Myndbönd
Myndböndin á síðunni hans Hrafnkels hafa verið minnkuð því er fljótara að niðurhala þeim. Mæli sérstaklega með róló, leikfanga og jólaseríu myndböndunum. Einnig eru komnar enn fleiri myndir inn.
Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston
Myndböndin á síðunni hans Hrafnkels hafa verið minnkuð því er fljótara að niðurhala þeim. Mæli sérstaklega með róló, leikfanga og jólaseríu myndböndunum. Einnig eru komnar enn fleiri myndir inn.
Vorum að setja inn nýjar myndir af Hrafnkeli. Það er ótrúlegt hvað hann hefur þroskast mikið í mars mánuði, ætli það sé ekki afmælisgjöfin til mömmu hans. Út af framförunum er mars mánuður stærsta albúmið hingað til og fer bara stækkandi. Það verður erfitt að toppa mars mánuð.
Kallinn hefur klárað fyrsta Export verkefnið. Gámarnir eru í Norður Atlandshafi í þessum töluðu orðum. Læt fylgja nokkrar myndir með þegar gámarnir voru fylltir.
Veðrið er aldeilis byrjað að leika við okkur Bostonbúa og nú er bara dagaspursmál hvenær ég get farið að læra undir tré eins og mig hefur alltaf dreymt um. Hér eru nokkrar myndir af blíðviðrinu sem skall á í gær.
Já næsta haust mun akkúrat 40% af gömlu Brekkuhvammsdýrunum verða búsett í Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem Beggi bró var að fá Já með stóru Joði inn í Cornell, svo þegar mamma heimsækir okkur þá hækkar talan í 60%, er ég ekki flink með tölur? Lærði þetta í verkfræðinni!
Já við Ósk létum okkur sko ekki vanta á barinn, fengum okkur kokteil að nafni "Bahama Mama" hann inniheldur Malibu, segir það ekki bara allt sem segja þarf, nammihamminamm..
Já það er ekki hægt að segja að við séum búin að sitja auðum höndum síðustu daga, á laugardag drógum við Ósk og Inga úr Downtown Crossing og tókum þau með okkur í Beacon hill og sýndum þeim aðalgötuna þar, Charles street sem enginn Boston heimsækjari má láta fram hjá sér fara. Hvíldum okkur á göngunni og fengum okkur Brunch á Beacon Hill Hotel & Bistro, næst þegar við förum þangað getur Gummi sagt: Yes, the usual for me thanks! Ingi lenti í Fear Factor atriði þar sem hann fékk snigil í salatið sitt, þjónunum fannst þetta mjög eðlilegt þar sem þetta var lífrænt ræktað salat en þeir sáu á Inga að hann var ekki alveg tilbúinn að borða dýrið og því fékk hann frían bjór í skaðabætur.