Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

laugardagur, mars 04, 2006

Ósk þrjósk og Ingi á þingi


Já það voru sko fagnaðarfundir í gær þegar Ósk og Ingi lentu í Boston!
Miðað við nammi og gjafaflóðið sem kom með þeim sem held ég bara að hafi verið meira en flóðið sem kom með mömmu í febrúar, get ég ekki sagt annað en að Helga og Gummi eru undir mikilli pressu að toppa það í apríl hmmm... alltaf gott að gefa smá hvatningu.
Helga! Mig langar í saltlakkrís og Gumma langar í Nóa hlaup.
Já við gátum ekki annað en sent Ósk og Inga beint í búðirnar, eru núna í þessum skrifuðu orðum að eyða sparifénu í Macy's og Filene's í Downtown Crossing!
Var að tala við Ósk í símanum og hún hefur fundið móðurskipið sitt þ.e Macy's!
Markús! Vertu viðbúinn stöðugum fataskiptum þegar foreldrar þínir koma heim og jafnvel nokkrum tískusýningum!
Lífsgæði Hrafnkels bötnuðu til muna þegar Ósk og Ingi komu í gær þar sem þau keyptu fyrir okkur Tripp Trapp stól og fluttu hann með sér út hægt er að sjá myndir á barnaneti þegar stóllinn var vígður í morgun við mikil fagnaðarlæti!
Jæja ætlum að fara að hitta verslunaríslendingana í lunch.
blessiless..

p.s Mamma takk fyrir tannþráðinn

Já það er sko kalt í Boston!

1 Comments:

At 7/3/06 05:56, Anonymous Nafnlaus said...

Já ég finn fyrir nammipressunni, Gummi var einmitt búinn að panta 3 Nóa páskaegg nr. 7. Spurning um að við kaupum aukasæti undir góssið, því ekki er hægt að troða því í farangursrýmið...

 

Skrifa ummæli

<< Home