Boston BikeXpo
Í dag var strákadagur, skellti mér á mótorhjólasýningu hjá Kev-Marv í Seaport World Trade Center sem er við höfnina. Þarna var samansafn af hjólum allt frá "dirtbike" til "custom".
Sá nokkur flott hjól og spallaði við liðið um hvar þeir hjóla á dirtbikes. Hitti síðan hóp sem hittist nokkrum sinnum í viku og hjólar saman á götuhjólum. Næsta skref er bara að kaupa hjólið sem ég sit á á myndinni svo ég get spænt upp malbikið hér í Boston með hinum. Hér eru svo nokkrar myndir frá sýningunni. Verð að hætta því að SuperBowl XL er að byrja. Seahawks og AFC's Steelers keppa um titilinn.
Draumahjólið Ducati 620
4 Comments:
Hvar legg ég inná þig? Það er ekkert nema að kaupa helv. hjólið og skella sér í ferð þegar maður kemur út.. Hvað kostar það annars?
kv
Ingi
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Mig langar lika í hjól!!!
Kveðja
Markús :)
Hvernig er það fáum við "kellurnar" ekki eitt stykki???
Eða verðum við bara í spa-inu?? Að gera okkur huggulegar fyrir mótorhjólatöffarana!!!
Kveðja
Ósk ;)
Skrifa ummæli
<< Home