Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Spring break, nýjar myndir og myndband!

Gummi hringdi í mig í skólann í morgun, smjattandi.. á æðibitum. Það kom sending frá íslandi í dag, tengdó var svo yndisleg að senda okkur fullt af íslensku góðgæti, staurar, villiköttur, nóa kropp og trítlar voru meðal þess sem læddist upp úr pokanum. Nokkrir íslenskir fánar og svo auðvitað bók handa litla aðalprinsi sem við lásum fyrir svefninn í kvöld. Takk fyrir okkur tengdó, vona bara að ég þurfi ekki tvö sæti þegar ég flýg heim í vor... úff mér er illt í sykurmallanum mínum.

Spring break byrjaði hjá mér í dag og verður út næstu viku, mæti ekki í tíma næst fyrr en 12.mars, en það þýðir samt ekki að ég geti slappað af, nóg að gera í lokaverkefninu, tími til kominn að byrja forritunina, urrr.. hljómar jafn illa fyrir mér og ykkur, forritun hefur aldrei verið mín sterka hlið en maður neyðist víst til að ryðjast í gegnum þetta. Verst ég geti ekki fengið forritunarheilann hans Begga bró lánaðan, þá tæki ég þetta í aðra nösina!

Já svo er ég búin að leysa auglýsingavandamálið mitt, ég sem sagt haaata auglýsingar í tv-inu, en ég hef fundið hina ultimate lausn.. mynd í mynd! Ég sem sagt set friends disk í dvd spilarann og þegar það koma auglýsingar set ég yfir á friends og nota mynd í mynd tæknina til að fylgjast með hvenær þátturinn minn (sem er Idol by-the-way) byrjar aftur eftir auglýsingar ;)

Var að spjalla við Vivek bekkjarfélaga minn frá Indlandi, hann er með græna kortið því konan hans er u.s citizen og hann verður ríkisborgari eftir tvö ár. Eeen hann vissi ekki alveg hvar Ísland væri, hélt það væri í karabíska hafinu, nei ekki svo gott. Hann saknar Indlands hann sagðist vera einmanna hér og honum er ofsalega kalt, æji ég fann soldið til með honum. Hann á 4 mánaða son sem hann hugsar nánast alfarið um þar sem konan hans vinnur fullan vinnudag til 8 á kvöldin, já það hafa það ekki allir eins gott og við á Íslandi, köldustu eyjunni í karabíska hafinu.

En það er annars bara farið að hlýna hér í Bossalandi held það hafi farið í heilar 4+ í morgun og ef vel var að gáð sást glitta í menn í stuttermabolum, þetta eru soddan klakar sem búa hérna.

Að lokum ítreka ég nýjar myndir og púslmyndband fyrir þolinmóða á barnaneti.

1 Comments:

At 1/3/07 14:56, Anonymous Nafnlaus said...

Ef það er eitthvað sem Bandaríkjamenn kunna að gera þá eru það leiðinlegar auglýsingar. Endalaust verið að auglýsa lyf við hinu og þessu og lögfræðiaðstoð við hinu og þessu.

Annars bið ég að heilsa Vivek.

 

Skrifa ummæli

<< Home