Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, október 18, 2007

Ömmu heimsókn í fleirtölu..

Já það er sko búið að vera fjör á bæ hér á St. Germain street síðustu vikurnar. Fyrir tveimur vikum síðan lentu hér tvær ömmur, þær Amma Ása og langamma Jana. Amma Ása er farin eftir að hafa knúsað strákan sína í kaf og já síðast en ekki síst farið með skærin sín fínu í gegnum hár allra í fjölskyldunni;). Eftir situr Langamma strákanna til að hjálpa okkur Gumma með gríslingana okkar út mánuðinn. Við erum aldeilis búin að nýta dagana vel til að læra hvað er svo sem annað hægt þegar Langamma Au Pair passar ekki bara börnin heldur eldar líka þessa yndislegu kjötsúpu og svo heitar lummur í eftirrétt namminamm.. já það er ekkert víst að langamma komi aftur heim strax.. hún var eitthvað að tala um að hún væri búin að týna passanum... hmmm?

Hér koma svo tvær myndir frá síðustu dögum Bloggerinn er eitthvað bilaður og hann neitar að setja inn fleiri myndir, en ég set þær inn við tækifæri:Langamma Jana alltaf í boltanum;)
Jólamáltíð í október namminamm..

2 Comments:

At 22/10/07 03:31, Anonymous Nafnlaus said...

Jej gaman að fá fréttir af ykkur. Mikið eruð þið heppin að hafa svona frábæra aupair út mánuðinn, það léttir án efa mikið undir ;). Jæja nú eru bara rúmar 3 vikur í Bostonferðina og er maður orðin ansi spenntur, búin að gera verslunarlista og kaupa dollrara :p.
Bestu kveðjur til allra,
Íris og co

 
At 22/10/07 04:59, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ elskurnar!
Enn hvað er gaman að heyra fréttir. Mikið hlýtur að vera notalegt hjá ykkur með löngu. Vona að húsfreyjurnar á heimilinu séu að hressast. Knús frá okkur.

 

Skrifa ummæli

<< Home