Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

FitzInn

Beint fyrir framan íbúðinna okkar er bílaplan sem ber nafnið FitzInn, þar starfa yfir daginn tveir ofurkátir félagar sem grínast í kúnunum og já leyfa útvöldum að leggja frítt. í stórborg er hvert stæði dýrmætt því er planið stúttfullt og ef einn bíll þarf að fara þarf að færa allt að sjö bíla. Því var Cherokee jeppanum lagt undir slána.
Í dag voru okkar menn ekki alveg með hugan við vinnuna eins og sjá má á myndunum. Svona gekk þetta í yfir korter upp og niður, þar til einn gaur kom að sækja bílinn sinn og fór inn í skúrinn þar sem félagarnir eru með aðstöðu og viti menn kemur ekki annar félaginn út nývaknaður. Vonum bara að toppurinn á Cherokee sé traustur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home