Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, apríl 29, 2006

Road Trip story

Á föstudag lögðum við land undir fót með Dodda, Ásdísi og Zip car. Ferðinni var heitið norður í land, við yfirgáfum Masachusetts fylki og kíktum á hið merka fylki New Hampshire þar sem hægt er að sekta fólk fyrir að líta út fyrir að vera drukkið á almannafæri án nokkurar sannana! Heimsóttum þar hið merka Strawbery bank safn í Portsmouth sem á víst að vera nokkurskonar árbæjarsafn New Hampshire búa. En það var því miður lokað, meira að segja gjafabúðin var lokuð, svo fór sjóferð sú. Heimsóttum svo bæinn Hampton sem er ekki hinn eini sanni sumarleyfisstaður New York búa en mikill sumarleyfisstaður samt sem áður eins og sést á sumarleyfishöllunum sem við festum á filmu þar. Við kíktum þar á hina vinsælu Hampton Beach sem mun án efa fyllast á næstu mánuðum af sólþyrstum ameríkönum. Stefnan var svo tekin yfir í fylkið Maine þar sem hið fræga outlet Kittery er staðsett. Þar var verslað mikið og vel. Hrafnkell vann verslunarkapphlaupið en Doddi fylgdi fast á eftir. Eftir langan dag voru magarnir tómir, fengum okkur dinner á franska veitingastaðnum Cafe Mirabelle í Portsmouth, New Hampshire, ég fékk mér dýrindis svínalundir með sólþurrkuðum tómötum namminamm. Eftir matinn var svo lagt af stað heim eftir frábæran og fróðlegan dag.

Road Trip

"AMERICA RUNS ON DUNKIN"
Því byrjuðum við þar og svo fórum við á McDonalds fyrir Ásdísi
Hampton í New Hampshire er ekkert nema strendur og sumarhús
Við getum ekki verið án Zipcar og Dodda
Við sáum stór hús
og skrítinn hlöðuhús
Hápunktur ferðarinar Strawbery Banke Museum, eða lágpunktur erum ekki alveg viss
Komið var við í Kittery Outlets sem er í Maine og verslað eins og sannir túristar
Hrafnkell keyrði heim
David Blaine og Michael Jackson voru á svæðinu
Kvöldverður á Cafe Mirabelle í Portsmouth
Cafe Mirabelle og Doddi

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Skriðdreki verður til

Fréttir að handan

Fyrst ég er svo latur við að skrifa þá er um að gera að nota allt efni sem maður settur niður á blað. Óla frænka sendi mér tölvupóst um daginn og sagði mér fréttir að heiman og ég tók mig til og svaraði henni. Hér er hluti af því bréfi.

"Já það er frábært að hafa tækifæri að vera með strákinn og vera í fæðingarorlofi, hann er búin að stækka og þroskast mikið á þessum tíma. Ég kann bara mjög vel við mig í húsfeðrahlutverkinu, það verður skrýtið að fara að vinna aftur eftir mánuð og geta ekki verið með Hrafnkeli allan daginn. Það sem kom mér mest á óvart er hversu bundinn maður er og hversu mikill vinna þetta er.

Þessir mánuðir hafa liðið mjög hratt og Magga klárar síðasta prófið þann 27 apríl. Við munum þó ekki koma heim fyrr en í lok maí því við ætlum að nota tímann til að ferðast og svo ætla ég að taka GMAT prófið aftur fyrir einn skóla.

Það má segja að nóg hafi verið að gera síðan við komum fyrir utan daglega rútínu. Í janúar og desember urðum við að leita að íbúð, kaupa innbú og flytja þá var gott að hafa mömmu og pabba til aðstoðar. Í febrúar kom mamma hennar Möggu í heimsókn. Í mars komu Ósk og Ingi í heimsókn. Nú í apríl kom fjölskyldan á Rauðásnum í heimsókn yfir páskana. Inn á milli hef ég verið að sækja um skóla til að næla mér í mastersgráðu í viðskiptum og vinna að innflutningsverkefni fyrir Búr. Hluti af því sem ég flutti inn hafið þið kannski séð auglýst sem sumargjafir í Nettó þ.e. gasgrill og reiðhjól o.fl. Því hefur verið lítið um frítíma til að halla sér aftur og horfa á sjónvarpið.

Ég er ekki búin að fá inn í neinum skóla sem ég hef áhuga á enn, en er á biðlista hjá tveimur Boston University MS·MBA Masters of Science in Information Systems og Bentley MS+MBA Master of Science in Information Technology. Sem er skrýtinn tilviljun því þeir eru einmitt skólarnir sem ég hef mestan áhuga á. Til að auka líkur mínar að komast inn þarf ég að taka GMAT prófið um miðjan maí aftur. Það er samt nokkuð hughreystandi að vera á biðlista því í öðrum skólanum eru einungis 60 á biðlistanum og 160 komust inn og umsækjendur voru í kringum 1200. Því eru um 1000 sem eru verr settir en ég.

Ef ég kemst ekki inn í þá skóla sem ég hef áhuga á haustönn þá verður reynt aftur á vorönn. Það breytir ekki miklu fyrir okkur því að það er hvort sem er svo dýrt að fá gæslu fyrir Hrafnkell hér í Boston að ég get alveg eins verið heima og svo verða jafnvel fleiri verkefni framundan fyrir Búr sem gefa okkur aukatekjur."

Þar hafið þið það.

mánudagur, apríl 24, 2006

Uppréttur homo sapiens

Fyrir nokkrum dögum lækkuðum við rúmið hans Hrafnkels. Ég tel að við höfum með því sent Hrafnkeli skilaboð um að bregðast við. Í morgun vaknaði ég við da, da, da hljóðið sem hann er farin að gefa frá sér og stendur hann ekki stoltur.

sunnudagur, apríl 23, 2006

Til sölu

Til sölu listaverk eftir ónefndan sem ber heitið "Örlagastígur"
Tilboð óskast

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Páskar

Páskagestirnir Helga Valdís, Gummi Anton og Helgi Sigurður farin heim. Hér heldur mitt myndablogg áfram, læt Möggu sjá um langa texta. Frábær vika.
Páskamaturinn í boði Boston market
Til hvers að elda þegar hægt er að fá margréttað, tilbúið og ekta amerískt á aðeins $50 fyrir sex átvögl
Nóg af páskaeggjum í boði Nóa
Máltíð í boði Cheesecake Factory
Strákarnir á leið á leikinn og svo á djammið. Allir aðal staðirnir frá TD Banknorth Garden og heim voru heimsóttir fram til morguns. Eða 2 því þá lokar allt hér. Mæli með Gypsy fyrir single liðið
Pabbarnir með strákunum sínum að róla í garðinum við W Newton St
Helga og Helgi Sigurður á leikvelli við Charles River
Gummi Anton fékk alþrif á skóna
Lunch á 52 hæð á Top of The Hub, ég mæli ekki með Pork Sandwich

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Celtics vs. Nets 14 apríl 2006

Gummi Anton a leiknum

Celtics vs Nets

Hitt og þettaJæja það er aldeilis kominn tími á mig hér, þar sem Tudmundur er ekki að standa sig í stykkinu.
Hef bara smá tíma aflögu til að blogga þar sem ég var að prenta út skýrslu sem ég er að fara að skila eftir hálftíma, en við skelltum okkur á Top of the Hub í hádeginu með gestunum okkar sem eru reyndar að fara að fljúga á klakann í kvöld. Þar fengum við prýðismat og nutum útsýnisins út í ystu æsar.
Litlu frændurnir nældu sér í vírus fyrir nokkrum dögum þar sem þeir eru báður búnir að vera með hita og tilheyrandi suðurgang. En þeir eru báðir hitalausir í dag og virðast allir vera að hressast þótt lystarleysið sé ekki horfið.
Veðrið datt niður í 15 stig sem er gott meðan ég þarf að hanga inni og læra undir próf. En talandi um próf þá klára ég þau núna 27 apríl svo það er ekki langt í að mar geti farið að flatmaga fyrir alvöru í Boston Common garðinum.
Þar sem strákarnir fengu strákakvöld þegar þeir skelltu sér á körfuboltaleik á föstudaginn þá fengum við Helga að sjálfsögðu stelpukvöld á laugardaginn, skelltum okkur á Tapas stað á Newbury street, þar var reyndar lágmarkspöntunargjald á mann $15, við vorum ekki í vandræðum með að toppa það, fórum svo í dömudrykki á Armani Cafe sem já er kaffihús sem er hluti af hinni frægu Armani búð.
Páskadagur var hreint út sagt notalegur, ég lærði mestallan daginn, skaust svo aðeins yfir á Mass ave til að ná í Páskamáltíðina okkar en við keyptum tilbúna máltíð með forrétt, eftirrétt og meðlæti á aðeins 50 dollara já ekkert slor það!
Gestirnir okkar létu freistast aðeins af búðunum en við erum nokkuð viss um að Ósk og Ingi hafi ennþá verslunarvinninginn og við teljum reyndar að þau verði seint toppuð, tja kannski toppa þau bara sjálfan sig hver veit. Og Mamma þú ert s.s í neðsta sæti í verslunarkapphlaupinu og við vonum að þú standir þig betur næst, verkfræðilega þenkjandi menn sjá í fljótu bragði að tengdafjölskyldan mín eins og hún leggur sig deila þar með miðjusætunum.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Myndablogg

Myndir segja meira en mörg orð. Góð afsökun fyrir því að þurfa ekki að skrifa blogg.
Alltaf tími fyrir bita á Bangkok City Restaurant
Keli, Magga, Gummi
Doddi og Ásdís
Fjölskyldan á Rauðásnum er kominn í heimsókn yfir páskana
Pabbarnir á Newbury með strákana sínaViðrað sig í Common

laugardagur, apríl 08, 2006

Love story not gay cowboy movie

Í gær horfðum við á átakanlega ástarsögu. Aðalpersónurnar voru alltaf að veiða en koma aldrei með neina fiska heim úr veiðiferðinni. Magga fékka smá sjokk því að þegar við strákarnir förum að veiða þá komum við aldrei heim með fisk!!!
Ég vill bara minna fólk á að það er eitthvað til sem heitir að sleppa fisknum. Það sem þú borðar ekki áttu að skila. Einnig hef ég aldrei séð Möggu koma með prjónaða peysu eða álíka úr þessum svokölluðu saumaklúbbum.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Uppeldi

Við uppeldi er erfitt að ákveða niðurstöður fyrirfram, þetta eru jú einstaklingar sem við erum bara með að láni. Að lokum ráða þeir sér sjálfir.
T.d. getur Hrafnkell Árni orðið góður leikari eins og þessi eða poppstjarna eins og þessi.
Myndbönd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara hvort sem hann er foreldri eða ekki.

laugardagur, apríl 01, 2006

Veðurblíða

Nú þegar veðrið er orðið svona gott er um að gera að nota tækifærið og njóta lífsins. Læt fylgja með nokkrar myndir frá liðinni viku.

Magga og Keli á Joe´s American þar sem hægt er að fá prýðis Baby Back Pork Rips
Það er gott að birgja sig upp í Target
Gummi að snæða brunch og drekka Heineken á Luigi & Roscoe´s á Newburry. Fyrir þá sem eru einhleypir þá verður 8 minute speed dating haldið þar 19 apríl
Keli og Magga í Boston Common að borða Ben & Jerry´s og sleikja sólina
Kræsingar í boði Dodi og Di (Doddi og Ásdís)