Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman..

Hrafnkell litli byrjaði á leikskólanum síðasta þriðjudag það gekk bara ágætlega, hann labbaði brosandi inn á leikskólann virtist þekkja sig en fór svo að gráta þegar hann fór að átta sig en við róuðum hann og náðum að skilja við hann ánægðan, hann var samt ekki alveg að átta sig þegar við kvöddum hann með tárin í augunum(ma og pa með tár ekki Keli), hann ýtti okkur bara frá, við vorum fyrir því hann var að lita!
Hrafnkels nafnið er of erfitt fyrir fóstrurnar og því leyfum við þeim að nota Kela nafnið sem þær bera fram sem ''kíli''.
Eftir að við foreldrarnir höfðum fengið okkur morgunmat á nálægum diner og klárað nokkrar útréttingar vorum við mætt aftur á leikskólann á slaginu 13:00 því þá var svefntími og við vorum nokkuð viss um að okkar maður væri ekkert á því að fara að leggja sig á einhverri dýnu á gólfinu, við kíktum í gegnum glerið og þar sáum við öll börnin róleg liggjandi á dýnu, nema auðvitað kelinn okkar, hann var bara á röltinu um herbergið með koddann sinn og dudduna sína ekki alveg að átta sig á aðstæðum. Þarna vorum við nokkuð viss um að það væri bara tímaspursmál hvenær hún myndi skila honum fram til okkar, en nei reyndin var önnur, eftir mikið brölt, baknudd og rugg sofnaði hann loksins í fanginu á fóstrunni og þá gat hún lagt hann á dýnuna. Við foreldrarnir nýttum þá tækifærið og fórum í hádegismat og svo klukkutíma seinna vaknaði hann auðvitað á undan öllum hinum og þá náðum við í hann, þetta var nóg þann daginn.

Hér koma nokkrar myndir af síðustu dögum..

Jólaljósin kveikt og Hrafnkell voða hissa á þessu öllu saman

Namminamm jólasteikin rjúkandi og jólaölið kurrandi.. Hrafnkell orðinn frekar chillaður

Hrafnkell að opna pakkann frá Ömmu Löngu

Hann heimtaði náttlega að fá strax að máta..

Jóladagur var rólódagur

Annar í jólum var útsöludagur
Á þriðja í jólum fengum við fjölskylduna í byggingu 30 í kaff'o'meðví

Á leið í stórmarkaðinn á gamlársdag

Pakkað á Boylston 30mín í flugelda..

Íslistaverk á Copley Square

Hrafnkell heimtaði stjörnuljós

Svo vildi hann bara rölta um og reyna að týnast

Svo urðu allir agndofa yfir flugeldasýningunni

Jamm það voru alvöru flugeldar, en samt ekkert eins og á Íslandi..

Hvað er málið með að setja alltaf þetta auka "a" í nafninu mínu, er farin að gruna að allir haldi að "ég" sé að skrifa nafnið mitt vitlaust..

Posted by Magga not by gummi

6 Comments:

At 5/1/07 03:44, Anonymous Nafnlaus said...

Kaninn þarf auðvitað að leiðrétta gelluna frá Íslandi sem heldur að hún geti bara breytt nafninu sínu og sleppt "a"-inu;)

Til hamingju með leikskóladvölina, Hrafnkell á pottþétt eftir að fíla sig í tætlur:)

 
At 5/1/07 04:29, Anonymous Nafnlaus said...

En gaman að heyra að allt hafi gengið svona vel hjá Hrafnkeli. Og litla dúllumúsin, sé hann alveg fyrir mér röltandi um með koddann sinn og dudduna. Við erum nú ekki enn byrjuð að leggja í að láta Helga Sigurð sofa á dýnu inni. Íslenska aðferðin virkar best á hann eins og stendur...þangað til vagninn verður orðinn of lítill.

Knus til ykkar "kæra Margaret" og elsku brói minn og litli frændi

 
At 5/1/07 07:41, Blogger Bjorg said...

Ég fékk bara tár í augun líka! (þegar þið kvödduð Kíla) Æji, hvað hann er nú orðinn stór strákur.

Flottar myndir! Margarét, hvernig voru "sölurnar"?

kv. BJ

 
At 7/1/07 05:52, Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst flott að bjóða nýtt barn
velkomið svona Þetta er svona hlýlegt
og allir fá að vita þetta strax
Halla amma

 
At 7/1/07 15:27, Blogger Bjorg said...

Góðan daginn, ég verð bara aðeins að fá að tjá mig um svolítið. Sko, síðastliðna nótt dreymdi mig rosalega skrítinn draum. (þið sem ekki þekkið mig, hættið bara að lesa, það er það leiðinlegasta í heimi að hlusta á aðra segja frá draumum sínum, ég veit....) en.... Magga þurfti að taka einhverja augndropa (í draumnum sko) og svo voru einhverjar rosalegar aukaverkanir af þessum augndropum því Magga sofnaði um leið og hún var búin að sturta þessu í augun á sér. En þegar Maggan vaknaði vissi hún ekki hvað 2+2 voru. (ég s.s. spurði hana af því hún var svo heimskuleg í framan) Ég varð auðvitað alveg skíthrædd og hringdi í 118 til að fá númerið hjá 112 (sem er líka alveg ótrúlega heimskulegt) og sagði svo í símann þegar 112 svaraði mér:,,Hjálp, Magga er verkfræðingur og veit ekki hvað 2+2 eru!!!!!" Já og svo man ég bara ekki meir!

Já, þetta var alveg rosalegt!

Skemmtilegt, ha?

kv. Björg

 
At 7/1/07 18:50, Blogger Gudmundur Arni said...

Björg mín, þetta er svo sem ekkert nýtt. Magga á stundum í erfiðleikum með einföld reikningsdæmi, en leysir allra flóknustu á ofurhraða. Því þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur af henni. Eða...

 

Skrifa ummæli

<< Home