Túristadagar í Boston
Já það er ekki hægt að segja að við séum búin að sitja auðum höndum síðustu daga, á laugardag drógum við Ósk og Inga úr Downtown Crossing og tókum þau með okkur í Beacon hill og sýndum þeim aðalgötuna þar, Charles street sem enginn Boston heimsækjari má láta fram hjá sér fara. Hvíldum okkur á göngunni og fengum okkur Brunch á Beacon Hill Hotel & Bistro, næst þegar við förum þangað getur Gummi sagt: Yes, the usual for me thanks! Ingi lenti í Fear Factor atriði þar sem hann fékk snigil í salatið sitt, þjónunum fannst þetta mjög eðlilegt þar sem þetta var lífrænt ræktað salat en þeir sáu á Inga að hann var ekki alveg tilbúinn að borða dýrið og því fékk hann frían bjór í skaðabætur.
Á Sunnudag fórum við með túrarana í Prudential og Copley mall, en þegar kortin hjá þeim voru rétt að hitna brugðum við Ósk okkur í nagla og fótsnyrtingu á Fantasy Nails á Mass Ave, komum þaðan út eins og mestu dívur að sjálfsögðu.
Hittumst svo öll á 60 Saint Germain Street og þar var Ósk bitin af engum öðrum en Hrafnkeli litla, já fyrst tönnin er búin að brjóta sér leið í neðri góm og þar sem Ósk fann tönnina skuldar hún honum tannfé, var að ræða við Hrafnkel áðan og hann ætlar að kaupa sér nammi fyrir allan peninginn..
Skelltum okkur þvínæst í sightseeing túr um Northeastern og South End í þessari bongóblíðu, og svo í allsherjar matarmarathon á Cheescake, þ.e for- aðal- og eftirrétt, tek það fram að normal íslendingur verður saddur strax eftir forréttinn. Eftir matinn horfðum við á Óskarinn í beinni en Inga fannst alveg nóg að horfa bara á Ósk... hahahahaaa og fór því á pöbbarölt með Gumma.
Nokkrar staðreyndir um Boston í lokin:
- Í Boston er töff að vera með barta
- Gummi vill vera töff og er því að safna
- Match er aðal uppabarinn í Boston
- Við Gummi fórum einu sinni á Match en flúðum hávaðann eftir 10mín
- "Boston" Rob stundar Match
- Bostonbúar halda ekki vatni yfir bílstólakerrunni okkar
- Bostonbúar verða rosalega sárir þegar ég segi þeim að kerran sé frá Hollandi
- Bostonbúar verða aftur glaðir þegar ég segi þeim að kerran sé keypt á E-Bay
- Bostonbúum finnst barnavagninn okkar vera risastór "Off Road" vagn
1 Comments:
Hehe, Doddi og nokkrir vinir voru einmitt á Match á föstudaginn....þar sem ég er ekki uppi þá var ég ekki með....flúði til Englands á meðan :)
Skrifa ummæli
<< Home