Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, maí 11, 2008

Frænkuheimsókn senn á enda

Hrafnkell er aldeilis búin að vera heppinn á þessari önn búin að fá fullt af frændsystkinum sínum í heimsókn svona rétt til að styrkja böndin áður en flutningurinn til Íslands gengur í garð, í kvöld kveðjum við Ragnhildi Söru og Begga ;( en á morgun kemur Anton ;). Lára bankaði uppá áðan og Hrafnkell tók strax á því að rifja upp gamlar minnigar frá því um áramót og hrópaði upp yfir sig: "Anton kominn!". Það er aldeilis búið að vera fjör hjá Hrafnkeli og Ragnhildi síðustu daga, ég hef ekki verið besta vitnið samt þar sem ég er búin að vera meira og minna rúmliggjandi í 7 daga, það var held ég flensan sem náði mér, fyrst einu sinni og svo þegar ég byrjaði að fagna á 4.degi þá náði hún mér aftur... En hér koma nokkrar myndir frá síðustu dögum, njótið vel. Er svo að hlaða inn fleiri myndum á barnanet, allar myndir eru birtar með góðfúslegu leyfi Begga Bró, enda var hann aðalmyndatökumaðurinn.

Hrafnkell og Ragnhildur Sara bregða á leik

Á leið á róló

Á BirgirÓlaBaki

Frændsystkinin mætt í klifurgrindina á Barnasafninu

Hádegismatur á Saint Germain street

Ragnhildur var svoooo góð við Daníel, alltaf að sýna honum nýtt dót, Daníeli til mikillar ánægju

Daníel skemmti sér líka á Barnasafninu

2 Comments:

At 11/5/08 16:39, Anonymous Ingibjörg said...

Ég bara verð að kommenta á það hvað Daníel er búinn að stækka mikið. Eins gott að þið séuð að koma heim annars er maður að fara að missa af öllu. Ég er alveg í sjokki, held það sé af því hann er kominn með háls, það eru mikil tímamót í lífi barns þegar það fær háls.

Andrea hætti þá að vera bara ein kinn.

Jæja ætla að skella mér yfir á barnanetið, eins gott þið séuð að standa við gefin loforð.

 
At 12/5/08 17:24, Blogger Ósk said...

sammála síðasta ræðumanni! Daníel er orðinn krakki!!
Gaman að sjá myndir af fallegu börnunum!
Matthildur er með hlaupabóluna hér í hitanum, dáldið slæm að sjá en mega hress! Markús er eins og höfrungur... vill bara synda út í eitt.
Það hefði verið stuð að fá ykkur en þá hefðu strákarnir fengið stóru bóluna!
það styttist óðum í hitting, er farin að hlakka mikið til dúllur!
Knús og klemm úr hita og sól
kveðja
Orlando-ferðalangarnir

 

Skrifa ummæli

<< Home