Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

mánudagur, apríl 28, 2008

Kynning lokaverkefnis - Útskrift á föstudag

Loksins, loksins, lokaverkefni formlega komið í höfn, stóð fyrir kynningu í dag, enda ekki seinna vænna. Það gekk bara ágætlega, þvílíkur léttir sem streymdi í gegnum mig þegar þetta var afstaðið, var svo stressuð fyrir þetta að það bókstaflega lá við yfirliði. Nú er útskrift á föstudaginn kemur 2.maí, note to self: Panta borð fyrir föstudagskvöldið og staðfesta pössun.
Annars er allt gott að frétta af okkur hér í vestri, Hrafnkell er held ég hrifnari af enskunni en íslenskunni, ég veit ekki alveg hvað veldur, hann er kannski að meðtaka hana betur, segir núna alltaf fyrir bókarlestur á kvöldin, "lesa á enku, mamma!". Annars les ég bara enskar bækur á ensku og öfugt, stend ekki í neinum þýðingum kauplaust takk fyrir.
Daníel vill bara standa og standa, frekar erfitt að láta hann sitja á gólfinu, því hann réttir bara úr löppunum og býr til staurfót þegar maður ætlar að láta hann frá sér á gólfið, annars er hann allur að æfa sig í að skríða og er farinn að færa sig upp á fjórar fætur og juða soldið þar.
Annars erum við búin að panta far heim til Íslands þann 1.júní, og maí verður án efa mesti heimsóknarmánuður í sögu okkar Bostonbúa enda líka mikið að gerast, útskrift okkar beggja og sonna (Gummi útskrifast 17.maí). Mamma, Beggi, Birgir Óli og Ragnhildur Sara lenda hér galvösk á miðvikudag, þá verður aldeilis kátt í höllinni eins og jólalagið segir.

Jæja nóg blaður nokkrar myndir af merkisviðburðum síðustu daga..

Tími fyrir kynningu

Mynd af aðal crowdinu: Ali Abur (Skorarformaður Rafmagnsverkfræðideildar), Alex Stankovic (Aðalleiðbeinandinn), Ég;), Hanoch Lev-Ari (Aðstoðar leiðbeinandi), Afsaneh(á myndavélinnni) sagði brandara sem við Alex skildum greinilega bara, kannski Ali sé að hlæja inní sér svo gæti líka verið að Hanoch sé enn að hugsa...

Við Hrafnkell á leið að leika í rigningunni meðan Daníel svaf á sínu græna

Afsaneh að knúsa Daníel

Spekingslegur Hrafnkell sem segist heita Keli ef hann er spurður

Byrjaðir í bílaleik

Í þykjustunni sandkassaleik

Rólan slær alltaf í gegn

Líkir feðgar?

Einn, tveir og ýta, eða one, two puuuush..

Þegar ég ýti rólunum til skiptis og tala í símann í leiðinn veit ég hvernig alvöru soccer mom líður, held samt ég verði að fá mér einn í viðbót til að fá að nota starfsheitið

Pabbinn sér oftast um morgunmatinn meðan nautnaseggurinn lúrir, jamm þannig er það á þessu heimili. Strákarnir alveg steinhissa á að sjá svefngengilinn á vappi!

Sætar sofandi tær

föstudagur, apríl 04, 2008

Daníel að núa nýja vegabréfinu sínu framan í bróðir sinn

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Amen!