Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Sunnudagsbíltúr

Jæja fórum í bíltúr í dag, skruppum í Target og Toy´s R Us. Það er frábært að fara þegar úti er snjóstormur því þá treystir sér enginn út. Göturnar auðar og við gátum verslað í rólegheitum því allir eru heima. Hér eru myndir sem Magga tók út um framrúðunna.

Á venjulegum sunnudegi eru nóg umferð á þessum gatnamótum
Maður er nú hálf viltur í Boston þegar skyggnið er svona slæmt.
Gatan sem við búum á

6 Comments:

At 12/2/06 14:49, Anonymous Nafnlaus said...

Halló elskurnar vá hvað er mikill snjór hjá ykkur hér er enginn það er svo gaman að skoða myndirnar af ykkur ég meina af þér litli fallegi ömmu og afa strákur þú ert svo dásamlegur hlakka til sumarsins þá skal ég sko knusa þig. Vona að exemið batni fljótt. Helgi Sigurðus svaf hjá ömmu og afa í nótt það verður stuð þegar þið hittist hann er svo duglegur á bílnum þú mátt prófa hann í sumar. Við söknum ykkar allra. Bless og stórt knus.

 
At 12/2/06 16:22, Blogger Ósk said...

Jerimías!!!
ég vona bara að það verði ekki svona veður þegar við komum eftir 19 daga!! Hverjar eru líkurnar?? 70% að það verði snjór 3. mars? Það er spurning!!!
Kveðja Ósk sem dansar sólardans fyrir Bostonbúa ;)

 
At 13/2/06 09:32, Anonymous Nafnlaus said...

óhmæ það er ekkert smá. Þið náttlega hagið ykkur eins og sannir víkingar og anið út í veðurofsann :) Held að við þurfum nú ekki að gera ráð fyrir svona veðri 11. apríl... verður ekki komin sól og sumarylur í Boston þá?

 
At 13/2/06 09:51, Blogger Magga said...

Það eru alltaf líkur á snjó í mars en við vonum bara það besta, hef heyrt að það sé mjög milt meirihlutann af mars!
En apríl held ég að jafnist á við gott íslenskt sumarveður ef ekki betra!

Ósk ég mæli með sumardans einu sinni á dag þangaði til þið fljúgið út!

 
At 13/2/06 16:00, Blogger Ósk said...

Ég mun dansa og dansa!!! 3 svar á dag!!!! ef ekki oftar! það er nú frekar fyndið að fara úr blíðunni héðan og yfir til ykkar í snjókast! Það mætti halda að þið hafið flutt til Grænlands! ;)

Kveðja Ósk sem lifir fyrir að dansa og dansar til að gleyma! hihi

 
At 15/2/06 04:52, Anonymous Nafnlaus said...

Svo Hrafnkell geti dansað:
http://www.leikskolinn.is/
- leita að söngvabók

 

Skrifa ummæli

<< Home