Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

mánudagur, nóvember 26, 2007

Thanksgiving, krakkahittingur og fleira..

Jæja er ekki tími til komin að blogga smá áður en ég fá höfuðverk út frá vöðvabólgunni sem ég er með sökum bloggsamvisku..
Það er nóg að gera með tvo gríslinga en þar sem verðlaunin eru meiri en vinnan þá er útkoman jákvæð gleði;)
Thanksgiving var tekin með stæl hjá Bostonfjölskyldunni með tilheyrandi kalkún og pumpkin pie sem var bæ the way aðalréttur Hrafnkels, minnir að hann hafi torgað heilum þrem sneiðum. Á black Friday svokölluðum, sem er dagurinn eftir Thanksgiving skelltum við okkur svo í mollið. En svona til fróðleiks þá er þessi dagur kallaður föstudagurinn hinn svarti sökum þess að bókhald flestra búða breytist úr mínus rauðum í plús svart.. svo mikil er salan þennan dag.
Var með mömmu og krakkahitting í dag, læt bara myndirnar tala sínu tali.

Hitti prófessorinn minn í dag og við komumst að niðurstöðu að best væri að breyta verkefninu mínu í 8 einingar í stað 4 eins og það var upphaflega þ.a þar með er allri kúrsavinnu minni lokið þann 11.desember og á næstu önn verð ég eingöngu að einbeita mér að lokaverkefninu mínu.

Hrafnkell er að horfa á fjólubláu risaeðluna Barney sem er búin að vera í uppáhaldi síðustu mánuði, Daníel er að þjálfa heilann á leikteppinu og í pottinum kraumar kvöldmaturinn hans Hrafnkels.

Svo vil ég nota tækifærið og óska Ósk, Inga og Markúsi til hamingju með Matthildi en það var verið að skíra litlu prinsessuna síðasta sunnudag.

Tími fyrir myndir:

Íris vinkona kom í heimsókn og gaf strákunum pakka, Hrafnkell fékk þennan geggjaða löggu-legó bíl

Grænmetið sem er sett undir þakkargjörðarkalkúninn

Kalkúninn kominn í fatið og kalkúnameistarinn að smyrja dýrið

Vel roastaður beint úr ofninum namminamm...

Sumir voru ekki í neinu myndastuði þetta kvöldið

Í þá gömlu góðu daga þegar Daníel hafði hár!

Krakkahittingur, Björg, Jóhannes, Ívar, Dóra og Haraldur fremst á myndinni

Lena og Telma litla prinsessan í hópnum

Hrafnkell og Ívar að leika

Jóhannes, 3ja ára í desember

laugardagur, nóvember 03, 2007

Uppfærð Bright Horizon's dagbók

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Halloween party í Sparrow Park