Hrafnkell að skoða bækur
Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston
Það lítur út fyrir að erfinginn sé búin að yfirtaka blogsíðuna. Það eru ekkert nema myndir af honum sem birtast hér. Hann lætur barnanet ekki duga vill líka fara að skrifa blog. Annars er ekkert til sem heitir of margar myndir af prinsinum.
Við Hrafnkell höfum verið að lesa ljóðabókina ÓÐHALARINGLA eftir Þórarinn Eldjárn. Þessi bók er stórskemmtileg og ljóðinn hvort öðru betri. Læt fylgja með tvö uppáhaldsljóðin okkar (a.m.k. mín).
Ég keypti tannkrem í Whole foods um daginn sem inniheldur íslenskan mosa, nú þegar ég bursta mig á kvöldin finnst mér ég vera úti í náttúrunni, því ekki er það einungis mosagrænt á litinn heldur kemur það með þessum ferska náttúruilm líka.
Síðustu dagar hafa verið nokkuð pakkaðir hjá okkur, Gummi er búinn að vera þessa vikuna mikið í skólanum sínum á hinum og þessum fundum, kokteilum og kvöldverðum og er rétt í þessu staddur á einhverskonar carrier námskeiði til hádegis.