Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, janúar 27, 2007

Herlegheit í kuldakasti

Það var skrítinn dagur í gær, kuldamet var slegið í Boston -12° celsíus og raunkuldi var mældur -25°. Hrafnkell vaknaði úr lúrnum sínum fyrir allar aldir ósofinn, eftir lúrinn grét hann nánast út í eitt, og það skipti engu máli hvað við gerðum fyrir hann það var bara grenjað, við skiptumst á að loka okkur inni í herbergi, þetta var ástand, hann neitaði að leggja sig aftur vildi bara öskra upp í eyrun a foreldrun sínum. Ég sjúkdómsgreindi hann með inniveikina, hann hefur ekki fengið að fara út að leika lengi sökum veikinda og kulda þ.a ég heimtaði að við fjölskyldan færum í göngutúr, það var auðvitað smá eiginhagsmunasemi í gangi þar sem mig er búið að dreyma um sugar heaven nammibúðina á Newbury í marga marga daga. Þegar átti svo að fara að klæða litla forstjórann í áttuðum við á okkur að við höfðum gleymt kuldagallanum hans í leikskólanum, "aftur" díses, en ég var komin þetta nálægt nammibúðinni svo ég gat ekki hætt við, gróf upp kuldagallan hans síðan í fyrra og hugsaði bara, ef barnið grætur ekki sökum geldingar þá passar hann. Hrafnkell er svo klæddur í c.a 18 layers og svo í kuldagallann kuldaskó kuldavettlinga, tvær húfur og risatrefil sem Gummi átti yfir andlitið það var nefnilega búið að vara við svona frostbiti í veðurfréttunum. Hrafnkell stendur svo eins og steinn í öllum þessum fötum "inni" örugglega að stikna en segir ekki múkk, hann vissi nákvæmlega hvað var að fara að gerast, hann var loksins að fara út! Út rölti fjölskyldan og kuldinn bókstaflega beit í kinnarnar brr.. sem betur fer var stutt í nammibúðina og þar urðu aldeilis fagnaðarlæti, sjaldséð súkkulaði blasti við okkur í búntum, bounty, mars, maltersers, kinderegg og haribo nammi.. ég þreif til mín fötu og byrjaði að moka í hana, svo fann ég þennann fína finnska lakkrís á nammibarnum sem er hrikalega saltur og góður. Já þetta leit bara út fyrir að ætla að verða rosalega fínn göngutúr.
Á leiðinni til baka ákváðum við að skella okkur á California Pizza Kitchen. Hrafnkell fékk barnapizzu með osti og mjólk en hann var aðalega í því að stinga upp í sig bita og skyrpa honum svo út úr sér, konunum á næsta borði til mikillar skemmtunar, hann hafði meiri áhuga á að borða litina sem hann fékk. Jæja tími til kominn að fara heim, við fórum gegnum allt mollið og út á Sheraton svo við þruftum bara að hlaupa yfir eina götu til að komast heim, og sökum kulda þá hlupum við í bókstaflegri merkingu, og þar sem ég er greinilega úr mikilli æfingu næ ég að fella mig á múrsteinagangstéttinni og ég flaug áfram, fyrst kom högg á hnén og svo á andlitið soldið skrítið eins og ég hafi verið handalus svo fann ég hvernig gleraugun mín möskuðust, og svo bara blóðið renna úr nefinu á mér, steig upp og vissi að allt í lagi var með mig, en ég var miður mín yfir fínu gleraugunum mínum, en umgjörðin er í lagi og bara annað glerið brotnaði þ.a vonandi verður þetta ekki allt of dýrt að gera við. Jú svo var ég líka miður mín yfir að ég fengi glóðarauga, það er það versta sem ég get ímyndað mér að labba um með glóðarauga. Svo á ég engin varagleraugu bara styrkleika-sólgleraugu, og hvað passar betur saman en glóðarauga og sólgleraugu.

En að öðru þá er ég í einum raforkukúrs og svo er ég að vinna í lokaverkefninu, er með soldinn lokaverkefniskvíða en það þýðir ekki að gefast upp núna loksins þegar ég finn þefinn af verkfræðititlinum.. Svo er lokaprófið í raforkukúrsinum 18 apríl þ.a ef ég verð langt komin með lokaverkefni mitt þá get ég haft það hrikalega gott í sumar, annars sé ég fyrir mér blóð, svita og tár yfir þessu lokaverkefni alveg fram á haust.

Hrafnkell sat á gólfinu áðan og var að skoða barbapabba bókina sem hann fékk frá Helga frænda í jólagjöf og hann er að benda á alla barbameðlimina inni í kápunni og ég á að segja hvað þeir heita svo ákvað ég að reyna á hann og segi: En hvar er Barbapabbi? Skælbrosand ríkur hann upp og hleypur inn í herbergi til pabba síns!

Hrafnkell að hjálpa Barbapabba að læra

Beggi og Gumms á comedy klúbbnum

Naglaþrautin á Science museum sem við Beggi leystum (í sitthvoru lagi reyndar og þetta er mitt afsprengi), naglinn í miðjunni er fastur við plastplötuna og þrautin var að láta hina 6 naglana haldast á. Bannað að anda.

Límmiðaskrímslið

föstudagur, janúar 26, 2007

mánudagur, janúar 22, 2007

Clarendon Park

Hrafnkell ad borða cheddar bunnies med fuglunum í síðustu viku.

laugardagur, janúar 20, 2007

Jólafrí lokið

Að minnsta kosti hjá mér, Magga byrjaði í skólanum þann níunda janúar. Á mánudaginn verður ekkert elsku mamma.
Beggi mágur kom við á leið sinni til Ithaca og notuðum við tímann til að kanna Cambridge nánar þar á meðal Harvard og litum svo við á Museum of Science. Einnig fórum við með Begga á Houston´s (því Lára segir að allir gestir þurfa að fara á Houston´s) og enduðum kvöldið á Comedy Vault þar sem við hlustuðum á sannkallað maraþon grín í næstum þrjá tíma og nokkra misjafnlega góða grínara. Náttúrulega var Lára Super Nanny heima með Hrafnkell.
Í morgun var Hrafnkell einhvað pirraður þegar við vorum að leika í Barnes&Nobel, var ekki alveg að átta mig á þessu. Síðan þegar við komum heim þá komumst við að því að barnið er sjóðandi heit. Er þá prinsinn ekki kominn með hita. Því hefur dagurinn farið í að hjúkkra sjúklingnum okkar.
Og hér eru nokkrar myndir.
Á leið í leikskólann
Geimfararnir
Lightning show
Nammi namm Houston´s

Prinsinn að snæða á Top of The Hub
Og að lokum litli sjúklingurinn okkar að horfa á Video

föstudagur, janúar 12, 2007

Leikskóladagar

Í hvert sinn sem við náum í Hrafnkell fáum við svona blað með heim.Í hillunni hans er svo dagbók þar sem fóstran skrifar í og setur inn myndir, dagbókina getum við lesið þegar við náum í hann eða tekið með heim um helgar. Hér er smá sýnishorn úr bókinni skrifað fyrir fimmtudaginn 11 janúar. Svo er dagbókinn aðgengileg á barnanet síðunni undir myndaalbúm:dagbók

laugardagur, janúar 06, 2007

Ahh

Það er svo sem ágætt þegar hitamælirinn sýnir 19,9 celsíus í janúar. Best að njóta þess á meðan það endist. Verst að stuttbuxurnar voru komnar í geymslu.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman..

Hrafnkell litli byrjaði á leikskólanum síðasta þriðjudag það gekk bara ágætlega, hann labbaði brosandi inn á leikskólann virtist þekkja sig en fór svo að gráta þegar hann fór að átta sig en við róuðum hann og náðum að skilja við hann ánægðan, hann var samt ekki alveg að átta sig þegar við kvöddum hann með tárin í augunum(ma og pa með tár ekki Keli), hann ýtti okkur bara frá, við vorum fyrir því hann var að lita!
Hrafnkels nafnið er of erfitt fyrir fóstrurnar og því leyfum við þeim að nota Kela nafnið sem þær bera fram sem ''kíli''.
Eftir að við foreldrarnir höfðum fengið okkur morgunmat á nálægum diner og klárað nokkrar útréttingar vorum við mætt aftur á leikskólann á slaginu 13:00 því þá var svefntími og við vorum nokkuð viss um að okkar maður væri ekkert á því að fara að leggja sig á einhverri dýnu á gólfinu, við kíktum í gegnum glerið og þar sáum við öll börnin róleg liggjandi á dýnu, nema auðvitað kelinn okkar, hann var bara á röltinu um herbergið með koddann sinn og dudduna sína ekki alveg að átta sig á aðstæðum. Þarna vorum við nokkuð viss um að það væri bara tímaspursmál hvenær hún myndi skila honum fram til okkar, en nei reyndin var önnur, eftir mikið brölt, baknudd og rugg sofnaði hann loksins í fanginu á fóstrunni og þá gat hún lagt hann á dýnuna. Við foreldrarnir nýttum þá tækifærið og fórum í hádegismat og svo klukkutíma seinna vaknaði hann auðvitað á undan öllum hinum og þá náðum við í hann, þetta var nóg þann daginn.

Hér koma nokkrar myndir af síðustu dögum..

Jólaljósin kveikt og Hrafnkell voða hissa á þessu öllu saman

Namminamm jólasteikin rjúkandi og jólaölið kurrandi.. Hrafnkell orðinn frekar chillaður

Hrafnkell að opna pakkann frá Ömmu Löngu

Hann heimtaði náttlega að fá strax að máta..

Jóladagur var rólódagur

Annar í jólum var útsöludagur
Á þriðja í jólum fengum við fjölskylduna í byggingu 30 í kaff'o'meðví

Á leið í stórmarkaðinn á gamlársdag

Pakkað á Boylston 30mín í flugelda..

Íslistaverk á Copley Square

Hrafnkell heimtaði stjörnuljós

Svo vildi hann bara rölta um og reyna að týnast

Svo urðu allir agndofa yfir flugeldasýningunni

Jamm það voru alvöru flugeldar, en samt ekkert eins og á Íslandi..

Hvað er málið með að setja alltaf þetta auka "a" í nafninu mínu, er farin að gruna að allir haldi að "ég" sé að skrifa nafnið mitt vitlaust..

Posted by Magga not by gummi