Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Fyrsti snjórinn í Boston

Já í nótt byrjaði að snjóa, loksins. Við feðgarnir, Pat og Rhodes vorum ekki lengi að hlaupa út til að prófa snóþotuna sem við keyptum fyrr í vetur en höfum aldrei fengið tækifæri til að nota. Strákarnir skemmtu sér konunglega enda fyrsti snjórinn sem þeir hafa leikið sér í á sinni ævi.
Já það snjóar nokkuð vel og smá vindur en ekkert til að hafa áhyggjur af. Best fannst mér þó e-mailið sem ég fékk frá Bentley rétt í þessu það sem tilkynnt var að allir tímar eftir 13.00 yrðu feldir niður.
"Bentley Facilities has informed me that they are having difficulty maintaining acceptable conditions on our roads, walkways and parking lots due to icing. Accordingly, we feel it is necessary to close the college at 1PM."
Það eru nýjar myndir á barnanet.is, hér eru smá sýnishorn.


1 Comments:

At 14/2/07 13:23, Blogger Lara Gudrun said...

ohh mig langar líka út að leika í snjónum... takið mig með næst :)

 

Skrifa ummæli

<< Home