Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

föstudagur, mars 10, 2006

Til hammó Beggi bró

Já næsta haust mun akkúrat 40% af gömlu Brekkuhvammsdýrunum verða búsett í Bandaríkjum Norður-Ameríku þar sem Beggi bró var að fá Já með stóru Joði inn í Cornell, svo þegar mamma heimsækir okkur þá hækkar talan í 60%, er ég ekki flink með tölur? Lærði þetta í verkfræðinni!
Eins og sést í commenti hér að neðan þá ætlaði Beggi að dansa stríðsdans Indíána ef hann kæmist inn í Cornell, við bíðum spennt eftir myndum af þeim atburði, Ester við treystum á þig og fínu myndavélina þína!
Það tekur c.a 6 tíma akstur frá Boston til Cornell, þ.a mamma, þú getur tekið heimsóknina í einni ferð. Læt hér fylgja eina mynd frá Cornell Háskóla í tilefni dagsins.

3 Comments:

At 10/3/06 08:14, Anonymous Nafnlaus said...

hahaha...
ég skal setja inn mynd af Begga í stríðsdansi índíána það verður örugglega ekki erfitt að ná því skoti þar sem hann er í skýjunum.... Eini sénsinn að við förum annað er ef hann kæmist inn í MIT þannig að við verðum a.m.k. aldrei mjög langt í burtu, getum skroppið á milli einhverjar helgar, 6 tímar í bíl er ekkert óendanlega langt :)

 
At 23/3/06 03:22, Anonymous Nafnlaus said...

ég varð nú ekki sátt þegar ég las hérna hjá ykkur að Ester, Bergur og Ragnhildur væru að fara að flytja út.... Ester var ekkert að hafa fyrir því að segja mér það.. og ekki mamma heldur ;)
ég kem nú annaðslagið hingað og kíki á hvað þið eruð að gera :)

Kristín (esterar sys)

 
At 23/3/06 12:19, Blogger Gudmundur Arni said...

Við erum fyrst með fréttirnar, ávallt skrefi á undan mbl.is og visir.is. Því er um að gera að líta við daglega til að missa ekki af neinu.

 

Skrifa ummæli

<< Home