Road Trip story
Á föstudag lögðum við land undir fót með Dodda, Ásdísi og Zip car. Ferðinni var heitið norður í land, við yfirgáfum Masachusetts fylki og kíktum á hið merka fylki New Hampshire þar sem hægt er að sekta fólk fyrir að líta út fyrir að vera drukkið á almannafæri án nokkurar sannana! Heimsóttum þar hið merka Strawbery bank safn í Portsmouth sem á víst að vera nokkurskonar árbæjarsafn New Hampshire búa. En það var því miður lokað, meira að segja gjafabúðin var lokuð, svo fór sjóferð sú. Heimsóttum svo bæinn Hampton sem er ekki hinn eini sanni sumarleyfisstaður New York búa en mikill sumarleyfisstaður samt sem áður eins og sést á sumarleyfishöllunum sem við festum á filmu þar. Við kíktum þar á hina vinsælu Hampton Beach sem mun án efa fyllast á næstu mánuðum af sólþyrstum ameríkönum. Stefnan var svo tekin yfir í fylkið Maine þar sem hið fræga outlet Kittery er staðsett. Þar var verslað mikið og vel. Hrafnkell vann verslunarkapphlaupið en Doddi fylgdi fast á eftir. Eftir langan dag voru magarnir tómir, fengum okkur dinner á franska veitingastaðnum Cafe Mirabelle í Portsmouth, New Hampshire, ég fékk mér dýrindis svínalundir með sólþurrkuðum tómötum namminamm. Eftir matinn var svo lagt af stað heim eftir frábæran og fróðlegan dag.