Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

þriðjudagur, mars 28, 2006

Myndbönd

Myndböndin á síðunni hans Hrafnkels hafa verið minnkuð því er fljótara að niðurhala þeim. Mæli sérstaklega með róló, leikfanga og jólaseríu myndböndunum. Einnig eru komnar enn fleiri myndir inn.

Róló og bað

föstudagur, mars 24, 2006

F.Y.I.

Vorum að setja inn nýjar myndir af Hrafnkeli. Það er ótrúlegt hvað hann hefur þroskast mikið í mars mánuði, ætli það sé ekki afmælisgjöfin til mömmu hans. Út af framförunum er mars mánuður stærsta albúmið hingað til og fer bara stækkandi. Það verður erfitt að toppa mars mánuð.

Staðreyndir um Kela:
-Er farin að sofa 19-7
-Borðar 4 máltíðir á dag
-Er kominn með tvær tennur sem sjást vel
-Burstar tennurnar tvisvar á dag
-Er kominn upp á fjórar fætur
-Ruggar sér fram og til baka
-Veit ekki alveg hvað hann á að gera næst
-Fer reglulega út á rólóvöll að róla
-Getur haldið á litlum bolta með annari
-Bíður spenntur eftir ruslpótinum sem kemur á fimmtudögum til að hrista og rífa
-Er mjög forvitinn

sunnudagur, mars 19, 2006

BANGKOK CITY RESTAURANT

Í tilefni afmælisdags Möggu fórum við á einn af uppáhalds staðnum okkar hér í Boston. Þar klikkar maturinn né andrúmsloftið ekki.
Er einnig að setja inn nýjar myndir á síðuna hans Hrafnkels.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Export

Kallinn hefur klárað fyrsta Export verkefnið. Gámarnir eru í Norður Atlandshafi í þessum töluðu orðum. Læt fylgja nokkrar myndir með þegar gámarnir voru fylltir.
Kevin og Carlos að hlaða

Hluti af vörunum og John að telja. Hann var allan daginn að telja því ég truflaði hann svo oft og hann man ekki hvert hann var kominn!
Mike á lyftaranum. Hann var ekki með lyftarapróf!

miðvikudagur, mars 15, 2006

Keli a starbucks

GÁTA mynd2

GÁTA mynd1

Guli ranninn er hvað?

mánudagur, mars 13, 2006

Hrafnkell að róla í fyrsta sinn

laugardagur, mars 11, 2006

Sumarið er komið, eða allavega vorið

Veðrið er aldeilis byrjað að leika við okkur Bostonbúa og nú er bara dagaspursmál hvenær ég get farið að læra undir tré eins og mig hefur alltaf dreymt um. Hér eru nokkrar myndir af blíðviðrinu sem skall á í gær.

Hrafnkell húfulaus í Boston Common garðinum
Gummi gat verið á stuttermum og matsölustaðir opnuðu út!

föstudagur, mars 10, 2006

Til hammó Beggi bró

Já næsta haust mun akkúrat 40% af gömlu Brekkuhvammsdýrunum verða búsett í Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem Beggi bró var að fá Já með stóru Joði inn í Cornell, svo þegar mamma heimsækir okkur þá hækkar talan í 60%, er ég ekki flink með tölur? Lærði þetta í verkfræðinni!
Eins og sést í commenti hér að neðan þá ætlaði Beggi að dansa stríðsdans Indíána ef hann kæmist inn í Cornell, við bíðum spennt eftir myndum af þeim atburði, Ester við treystum á þig og fínu myndavélina þína!
Það tekur c.a 6 tíma akstur frá Boston til Cornell, þ.a mamma, þú getur tekið heimsóknina í einni ferð. Læt hér fylgja eina mynd frá Cornell Háskóla í tilefni dagsins.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Farinn á Barinn

Já við Ósk létum okkur sko ekki vanta á barinn, fengum okkur kokteil að nafni "Bahama Mama" hann inniheldur Malibu, segir það ekki bara allt sem segja þarf, nammihamminamm..
Þessi kokteill minnti óneytanlega mikið á Sanfrancisco sem vakti upp eldgamlar minningar af Saga-bar!
Læt fljóta með myndir af dívunum, og ekki gleyma að taka eftir fínu fínu nöglunum, haba haba!

mánudagur, mars 06, 2006

Túristadagar í Boston

Já það er ekki hægt að segja að við séum búin að sitja auðum höndum síðustu daga, á laugardag drógum við Ósk og Inga úr Downtown Crossing og tókum þau með okkur í Beacon hill og sýndum þeim aðalgötuna þar, Charles street sem enginn Boston heimsækjari má láta fram hjá sér fara. Hvíldum okkur á göngunni og fengum okkur Brunch á Beacon Hill Hotel & Bistro, næst þegar við förum þangað getur Gummi sagt: Yes, the usual for me thanks! Ingi lenti í Fear Factor atriði þar sem hann fékk snigil í salatið sitt, þjónunum fannst þetta mjög eðlilegt þar sem þetta var lífrænt ræktað salat en þeir sáu á Inga að hann var ekki alveg tilbúinn að borða dýrið og því fékk hann frían bjór í skaðabætur.
Á Sunnudag fórum við með túrarana í Prudential og Copley mall, en þegar kortin hjá þeim voru rétt að hitna brugðum við Ósk okkur í nagla og fótsnyrtingu á Fantasy Nails á Mass Ave, komum þaðan út eins og mestu dívur að sjálfsögðu.
Hittumst svo öll á 60 Saint Germain Street og þar var Ósk bitin af engum öðrum en Hrafnkeli litla, já fyrst tönnin er búin að brjóta sér leið í neðri góm og þar sem Ósk fann tönnina skuldar hún honum tannfé, var að ræða við Hrafnkel áðan og hann ætlar að kaupa sér nammi fyrir allan peninginn..
Skelltum okkur þvínæst í sightseeing túr um Northeastern og South End í þessari bongóblíðu, og svo í allsherjar matarmarathon á Cheescake, þ.e for- aðal- og eftirrétt, tek það fram að normal íslendingur verður saddur strax eftir forréttinn. Eftir matinn horfðum við á Óskarinn í beinni en Inga fannst alveg nóg að horfa bara á Ósk... hahahahaaa og fór því á pöbbarölt með Gumma.

Nokkrar staðreyndir um Boston í lokin:

- Í Boston er töff að vera með barta
- Gummi vill vera töff og er því að safna
- Match er aðal uppabarinn í Boston
- Við Gummi fórum einu sinni á Match en flúðum hávaðann eftir 10mín
- "Boston" Rob stundar Match
- Bostonbúar halda ekki vatni yfir bílstólakerrunni okkar
- Bostonbúar verða rosalega sárir þegar ég segi þeim að kerran sé frá Hollandi
- Bostonbúar verða aftur glaðir þegar ég segi þeim að kerran sé keypt á E-Bay
- Bostonbúum finnst barnavagninn okkar vera risastór "Off Road" vagn

Eftirrétturinn mættur á Cheescake
Við Ósk fórum að sjálfsögðu í French pedi og mani
Ósk sýnir glamúrinn!
Ég í nuddi hjá manninum á bak við tjöldin!
Á leið í Prudential mall í gegnum Sheraton
Hrafnkell að káma gluggann á Beacon hill hotel og Bistro

sunnudagur, mars 05, 2006

Ingi i pool

laugardagur, mars 04, 2006

Ósk þrjósk og Ingi á þingi


Já það voru sko fagnaðarfundir í gær þegar Ósk og Ingi lentu í Boston!
Miðað við nammi og gjafaflóðið sem kom með þeim sem held ég bara að hafi verið meira en flóðið sem kom með mömmu í febrúar, get ég ekki sagt annað en að Helga og Gummi eru undir mikilli pressu að toppa það í apríl hmmm... alltaf gott að gefa smá hvatningu.
Helga! Mig langar í saltlakkrís og Gumma langar í Nóa hlaup.
Já við gátum ekki annað en sent Ósk og Inga beint í búðirnar, eru núna í þessum skrifuðu orðum að eyða sparifénu í Macy's og Filene's í Downtown Crossing!
Var að tala við Ósk í símanum og hún hefur fundið móðurskipið sitt þ.e Macy's!
Markús! Vertu viðbúinn stöðugum fataskiptum þegar foreldrar þínir koma heim og jafnvel nokkrum tískusýningum!
Lífsgæði Hrafnkels bötnuðu til muna þegar Ósk og Ingi komu í gær þar sem þau keyptu fyrir okkur Tripp Trapp stól og fluttu hann með sér út hægt er að sjá myndir á barnaneti þegar stóllinn var vígður í morgun við mikil fagnaðarlæti!
Jæja ætlum að fara að hitta verslunaríslendingana í lunch.
blessiless..

p.s Mamma takk fyrir tannþráðinn

Já það er sko kalt í Boston!

Síðbúinn Bolludagur í Boston


Já það þýddi ekkert annað en að halda Bolludag í Boston þótt seint væri, tveim dögum á eftir áætlun. Þar sem við Gummi erum bolluætur með meiru en samt alltaf í hollustunni fórum við í Whole food market og versluðum hráefni í lífrænt ræktaðar Bollur. Mamma sendi okkur að sjálfsögðu uppskriftina af hinum rómuðu mömmu-bollum og miðað við frumraun mína í bollugerð þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég opni bollubakarí hér í Boston, skíri það kannski Mama's Buns!