Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Hitt og þetta

Hrafnkell ofurtöffariÍ hláturskasti, mamma og pabbi segja svo fyndna brandara

Jæja tími til komin að tjá sig á ný!

Hrafnkell er nú búin að hitta barnalækninn sinn og okkur leist alveg rosalega vel á hann, Hrafnkell var settur í svona ekta sjúkrahússkyrtu svona opin að aftan og með myndum af trúðum, og svo var hann mældur á alla kanta og hann stækkar og stækkar og hann fylgir alveg sinni kúrfu, og læknirinn var ekkert smá ánægður með hann, við hverju var svo er svo sem að búast þegar íslenskur víkingur er á ferð. Svo hlustaði læknirinn hann og á meðan reyndi Hrafnkell að stela úrinu hans, hann þarf nú aðeins að æfa fínhreyfingarnar til að það takist en við eigum eftir að vera hér í yfir 2 ár þ.a það er nógur tími, aldrei að vita nema læknirinn verði búin að kaupa sér nýtt úr þegar Hrafnkell lætur til skara skríða næst! En hann fékk sprauturnar sínar og svo lyfseðil fyrir pensilíni þar sem það var komin sýking í exemið.

Til mikillar hamingju fundum við langömmuhúfu sem við héldum að væri farin að eilífu en hún fannst undir pokanum í bílstólnum þ.a ég hef greinilega sett hana þangað til þessa að hún myndi ekki týnast ;) Já svona er þetta bara stundum og langamma meira að segja búin að prjóna 2 húfur í staðinn og eru þær víst á leiðinni í pósti, ekki slæmt að eiga svona glæsilegar húfur til skiptana, tala nú ekki um þegar farið er að kólna.

Áður en ég byrjaði í skólanum í janúar var ég að spjalla við konu sem vinnur í Háskólanum á fundi fyrir nýnema, ég spurði hana hvort það væri hættulegt að labba heim svona í myrkrinu því einn tíminn minn væri til 21:30 þá sagði hún að glæpirnir hér í kring væru aðalega þjófnaðir og það eina sem maður gæti gert til að verjast þá væri að passa sig á að vera ekkert að veifa verðmætunum sínum eða vera að standa úti á götu og telja peningana sína. Árans ég sem ætlaði að taka myndavélina og myndatökuvélina með mér í skólann svo þegar komið væri myrkur og tími til kominn að fara heim þá ætlaði ég helminginn af leiðinni að veifa myndavélinni og myndatökuvélinni svona til og frá í sitthvorri hendinni svo í hinum helmingnum að leiðinni ætlaði ég að telja peningana mína aftur og aftur alla leiðina heim!

Bless bless ekkert stress kex klukkan sex bmx

p.s nýjar myndir á síðunni hans Hrafnkels!

1 Comments:

At 11/2/06 07:34, Anonymous Nafnlaus said...

Já það er nú hræðilegt að geta ekki veifað öllum þeim verðmætum sem maður á svona úti á götu seint á kvöldin..... kannski þið ættuð bara að flytja aftur heim ;)
Annars sýnist mér Gummi vera orðinn ansi amerískur, bara farinn að fylgjast með suberbowl og alles.... þú nærð honum ekkert aftur á klakann Magga mín ;) híhí
Kærar kveðjur,
Erla G. (sem hefur ekkert að gera nema telja niður dagana ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home