig að þú þurfir meira en litla bréfþurrku til að þerra þig og ef foreldrar hans gleyma sér eitt andartak verður án nokkurar viðvörunnar rifið í hárið á þér og ég get lofað þér því að það eru engin vettlingartök þar á ferð

Girnilegir eftirréttir á Finale

Hrafnkell að segja mömmu sinni fyrir verkum

Fjölskyldan mætt í Svanabátinn

Hrafnkell gat ekki hamið sig fór beint að heilla dömurnar

Hrafnkell og Gummi að tjilla í sólinni

Endurnar í garðinum vekja ávallt lukku

Hrafnkell á andarbaki

Gummi að smakka ítalska pylsu í fyrsta og síðasta skipti

Strollað niður Boylston

þriðjudagur, maí 23, 2006

Við erum kominn heim...

til Boston, lentum í gærkveldi. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni, svo eru myndir af prinsnum á barnanet og tvö ný myndbönd. Já þetta var sannkölluð lúxusferð, við tókum ekki upp veskið alla ferðinna.
Við komum svo til Íslands eftir viku á miðvikudagsmorgun þann 31 maí. Framlengdum leigusamninginn á íbúðinni í dag fram til maí 2007 og svo er ég kominn inn í Bentley og mun hefja framhaldsnám þar í haust.

Settið að snæðingi á L`Olio
Magga að sötra eitt stykki Strawberry Daiquiri
Það dugar ekkert minna en tveir í einuMyndarlega fólkið
Fjölskyldan á Zen
Magga fékk sér spring rolls í forrétt því hún er klár, ég fékk mér sushi og kúgaðist þegar ég borðaði kolkrabbann.
Kvöldútsýnið á herberginu
Það er kóngalíf að láta elda fyrir sig omilettu, french toast, skonsur, beikon og bara allt sem hugurinn girnist
Magga fór og kannaði sjávarlífið en hafði meiri áhuga á sjálfsmyndatöku en dýralífinu
Á leiðinni í kvöldgöngu
Þegar bókstaflega allt er innifalið verður hótelið að finna aðra leið til að ná meiri peningum af gestunum því er fyrsta flokks spilavíti á hótelinu.
Fengum flugeldasýningu í tilefni dagsins
Magga að sleikja sólargeislana
Eðlan sem kemur með drykkina leyfði mér að klappa sér
Borðað á Desire
Önnur mynd af myndarlega fólkinu
Another day on the beach

þriðjudagur, maí 16, 2006

Gerist tad betra!!!

Magga og edlan sem kemur med kokteilana Gummi a sundlaugarbarnum
Hrafnkell i sundlauginni
Magga og Hrafnkell a strondinni
Sandkastalinn sem Magga og gaurinn med litla tattuid byggdu saman

sunnudagur, maí 14, 2006

Sól, sandur og afslöppun ahhhhh...

Já þegar þið lesið þessi orð þá erum við Boston fjölskyldan á leið út á völl, fengum þennan fína díl í karabíska hafið, við ætlum að heimsækja eyjuna með túrkisbláa sjónum a.k.a Aruba, verðum þar í 7 daga og það er allt innifalið, þ.a meðan Gummi liggur í hlaðborðinu (úr friends, Joey: " here's were I win all my money back) þá mun ég dúlla mér á sundlaugabarnum þambandi pinacolada namminamm! Þá hugsar einhver amma með áhyggjur: en hvar verður Hrafnkell? Jú jú hann mun bara synda á milli okkar foreldranna þ.e barsins og hlaðborðsins keyptum þennar rosa fína flotkút handa honum með sólskyggni og allt.
En svona ef þið viljið endilega vera með okkur í anda þá koma hér nokkrar myndir frá Hótelinu okkar og ströndinni;)

fimmtudagur, maí 11, 2006

Tilkynning

Var að setja inn nýjar myndir á síðuna hans Hrafnkels og þar að auki tvö ný myndbönd.

Innipúkar

Síðustu daga erum við búin að vera algjörir innipúkar, Gummi hefur að sjálfsögðu afsökun þar sem hann hefur orðið að læra, en við Hrafnkell höfum enga afsökun aðra en þessa endalausu rigningu, gerðum heiðarlega tilraun til að fara í göngutúr í fyrradag en ég sneri heim þegar ég var rétt komin á Newbury en þá var ég orðin gegnvot í fæturna, svo er það eitthvað við rigninguna sem kallar á að maður leggi sig og hef ég óspart nýtt mér það á meðan skriðdrekinn endurhleður.
En Gummi er núna í þessum töluðu orðum að þreyta prófið mikla og Hrafnkell var að byrja morgunlúrinn sinn, en fyrst Gummi er komin í frí þá mun eitthvað fara að gerast hér fyrir alvöru, í svona rigningu er t.d rignandi stemning fyrir því að fara í sædýrasafnið og jafnvel krakkasafnið líka.

Set hér gamla mynd af Gumma til heiðurs honum þar sem hann á skilið alla samúð hangandi í 4 tíma prófi, Gummi er hér að strípa Hrafnkel niður á samfelluna í 26 stiga hita um daginn

Leigð'ana og eigð'ana

Við Hrafnkell að fara að versla í matinn í rigningunni sem hefur verið viðloðin Boston síðustu daga

Charles river er við það að fyllast af alls kyns bátum

Mér fannst ég ekki vera orðinn alvöru Ameríkani fyrr en ég var kominn með meðlimakort á Blockbuster vídeóleigunni, sú merka athöfn átti sér stað fyrir c.a þrem mánuðum síðan, þeir náðu auðvitað að plata mig til að gerast meðlimur í svokölluðu Reward zone og létu mig borga $17 ársgjald fyrir en inni í því er fimmta hverja mynd frí og svo frá mán-mið er alltaf frí gömul mynd ef maður leigir eina nýja, svo ofan á þetta fæ ég eina gamla mynd fría í hverjum mánuði þ.e án þess að leygja nýja með. En þetta allt saman er ekki frásögu færandi nema hvað að Blockbuster er með svokallaða "no late fees" stefnu sem er mjög gott sérstaklega fyrir lata Íslendinga eins og okkur, en þessi stefna virkar svona:
Nýrri mynd áttu að skila eftir tvo daga.
Eftir þessa tvo daga hefur þú sjö daga aukalega til að skila myndinni.
Ef þú ert ennþá með myndina eftir þessa sjö daga þá er kaupverð myndarinnar dregið af þér c.a $17 fyir nýja mynd en allt niður í $0,7 fyrir eldri myndir.
En nú færð þú 30 daga til viðbótar til að skila loksins myndinni og fá endurgreitt kaupverð myndarinnar og borga aðeins $1,25 í "restocking" gjald!
Já þetta kerfi leiðir til þess að maður leigir mynd bara með því að labba fram hjá leigunni bara svona til að hafa heima hjá sér út vikuna, leigði mér einmitt núna fyrir nokkrum dögum nýju myndina Family Stone og fékk mér svo gömlu myndina Ocean's 12 frítt með, þar sem mér finnst Ocean's 12 góð mynd sem ég væri alveg til í að eiga að þá ætla ég ekkert að skila henni og nú verða s.s $0.7 dregnir af kreditkortinu mínu og Ocean's er mín! Ekki slæmt þar sem ég leygði hana frítt til að byrja með. Svona er þá vídeómenningin í henni Ameríku, greinileg stefna fyrirtækisins er að selja sem flestar myndir út úr leigunni.
En þetta kerfi hefur líka galla í för með sér og t.d það að ég ætlaði að leygja mér gömlu heimildarmyndina Corporation en hún var bara því miður seld til kúnna.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Bang bang he shot me down...

..bang bang, I hit the ground,
..bang bang, my baby shot me down.

Fyrir nokkrum dögum vorum við fjölskyldan stödd á útikaffihúsi á Tremont street, sötrandi kalda drykki og með því í okkar mestu makindum þegar við heyrðum skyndilega háann hvell, annar hvellur fylgdi fast á eftir og svo sá þriðji, þá voru gestir kaffihússins og þjónar sammála um að um skothvelli væri að ræða svo við ásamt hinum gestunum þustum inn á kaffihúsið, sáum útundan okkur ungan dreng um tvítugt þjóta frá grunuðum skotstað sem var c.a einni húsalengju frá kaffihúsinu okkar, stuttu eftir það heyrðum við í sírenum og tveir löggubílar brunuðu framhjá og stoppuðu hjá þeim stað er skothljóðin virtust koma frá, en þar sem enginn sjúkrabíll kom á þeim tíma sem við vorum að taka okkur til og borga reikninginn þá vonum við bara innilega að enginn hafi slasast. Já ég get ekki varist það að nú fæ ég alltaf hroll þegar ég hugsa um Tremont street.. brrr.. hrollur.

fimmtudagur, maí 04, 2006

15 dollara blandarinn okkar bræddi úr sér...

.. við hverju var svo sem að búast þegar á blandaranum stendur smoothy blender og við notum hann til að hakka lambabita og grænmeti, hefðum átt að þekkja viðvörunarmerkið þegar við fórum að finna skuggalega hitalykt en við héldum ótrauð áfram að þenja litla mótorinn og skyndilega varð bara allt stopp. En um leið og hann dó þá var lambarétturinn tilbúinn þ.a hann lauk sínu síðasta verki með sóma og Hrafnkell smjattaði á dýrindis kjötsúpukássu meðan blandarinn svaf svefninum langa í ruslafötunni.
Við kvöddum Ásdísi í gær og fórum út að borða á Bangkok city namm namm.
Við Hrafnkell fórum á róló í dag, það var svo troðið að við þurftum að bíða eftir að komast í rólurnar, þar skemmti Hrafnkell sér vel við að róla á hlið, hann vill nefnilega bara horfa á þá sem eru að róla við hliðina á honum. Svo breiddi ég út pikknikk teppið góða og bjóst við að ég myndi vera í því að elta litla skriðdrekann minn út um allt grasið en nei nei, hann stoppaði alltaf á teppabrúninni agndofa yfir grasinu og moldinni og klóraði bara og klóraði í grasið og moldina, sem vara bara mjög gott fyrir mig soldið eins og að vera með hann í búri. Við Hrafnkell fórum líka í stórmarkaðinn að versla og þar var lítill strákur fyrir aftan okkur í röðinni með pabba sínum og hann spurði: what's his name? Þetta var klár strákur þar sem hann er sá fyrsti sem gerir strax ráð fyrir því að Hrafnkell sé "strákur", ég vildi ekkert flækja málin og svaraði án þessa að hika: His name is Raven, þá sagði strákurinn mega krúttlegur: Hi, Raven og veifaði honum svona hægt með flötum lófa svipað eins og Vigdís Finnboga þegar hún veifaði til fjöldans frá svölunum sínum eftir að hafa verið kosin forseti Íslands fyrst og ein kvenna. Æ þetta var bara eitthvað svo krúttlegt.
Jæja tími fyrir háttinn.

Hrafnkell í nýju regnkápunni sinni, inni og ofan í rúminu sínu, skrítið!
Enda er hann ekkert smá hissa á þessu öllu saman.

mánudagur, maí 01, 2006

Þetta er yndislegt líf...

Já það er sko yndislegt að vera komin í sumarfrí, einu áhyggjurnar sem ég þarf að glíma við eru að finna mér bikini og flotta hælaskó fyrir sumarið, já ég er allavega búin að sigta út nokkrar uppáhaldsbúðir hér í Boston og eru það Ann Taylor sem ég vígði í dag ;) og svo Jasmine Sola, þar sem ég by the way mátaði skó eftir enga aðra en Jessicu Simpson, sem voru rosa flottir fyrir utan heilsteiptan botn, þ.e ekkert gat er á milli hæls og táar.. minnir mig of mikið á stulturnar sem ég staulaðist um þegar ég var17 ára á gelgjunni, en ef þetta er það sem koma skal þá verð ég barasta að sætta mig við það og halda áfram að þramma um sem dvergur á lágbotnum. Kannski ég geti bara sett gömlu stulturnar mínar í verð, skelli þeim kannski á e-bay við tækifæri og græði þá jafnvel einn dollara eða tvo!
Já ég er komin í fullt starf einkaþjóns Hrafnkels litla, get ekki sagt annað en það sé barasta draumastarfið. Skelltum okkur á róló eftir hádegið, og meðan hann fékk sér eftirmiðdagsblundinn sinn gat ég kíkt í nokkrar búðir og mátað nokkra skó, svo þegar prins Lu vaknaði skelltum við okkur í barnahornið í Barnes & Noble, ég ætlaði að hafa notalega stund og lesa fyrir hann bækur en krakkarnir í þessu vinsæla barnahorni voru sko miklu meira spennandi en mamma gamla sem hann sér á hverjum degi þ.a bókalesturinn varð bara að bíða betri tíma.
Okkur Gumma er farið að dreyma ískyggilega mikið um American style hamborgara, og með ískyggilega mikið þá meina ég oftar en einu sinni á dag, ég á kannski að segja icelandic style hamborgara þar sem ekki er hægt að fá neitt líkt þessum eina sanna ultimate burger frá stælnum því ef maður pantar sé hamborgara hér fær maður bara nautakepp þurran í brauði með einu salatblaði og einum tómat og enga sósu svo til að geta skolað honum niður þarf maður að svolgra í sig langt um meira klórkóki en alþjóða heilbrigðisstofnunin mælir með. Já ég ætla sko aldeilis að tala við managementið þarna á stælnum og segja þeim barasta að breyta nafninu og það í hvelli!

Hrafnkell að lúlla hjá gosbrunninum við vísindakirkjuna

Lára a.k.a "supernanny" kíkti við í Boston um daginn til að næla sér í íbúð fyrir haustið,
Doddi, Lára, Gummi og stöð2 skvísurnar Bryndís og Dagga í hinum margrómaða Common

Erum við ekki lík?

Svanabátur í Boston Common, þetta er meira að segja hjólabátur, ætli þau séu ekki tvö þarna til að skiptast á púlinu? Þau litu nú út fyrir að vera mjög afslöppuð enda ekki eins og báturinn þeysist um vatnið..