Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

mánudagur, október 30, 2006

Fylgist agndofa med storu krokkunum

Hrafnkell ad dadra ? sandkassanum

sunnudagur, október 29, 2006

Eddie Griffin


og gaurinn sem sat fyrir framan okkur með hnakkaspikið

Tessi spilar med Celtics

Vá hvað hann er stór

Magga á Gipsy heitasta klúbbnum í Boston

fimmtudagur, október 26, 2006

Okuprof

Sidasta midvikudag for eg i skriflega okuprofid, meirihluti spurninga snerist um hvort eg maetti drekka eda reykja eitthvad sterkara en sigarettur og keyra a sama tima eda eftir neyslu. Tad er augljost ad "Bostonians" virdast halda ad tad se i lagi ad drekka og keyra, a.m.k. midad vid spurningarnar.
I gaer var svo timi fyrir verklega profid sjalft. Sponsorinn minn Doddi trommari var mer til handar, hughreysti mig, gaf mer nudd til ad hita mig upp og sagdi mer skemmtilegar sogur af dvergum. Svo kemur loggan i ollum skrudanum (sja mynd) og sest inn i bilinn og segir bara "do like this" og kreppir hnefann og beinir ad mer, va hvad vid Doddi vorum hraeddur... (eg gleymdi ad minnast a ad loggan var naestum dvergur) Doddi helt ad loggan vildi einhvad fjor!!! Eg torri ekki nema ad hlyda og vid skellum saman hnefum. Ta segir gaurinn til hamingju tu nadir bilprofinu. Svo for loggan og let naesta proftaka runta um Boston.
Tannig ad eg er loksins loglegur a gotum Massachusetts fylkis. tad verdur kannski ad fylgja med sogunni ad loggan er a leid til Islands a naesta ari ad klifa Hvannadalshnjuk, fara upp a Vatnajokull og var nokkud viss ad islendingar kunna ad keyra og tvi turfti eg ekkert ad syna honum mina takta.

bedid eftir lestinni

mánudagur, október 23, 2006

Flatbrauð og hangikjet..

Fékk alveg einstaklega skemmtilegt símtal í dag frá mömmu minni, hún var að tilkynna mér að hún kæmi degi fyrr, jibbí hún sem sagt kemur á morgun þriðjudag í stað miðvikudags og fer svo áleiðis til Begga bró og Esterar á Sunnudag.
Þar sem það er alltaf kvöldpössun innifalin í mömmuheimsókn vorum við fljót að finna okkur eitthvað sniðugt að gera, á laugardag ætlum við að láta langþráðan draum rætast og fara á Comedy klúbb, grín uppistand á góðri íslensku. Við ætlum að láta engan annan en Eddy Griffin kitla hláturtaugarnar, fengum skemmtanaglöðu Dodda og Ásdísi með okkur og Partýóða Lára ætlar einnig að heiðra okkur með nærveru sinni.
Hér koma nokkrar myndir af Hrafnkeli og Rhodes og þá sjáið þið markmið Gumma í skeggvexti, jamm svo sannarlega ekki leiðum að líkjast, þetta verður orðið vel fínt í brúðkaupinu hennar Helgu í júní.
Ég vil enda þennann pistil á góðri pikkupp línu sem ég heyrði í TV-inu..
"Do you know Karate 'cos your body's kicking.."

Pat að kenna Hrafnkeli og Rhodes rétta eldhústakta
Herra Brosmildur
Hrafnkell, Rhodes og Pat

sunnudagur, október 22, 2006

Jólakók?

Það hefur svo sannarlega kólnað í Boston, en sem betur fer höfum við ekki enn þurft að hita íbúðina okkar. Í svona lítilli íbúð hitnar allverulega bara við að elda mat, annars ætlum að taka ísbjarnablúsinn á þetta eins lengi og hægt er og sjáum svo hvað setur. Rafmagnsreikningurinn hefur verið $60 núna þegar við erum ekki að kynda en hann fór upp í $230 í kaldasta mánuðinum febrúar í ár. Nú er mánuður í thanksgiving og það er byrjað að selja jólaskraut í búðunum, við fengum jólakók með pizzunni okkar, það var mynd af jólasveini og ísbirninum fræga merkt með ártali "Holydays 2006" um að gera að hafa ártalið með svona rétt til að staðfesta að þetta væru ekki gamlar birgðir síðan í fyrra. En við getum ekki annað en smitast af jólaandanum og erum byrjuð að kaupa fyrstu jólagjafirnar. Spennandi að heyra hvenær jólalögin byrja í útvarpinu.
Glóðaraugað hans Gumma er farið en Hrafnkell náði að næla sér í eitt, hann hrasaði á sófaborðið. Eitt er víst að ég er næst í röðinni..
Er byrjuð að vinna í vinnumálum fyrir næsta sumar, talaði við prófessorinn minn og hann ætlar að tala við tvö orkufyrirtæki fyrir mig, ætla svo að spjalla við atvinnumiðlun háskólans núna í vikunni.
Litla fjölskyldan gerði sér dagamun í gær og skellti sér út að borða, fórum veitingastaðinn House of Siam sem hefur verið valinn Best thai in Boston 2006 og nokkur ár þar á undan. Hrafnkell smakkaði thai og líkaði bara vel, en hann er ekki eigingjarn þessi litli kútur og passaði sig að gefa alltaf gólfinu helminginn á móti sér;)
Hér eru nokkrar myndir frá síðasliðnum dögum..


Hrafnkell passar ennþá í fína gallann frá ömmu Ásu og við stefnum á að láta hann duga fram að útsölum sem byrja á Thanksgiving, 23.nóvember. Hér er stubburinn að fara út í vagn.
Hér er ég í "Benidorm Pósu" á Colombus Avenue á leið á House of Siam, takið eftir fallega ullarjakkanum sem ég splæsti á mig, úhhlala!
Setið að snæðingi á House of Siam, namminamm..
Held að íbúðin mín hafi aldrei ilmað jafnvel og þegar Gummsi eldaði þennann dýrindis kjúkling, fann uppskriftina á Terryaky sósu flöskunni okkar..
Feðgar með sama áhugamál

fimmtudagur, október 19, 2006

tetta er adalsportid hja Hrafnkeli tessa dagana ad troda ser i oll holf, her er hann i badskapnum ad telja klosettrullurnar

miðvikudagur, október 18, 2006

svo amer?skt

þriðjudagur, október 17, 2006

Saga dagsins!!!

Slysó 16 júní 2005

ekki pizza, bara bord

sunnudagur, október 15, 2006

Uppfærð heimasíða

Nýjar myndir og myndband á barnanet síðunni.

laugardagur, október 14, 2006

Það sem gerðist í raun og veru fyrir Gumma!

Sko.. Íris og Ingibjörg voru auðvitað næstar hinu eina rétta svari en ekki nógu nálægt.
Hrafnkell er svo mikill englamús að hann myndi aldrei berja föður sinn viljandi..
En það sem gerðist var að Hrafnkell er svo mikill kúrari og hann elskar koddann sinn, og það sem honum finnst best að gera ef við erum að svæfa hann uppi í hjónarúmi er að reisa sig upp og skella sér í frjálsu falli beint ofaná koddann sinn, held hann sé að reyna að komast inní koddann?? En þegar hann skellir sér svona á koddann sinn þá er hann mjög þreyttur og gjarnan með lokuð augun og það var raunin í þetta sinnið og því hitti hann ekki á koddann sinn heldur beint á augabrúnina á pabba sínum. Gummi fékk strax risa kúlu sem var svo búin að síga og breyta um lit strax daginn eftir og leit þar af leiðandi út sem þetta svæsna glóðarauga. En það sem mér finnst skrítnast er að ekki sála hefur spurt Gumma hvað hafi komið fyrir augað á honum...
Well thats the whole story!

föstudagur, október 13, 2006

Hrafnkell i bokabudinni Barefoot Books ad lesa

miðvikudagur, október 11, 2006

Íslendingapartí og Spænskunámskeið

Skruppum á Íslendingafjör með Íslendingafélaginu þar var mikið fjör og mikið hlegið, fékk þá loksins að sjá íslensku stelpuna sem býr í götunni okkar, hún er að vinna fyrir Decode í Waltham sem er sami bær og skólinn hans Gumma er í. Svo komst ég líka að þeirri merkilegu uppgötvun að í c.a 5mín fjarlægð frá mér býr íslensk dama sem hefur búið hér í fjölda ára og vinnur hér sem miðill!! Jiminn eini ef það er ekki eitthvað fyrir mig, gat ekki varist að hugsa til þess þegar við Ósk ætluðum að skella okkur til miðils hér úti og vissum ekki í hvorn fótinn við áttum að stíga. Ef við bara hefðum vitað að hún byggi fyrir aftan Whole foods market. Fórum með Hrafnkel í prufuleikfimitímann sem ég minntist á í síðasta pósti, við náðum því miður bara síðustu 10 mín af tímanum eftir að hafa villst af leið, en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, hittum þennann indælis lög varðanna sem vísaði okkur réttu leiðina, hann var einn af þessum frægu sem hefur millilent á Íslandi á leið til Danmerkur því konan hans er dönsk. Einnig rákumst við á skemmtilega skreitt hús (sjá mynd neðar) en okkur leist engu að síður mjög vel á barnaleikfimina og stefnum á að fara með hann þarna að lágmarki 2svar í viku. Svo er ekki leiðinlegt að segja frá því að við Lára erum byrjaðar á fríkeypis spænskunámskeið í skólanum, þetta er bara klukkutími á viku.
Muy buieno!
Kunnuglegur fáni hér á ferð
Gummi á tjattinu
Olga, Garðar og Óttar
Kristín (sem býr í götunni okkar), Margrét, Vala og Sirrý (Miðillin)
Ragnheiður og Elfa
Hrafnkell fékk loksins legó, nú er hann legóður..Ekki er ráð nema í tíma sé tekið (Hrekkjavakan er 31.okt)

Hrafnkell segir Aaaa við Láru sína
Íris, Láru frænka, Lára og Hrafnkell
Hrafnkell að fá útrás í leikfimi
Ein gáta í lokin: Hvað kom fyrir augað hans Gumma?

föstudagur, október 06, 2006

Svona er lífið

Gummi og Hrafnkell eru á playdate-i. Þeir fóru með Pat og Rhodes sem búa í götunni okkar á róló hér á Commonwealth, Rhodes fæddist í júní 2005 og er því 3mánuðum eldri en Hrafnkell og kann að segja "baby" sem hann segir þegar hann sér Hrafnkell og svo kann hann líka að segja "bæ bæ" og að vinka í leiðinni. Hrafnkell kann að segja datt og gojagojagojagoj..?? Stundum dettur líka út úr honum eddegoj? sem við höldum að sé "þetta er gott" en ég veit ekki. Rhodes er skírður í höfðið á hljóðfæri sem ég þekki ekki en Pabbi hans hann Pat er í Berklee tónlistarskólanum hér rétt hjá okkur að læra á gítar og fleiri hljóðfæri en mamma hans hún Amber er að klára menntaskólann held hún hafi tekið sér pásu þegar hún átti strákinn veit annars ekki..
Ég er sit hér í rólegheitunum og er að sjóða grænmeti fyrir Kelarófu, keypti ilmandi tilbúinn jurtakryddaðan kjúlla fyrir okkur öll í Whole foods namminamm... ber hann svo fram með salati og kotasælu, þetta kenndi hómópatinn mér ásamt hollustubrauðinu góða, hún sagði reyndar að mar ætti að taka húðina af en mér finnst það aðeins of mikið.
Er að undirbúa fyrstu styrkumsóknina mína, leiðbeinandinn minn ætlar að skrifa meðmæli fyrir mig, doktorsnemar í verk- og raunvísindum ganga víst fyrir en það sakar ekki að reyna, sveltur sitjandi kráka, fljúgandi fær...
Jæja ætla að taka til kjúlla og grænmeti fyrir Hrafnkel, Gummi var að hringja hann er víst eitthvað súr ( hann Hrafnkell) mig grunar að hann sé bara orðinn sársvangur.
Erum svo að fara í pizzapartí hjá Íslendingafélaginu á sunnudag kl: 14:00 sem verður haldið í einhverjum bakgarði á MIT campus, það verður spennó að sjá loksins andlitin á stelpunum sem gáfu okkur svo mörg og góð ráð þegar við vorum að flytja hingað út í desember.
jæja, Keli og Gummi mættir í hús,
Later skaters..

miðvikudagur, október 04, 2006

erud tid nokkud komin med nog af rolo myndum

Hrafnkell í fimleika













Var að skrá okkur Hrafnkel í prufutíma á leikfiminámskeið, eigum tíma á mánudaginn klukkan 9:15, sjá link fyrir áhugasama.

Fróðleikur dagsins

Bill Gates er flottur kall en ekki Walton fjölskyldan.
sjá link

mánudagur, október 02, 2006

Föst í álögum

Standlampinn okkar brotnaði. Hrafnkell sló honum í vegginn. Þetta er standlampi nr 2 sem skemmist. Ég held við séum í standlampaálögum. Það er mér í hag að vera í standlampaálögum því þá kemst ég oftar í Ikea til að fá mér sjóðheita cinnamon snúða. Í næstu standlampaferð ætla ég að kaupa mér tvo kassa af cinnamon snúðum, borða einn og frysta hinn til að borða seinna.. slef..kjamms
Við Gummi sluppum út í gær, Lára var svo indæl að passa fyrir okkur, byrjuðum á því að fá okkur að borða á Longhorn Steakhouse og skelltum okkur svo í bíó. Þetta var langþráð frelsi. Hrafnkell svaf blífast allan tímann. Tek því sem þögula hvatningu um að við foreldrarnir eigum að sletta oftar úr klaufunum.
Október byrjaði víst í gær svo og niðurtalning í mömmuheimsókn 23 days to go!
Byrjaði að baka brauð fyrir nokkrum vikum, nú er ekki aftur snúið því brauðið er svo gott þó ég segi sjálf frá. Mig langar til að gefa áhugasömum sælkerum færi á að njóta þeirra lífsgæða sem nýbakað brauð gefur, hér kemur því uppskriftin:

Hollustubrauð
6 dl spelt/ bygg mjöl/ heilhveiti (ég hef notað heilhveiti)
2 dl AB mjólk (Kefir í Whole foods)
4 tsk lyftiduft
1 dl fræ að vild (hörfræ/ sesamfræ /sólkjarnafræ) (ég hef notað hörfræarmjöl (e. flaxseed meal)
3-4 dl vatn
Sett í skál og handhrært (á að vera þykkt eins og hafragrautur)
sett í form með bökunarpappír undir
175°C (c.a 350°F) í 50-60mín

Lestin kemur, lestin fer..
Pöntuðum okkur stóran bjór, mér varð illt í úlnliðnum í hvert sinn sem ég fékk mér sopa
Setti þessa mynd inn fyrir Gumma því honum fannst hún svo töff, og líka fyrir Dodda því hér er ég hress!

sunnudagur, október 01, 2006

Magga i lestinni a leid i BIO