Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Hrafnkell og Gummi loksins heilsutryggðir

Já Hrafnkell og Gummi eru loksins komnir með tryggingu.
Erum búin að velja Barnalækni, Dr. Simmons, hann útskrifaðist úr Harvard medical school sem er hvorki meira né minna en besti barnalæknaskóli í USA, svo er hann Simmons líka tengdur Children's Hospital sem er annar besti barnaspítalinn í USA. Þ.a Hrafnkell fer í skoðun núna á miðvikudaginn og fær þá bólusetningarnar sínar og verður mældur á alla kanta.
Þeir sem ekki vita að eftir að Hrafnkell lærði að fara yfir á magann núna 22. janúar má ekki leggja hann niður án þess að hann skelli sér beint yfir á magann þvílíkt fjör, það versta er að þetta er bara "one way ticket" því hann kemst ekki til baka og fer því að stynja á fullu og jafnvel æla þegar áreynslan er komin yfir þolmörk, en þetta er ekki bara vandamál þegar hann er lagður á leikteppið því þetta er líka vandamál þegar hann á að fara að sofa, svona komum við að honum núna á hverju kvöldi rétt eftir að hann er lagstur í rúmið, ég þurfti að halda honum föstum núna í kvöld þangað til hann lagði lokst aftur augun og gleymdi þar með að hann ætlaði að velta sér

2 Comments:

At 4/2/06 04:28, Blogger Sveinbjorg said...

Jei, það er svo gaman að geta hreyft sig.... kannski ekki alltaf eins gaman fyrir foreldrana :)
Til lukku með veltuna!

 
At 6/2/06 04:36, Anonymous Nafnlaus said...

Vei vei enn þú duglegur litli snúður...og miðað við reynslu stóra frænda verður þú ekki lengi að rata til baka

 

Skrifa ummæli

<< Home