Jólafrí lokið
Að minnsta kosti hjá mér, Magga byrjaði í skólanum þann níunda janúar. Á mánudaginn verður ekkert elsku mamma.
Beggi mágur kom við á leið sinni til Ithaca og notuðum við tímann til að kanna Cambridge nánar þar á meðal Harvard og litum svo við á Museum of Science. Einnig fórum við með Begga á Houston´s (því Lára segir að allir gestir þurfa að fara á Houston´s) og enduðum kvöldið á Comedy Vault þar sem við hlustuðum á sannkallað maraþon grín í næstum þrjá tíma og nokkra misjafnlega góða grínara. Náttúrulega var Lára Super Nanny heima með Hrafnkell.
Í morgun var Hrafnkell einhvað pirraður þegar við vorum að leika í Barnes&Nobel, var ekki alveg að átta mig á þessu. Síðan þegar við komum heim þá komumst við að því að barnið er sjóðandi heit. Er þá prinsinn ekki kominn með hita. Því hefur dagurinn farið í að hjúkkra sjúklingnum okkar.
Og hér eru nokkrar myndir.
Á leið í leikskólann
4 Comments:
Greyið litla skinnið, það er svo ömurlegt að vera veikur. Við sendum batakveðjur héðan frá Álaborg og vonum að hann hristi þetta af sér við fyrsta tækifæri.
Íris og co
Æji er litli frændi minn orðinn lasinn ohh það er svo leiðinilegt. Vona að honum batni sem allra fyrst.
ps gott að heyra að þið eigið eina SúperNanní :)
knusss
helgs
Myndin af Hrafnkeli í leðurstólnum er algjör snilld. Hann verður Keli Trump í mínum bókum framvegis.
Hann er kominn með svo margar tennur og farinn að labba svo fínt, manni líður eins og maður sé að missa af öllu. Farið nú að setja inn myndir og myndbönd af litla sykursnúðnum.
Úff ekki gott að hann er orðinn veikur. Þetta fylgir víst því að byrja á leikskóla :o(
En erfitt er það og enn erfiðara ef báðir foreldrarnir þurfa að mæta í skólann, ég kannast svo sannarlega við það og skiptingu dagsins og allt það. Finn til með ykkur og vona að þetta gangi fljótt yfir.
Skrifa ummæli
<< Home