Tja eða kannski meira morgunhani þar sem Hrafnkell neitar að snúa sólarhringnum við í einum svipan og vekur okkur foreldrana á slaginu 5, vonaðist nú til í nótt að þetta yrði allavega 6 þar sem hann lognaðist út af kl 19:00 í gærkveldi en nei nei fram vill hann klukkan 5 þrátt fyrir kolniðarmyrkur. Nú er klukkan 6:12 og ekki annað í stöðunni en að blogga smá meðan feðgarnir kíkja á næturdagskrána í sjónvarpinu.
Við höfum tekið upp úr töskunum og nú er stefnan tekin á Ikea og Home depot á næstu dögum þar sem okkur vantar standlampa í stofuna og svo ætlum við eitthvað að innrétta svalirnar okkar.
Ásdís og Doddi horfðu með okkur á Supernova úrslitin í gær þar sem þeim vantar enn tvo mikilvægustu hluti heimilisins: Sjónvarp og Sófa.
Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir af því þær segja víst meira en mörg orð:
Á leið í búðina að versla í matinn
Diskinn og skeiðina náði hann sjálfur í upp úr ferðatöskunni hlammaði hann sér svo á ganginn og var í því að pota skeiðinni ofaní diskinn og stinga henni svo upp í sig, hann er greinilega pent að láta okkur vita að hann geti þetta alveg sjálfur.