Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Spring break, nýjar myndir og myndband!

Gummi hringdi í mig í skólann í morgun, smjattandi.. á æðibitum. Það kom sending frá íslandi í dag, tengdó var svo yndisleg að senda okkur fullt af íslensku góðgæti, staurar, villiköttur, nóa kropp og trítlar voru meðal þess sem læddist upp úr pokanum. Nokkrir íslenskir fánar og svo auðvitað bók handa litla aðalprinsi sem við lásum fyrir svefninn í kvöld. Takk fyrir okkur tengdó, vona bara að ég þurfi ekki tvö sæti þegar ég flýg heim í vor... úff mér er illt í sykurmallanum mínum.

Spring break byrjaði hjá mér í dag og verður út næstu viku, mæti ekki í tíma næst fyrr en 12.mars, en það þýðir samt ekki að ég geti slappað af, nóg að gera í lokaverkefninu, tími til kominn að byrja forritunina, urrr.. hljómar jafn illa fyrir mér og ykkur, forritun hefur aldrei verið mín sterka hlið en maður neyðist víst til að ryðjast í gegnum þetta. Verst ég geti ekki fengið forritunarheilann hans Begga bró lánaðan, þá tæki ég þetta í aðra nösina!

Já svo er ég búin að leysa auglýsingavandamálið mitt, ég sem sagt haaata auglýsingar í tv-inu, en ég hef fundið hina ultimate lausn.. mynd í mynd! Ég sem sagt set friends disk í dvd spilarann og þegar það koma auglýsingar set ég yfir á friends og nota mynd í mynd tæknina til að fylgjast með hvenær þátturinn minn (sem er Idol by-the-way) byrjar aftur eftir auglýsingar ;)

Var að spjalla við Vivek bekkjarfélaga minn frá Indlandi, hann er með græna kortið því konan hans er u.s citizen og hann verður ríkisborgari eftir tvö ár. Eeen hann vissi ekki alveg hvar Ísland væri, hélt það væri í karabíska hafinu, nei ekki svo gott. Hann saknar Indlands hann sagðist vera einmanna hér og honum er ofsalega kalt, æji ég fann soldið til með honum. Hann á 4 mánaða son sem hann hugsar nánast alfarið um þar sem konan hans vinnur fullan vinnudag til 8 á kvöldin, já það hafa það ekki allir eins gott og við á Íslandi, köldustu eyjunni í karabíska hafinu.

En það er annars bara farið að hlýna hér í Bossalandi held það hafi farið í heilar 4+ í morgun og ef vel var að gáð sást glitta í menn í stuttermabolum, þetta eru soddan klakar sem búa hérna.

Að lokum ítreka ég nýjar myndir og púslmyndband fyrir þolinmóða á barnaneti.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Allt á kafi aftur!

Bolludagurinn var tekin með stæl

Hrafnkell hefur tekið upp múslimatrú

Í snjókomunni, líklega þeirri síðustu þennann veturinn

Já það er ennþá nístingskuldi hér í Boston en fréttir herma að hitinn sé bara á leiðinni upp á við, en hversu hratt fylgir ekki sögunni.
Hér er allt búið að ganga sinn vanagang, dagurinn gengur út á að læra, leika og liggja í leti til skiptis.
Gummi skrapp til NY um daginn yfir helgi og á meðan passaði Lára okkur Hrafnkel, færum við henni kærar þakkir fyrir.
Hrafnkell er alveg í essinu sínu á leikskólanum, hann á það jafnvel til að brosa til fóstranna þegar hann sér þær og það koma bara tár í annað hvert skipti sem hann er skilinn eftir. Hvað er svosem annað hægt þegar hann á svona skemmtilega foreldra.
Hann fékk svo fullan poka af valentínusarkortum (mega amerískt) með tilheyrandi sleikjó og m&m sem mútta gamla reif í sig á leiðinni heim.
En við bostonfjölskyldan bíðum spennt eftir að litla frænka komi í heiminn, en leigutími hennar rennur víst út þann 18.mars, og heyrst hefur að framlenging leigusamnings sé ekki til umræðu.
En við höfum sagt upp okkar leigusamning hér á 60 Saint Germain st. og hafin er leit að íbúð með tveim svefnherbergjum. Tími til kominn að unglingurinn á heimilinu fái sér herbergi. Svo verður líka gaman að geta rétt út hendurnar án þess að rekast í vegg..
Það var hvítt yfir öllu þegar við vöknuðum í fyrradag kl .06:50 og við Hrafnkell vorum ekki lengi að nýta okkur tækifærið og skelltum okkur í Sparrow park með $10 þotuna og skelltum upp einum snjómanni í tilefni dagsins. Fyndnastur var samt hundurinn "King" sem við hittum, Hrafnkell skellti uppúr í hvert skipti sem King greip snjóbolta með kjaftinum.
Lára bauð okkur í alíslenksar fiskibollur í dós í fyrradag, ég borðaði auðvitað á mig gat, enda brögðuðust þær eins og besta steik.
Hittum svo Guðjón Elmar gamlan skólafélaga Gumma og konu hans hana Jórunni í Lunch í fyrradag, það var einstaklega ánægjulegt og þar sem Jórunn er fóstra sem býr í Hafnarfirði gátum við aldeilis spjallað um kosti og galla leikskólanna í Hafnarfirði og ég held ég sé bara búin að velja mér leikskóla fyrir Hrafnkel en hann er með græna fánann og er þar af leiðandi voðalega umhverfisvænn. Er auðvitað búin að gleyma hvað hann hét -berg eitthvað en hann er staðsettur í norðurbænum.
Annars gengur okkur bara vel í skólanum, dagarnir nýtast sérstaklega vel þegar Hrafnkell litli er í leikskólanum.
Annars er ég farin að bíða heldur óþreyjufull eftir sumarveðrinu, það er svo mikill farangur sem fylgir manni í svona kulda, húfa vettlingar, trefill og flís..

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Juror Service & New York

Fékk þetta í pósti um daginn, kerfið ekki alveg að virka hér í USA. Það væri ekki leiðinlegt að sitja í kviðdómi og dæma einhvern í grjótið. Verst að ég er ógildur.

Fór til New York um síðustu helgi að hitta þessa og aðra.

Var að skanna inn nýjar síður úr leikskóladagbók Hrafnkels.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Fallega fólkið og Justin

Svo við getum loksins lokað Justin umræðunni þá ákvað ég að setja inn myndir af fallega fólkinu svona rétt til að toppa herlegheitin. Svo fylgir ein mynd af ''crowdinu'' sem þið verðið að stækka upp til að átta ykkur á fjöldanum sem var þarna samankomin.

Ég og Lára

Lára og Kristín

Ásdís að laga varalitinn fyrir JT

Fjöldinn í höllinni, svona var þetta allan hringinn, ýtið á mynd til að stækka

Jóel, Doddi og Ásdís

Fólkið sem þarf ekki að kynna

Strákurinn sem sat fyrir framan okkur, þetta virtust vera skýr skilaboð til okkar Láru þar sem við vorum báðar að fara í próf daginn eftir.

Úlfur úlfur

Maður hefði átt að gera meira grín af veðrinu í gær. Fór út í morgun að sækja bílinn, snjóskaflar í kringum hann sem ekki er hægt að moka því skaflarnir eru frosnir og líkari grjóti. Og dekkinn eru föst í 20cm klaka. Það er skautasvell undir bílnum. Byrjaði að moka eða réttara sagt að berja. Gekk illa, gafst upp. Látum móður náttúru sjá um þetta yfir helgina. Vonandi.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Meiri blog

Fyrst að það er enginn skóli vegna veðurs er alveg eins hægt að nota tímann í annað. Var að fá þær gleðifréttir að ég þarf ekki að taka stöðupróf í þremur áföngum í sumar. Vegna nýrra reglna í skólanum fæ ég þá metna án vandræða. Það besta er að ég byrjaði að læra fyrir eitt prófið í jólafríinu og gafst upp, loksins borgaði það sig að vera latur.
Aðrar fréttir eru þær að ég er að fara í námsferð til Kína í tvær vikur í júní á vegum Bentley með 14 öðrum nemendum og prófessor Shiping Zheng. Ferðin jafngildir einum áfanga. Farið verður til Beijing, Xi'an, Suzhou og Shanghai. Þessi ferð er í samstarfi við Peking University og munum við heimsækja Peking Háskóla, fyrirtæki, sækja fyrirlestra, og skoða áhugaverða staði. Takmarkið er að læra um kínverskt viðskiptalíf. Dagskráin er þéttsettin alla daga. Engar áhyggjur, ég verð kominn heim fyrir brúðkaupið þitt Helga systir.

Fyrsti snjórinn í Boston

Já í nótt byrjaði að snjóa, loksins. Við feðgarnir, Pat og Rhodes vorum ekki lengi að hlaupa út til að prófa snóþotuna sem við keyptum fyrr í vetur en höfum aldrei fengið tækifæri til að nota. Strákarnir skemmtu sér konunglega enda fyrsti snjórinn sem þeir hafa leikið sér í á sinni ævi.
Já það snjóar nokkuð vel og smá vindur en ekkert til að hafa áhyggjur af. Best fannst mér þó e-mailið sem ég fékk frá Bentley rétt í þessu það sem tilkynnt var að allir tímar eftir 13.00 yrðu feldir niður.
"Bentley Facilities has informed me that they are having difficulty maintaining acceptable conditions on our roads, walkways and parking lots due to icing. Accordingly, we feel it is necessary to close the college at 1PM."
Það eru nýjar myndir á barnanet.is, hér eru smá sýnishorn.


þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Justin at the Garden

Hér er video og nokkrar myndir sem við tókum á FutureSex/LoveShow







sunnudagur, febrúar 11, 2007

Hrafnkell skrifar...

Sæl öll,
það er alveg kominn tími á það að ég yfirmaður heimilisins skrifi eitthvað á þetta blessaða blogg þar sem þetta eru nú aðalega aðdáendur mínir sem stoppa hér við.
Mig langar að segja ykkur stuttlega frá síðustu dögum í mínu afdrifaríka lífi.
Síðasta miðvikudag fékk ég í fyrsta sinn að gista heima hjá vini mínum honum Rhodes sem býr í götunni minni. Mamma og pabbi röltu með mér yfir um 7 leytið Pat og Amber mamma og pabbi Rhodes tóku á móti mér, ég bjóst nú ekki við að hitta Amber því hún átti að vera í skólanum til 9:30 en þegar hún tók á móti mér opnum örmum sagðist hún hafa skrópað í skólann til að missa ekki af þessu einstaka tækifæri að fá að passa mig. Ég hljóp beint inn til Rhodes og fór að leika í þrusu skemmtilega dótinu hans. Ég var alveg eins og engill allt þangað til ég sofnaði um hálf níu leytið. Þegar Mamma og pabbi komu svo og sóttu mig um eitt leytið um nóttina þá heyrði ég í gegnum svefnrofann að Pat og Amber voru þvílikt að hrósa mér fyrir tónlistargáfu mína, ég var nefnilega duglegur að sýna þeim snilli mína á píanóinu.
Undanfarið hef ég verið soldið latur að borða kvöldmatinn minn en svo gróf mamma upp íslenskt lambakjöt í frystinum og eldaði fyrir mig kjötsúpu sem ég borðaði með bestu lyst og meira að segja nokkrar skeiðar aleinn ef mamma fyllti hana fyrir mig.
Eftir það hef ég verið duglegur að borða þorskinn og laxinn minn og þá fæ ég líka eftirrétt í verðlaun, hálfann banana eða mangó namminamm. En uppáhaldsmaturinn minn er samt pastaskrúfur í pastasósu ala Markús, það borða ég líka aleinn með alvöru gaffli og guðsgöflunum til skiptis.
Ég er alltaf að benda á hluti og þá eiga allir að segja mér hvað hlutirnir heita, geri þetta sérstaklega mikið þegar ég er að lesa bækur svo er ég babblandi mína Hrafnkelsku daginn út og inn. Svo gerðist það um daginn að pabbi skrapp inn í búð meðan við mamma biðum út í bíl og svo skyndilega segir mamma við mig: Hrafnkell, við gleymdum að segja pabba að kaupa hafragraut! Meðan mamma hringir í pabba stend ég gjörsamlega á öndinni, var svo æstur að hrópa nýja orðið mitt: Haggagu! Haggagu! Haggagu! og pabbi sagði strax við mömmu er Hrafnkell að segja Hafragrautur, hann heyrði það sko í gegnum símann enda var það ætlunin hjá mér.
Svo líka um daginn þegar við fjölskyldan vorum að snæða hádegismat þá allt í einu upp úr þurru spenni ég út vísifingurinn beint í áttina að pabba og segi hátt og snjallt: Pabba! Brosti svo eins og sannur jólasveinn meðan crowdið fagnaði með þessu þvílíka klappi. Svo kann ég alveg að segja mamma nota það bara þegar mig vantar eitthvað, þá bendi ég á hlutinn og segi mamma-mamma-mamma... alveg þangað til þjónninn hlýðir.
Uppáhaldsleikföngin mín þessa dagana eru púslin mín, enda rjúka alltaf upp þessi þvílíku fagnaðarlæti þegar ég púsla en ef enginn horfir þá sé ég bara um þetta sjálfur og klappa fyrir sjálfum mér eftir hvert púsl. Ég er líka algjör kubbari og kubba með stóru kubbunum mínum turn sem er hærri en ég og nýt þess svo að henda honum í gólfið og segja daaaa (ég týndi t-inu mínu einhversstaðar).
Mér finnst líka miklu skemmtilegra ef einhver annar en mamma og pabbi klappa fyrir mér um daginn var ég svo heppinn að ég fékk klapp frá ömmu minni alla leið frá Íslandi, það var rosalegt fjör, amma horfði á mig í gegnum vefmyndavélina og svo horfði ég á ömmu í gegnum hennar vefmyndavél og hún var bara risastór á skjánum fyrir framan mig og svo púslaði ég, og alltaf klappaði amma, brjálað fjör.
Langar að enda þennann pistil á því að segja hvað mér finnst gaman að herma eftir honum pabba mínum, ef pabbi strýkur mömmu á bakið þá hleyp ég til og strýk mömmu líka á bakið, fyrir þá sem ekki vita þá er pabbi mjög hrifinn af að horfa á sig í speglinum og greiða í gegnum hárið sitt með höndunum, alltaf þegar ég lít í spegilinn inni í herbergi sem nær niður í gólf passa ég að strjúka aðeins yfir hárið mitt.

Jæja ég er búin að skrifa rosalega mikið hef fullt meira að segja en verð bara að geyma það þangað til næst. Njótið myndanna sem Amber tók af okkur Rhodes.

Knús og fruss,
Hrafnkell Árni Beetoven

Rhodes að kenna mér á dótið sitt

Young Beetoven að spila á píanóið

Skellihljæjandi eins og mér er einum lagið

Rhodes og Ég

Svo borgaði ég fyrir pössunina með því að ryksuga alla íbúðina

posted by Hrafnkell

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Justin

Rétt tæpir 5 tímar..


..þangað til ég mun verða svo fræg að líta goðið mitt berum augum.
Vildi bara láta fólk vita svo það geti verið með mér í anda, eða okkur ég er víst að fara með fullt af fólki.
Pat pabbi hans Rhodes ætlar að passa litlu Kelarófu á meðan foreldrarnir missa röddina í höllinni.
Fyrirpartý verður hér á Saint Germain og það verður bjór og pizza til að seðja hungrið. Verst að við eigum ekki íslenskt nammi í eftirrétt en við kláruðum það áður en það komst upp úr töskunum hans Begga.. minni ennfremur á ammælið mitt þann 19.mars væri alveg til í að fá íslenskt nammi í afmælispappír. Held að afmælispappír hrekji frá óprúttna nammigráðuga póstmenn sem stela annarra manna nammi.. "%/&(%#$ þessi merki eiga að þýða að ég sé reið.

Posted by magga..

sunnudagur, febrúar 04, 2007