Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Nýjar myndir

Var að setja inn nýjar myndir á barnanet.is

föstudagur, febrúar 24, 2006

Keli ad versla i american eagle outfiters

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Túraradagar

Hér eru nokkrar myndir af túristadögum okkar.
Kötturinn Silver býr út í glugga á Huntington Avenue
Northeastern UniversityÍ Museum of Fine Arts vorum mestum tíma eytt á kaffiteríu og minjagripaverslun.
Halla að skoða blómavasa
Fórum á The Cheesecake Factory og erum nú búin að smakka 7 af 33 ostakökum á matseðlinum, fengum okkur "Thai Lettuce Wraps" í forrétt sem klikkaði ekki.
Þetta er uppáhalds samlokan hans Chris Rock "Shrimp & Bacon sandwich", ég er greinilega ekki með sama smekk því mér fannst hún ekkert sérstök.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Gönguferð

Mæðgurnar í Boston Common
Halla í jöklaferðLitla fjölskyldan fyrir framan skautasvellið í Boston CommonÍkorninn Alli Rölt um Beacon HillSvo var endað á besta bistro í Boston sem er staðsett í Beacon Hill

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Útsýnismyndir

Fyrst tengdó er kominn í heimsókn ákváðum við að gerast túrarar og fara upp í Prudential og njóta útsýnisins.
Fremst er Back Bay og svo tekur Beacon Hill við
Hæðsta byggingin í Boston John Hancock Tower
Fremst fyrir miðju er rauður hringur þar sem svalirnar á íbúðinni okkar eru, kirkjan er The Church of Christ, Scientist
Heilagasti staðurinn í Boston Fenway Park
Cambridge hinum megin við ána, Fyrir miðju sést í MIT aðalbygginguna
Tengdó fór strax á barinn

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

FitzInn

Beint fyrir framan íbúðinna okkar er bílaplan sem ber nafnið FitzInn, þar starfa yfir daginn tveir ofurkátir félagar sem grínast í kúnunum og já leyfa útvöldum að leggja frítt. í stórborg er hvert stæði dýrmætt því er planið stúttfullt og ef einn bíll þarf að fara þarf að færa allt að sjö bíla. Því var Cherokee jeppanum lagt undir slána.
Í dag voru okkar menn ekki alveg með hugan við vinnuna eins og sjá má á myndunum. Svona gekk þetta í yfir korter upp og niður, þar til einn gaur kom að sækja bílinn sinn og fór inn í skúrinn þar sem félagarnir eru með aðstöðu og viti menn kemur ekki annar félaginn út nývaknaður. Vonum bara að toppurinn á Cherokee sé traustur.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Myndir af Kela

Var að setja inn nýjar myndir á síðuna hans Hrafnkells.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Sunnudagsbíltúr

Jæja fórum í bíltúr í dag, skruppum í Target og Toy´s R Us. Það er frábært að fara þegar úti er snjóstormur því þá treystir sér enginn út. Göturnar auðar og við gátum verslað í rólegheitum því allir eru heima. Hér eru myndir sem Magga tók út um framrúðunna.

Á venjulegum sunnudegi eru nóg umferð á þessum gatnamótum
Maður er nú hálf viltur í Boston þegar skyggnið er svona slæmt.
Gatan sem við búum á

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Hitt og þetta

Hrafnkell ofurtöffariÍ hláturskasti, mamma og pabbi segja svo fyndna brandara

Jæja tími til komin að tjá sig á ný!

Hrafnkell er nú búin að hitta barnalækninn sinn og okkur leist alveg rosalega vel á hann, Hrafnkell var settur í svona ekta sjúkrahússkyrtu svona opin að aftan og með myndum af trúðum, og svo var hann mældur á alla kanta og hann stækkar og stækkar og hann fylgir alveg sinni kúrfu, og læknirinn var ekkert smá ánægður með hann, við hverju var svo er svo sem að búast þegar íslenskur víkingur er á ferð. Svo hlustaði læknirinn hann og á meðan reyndi Hrafnkell að stela úrinu hans, hann þarf nú aðeins að æfa fínhreyfingarnar til að það takist en við eigum eftir að vera hér í yfir 2 ár þ.a það er nógur tími, aldrei að vita nema læknirinn verði búin að kaupa sér nýtt úr þegar Hrafnkell lætur til skara skríða næst! En hann fékk sprauturnar sínar og svo lyfseðil fyrir pensilíni þar sem það var komin sýking í exemið.

Til mikillar hamingju fundum við langömmuhúfu sem við héldum að væri farin að eilífu en hún fannst undir pokanum í bílstólnum þ.a ég hef greinilega sett hana þangað til þessa að hún myndi ekki týnast ;) Já svona er þetta bara stundum og langamma meira að segja búin að prjóna 2 húfur í staðinn og eru þær víst á leiðinni í pósti, ekki slæmt að eiga svona glæsilegar húfur til skiptana, tala nú ekki um þegar farið er að kólna.

Áður en ég byrjaði í skólanum í janúar var ég að spjalla við konu sem vinnur í Háskólanum á fundi fyrir nýnema, ég spurði hana hvort það væri hættulegt að labba heim svona í myrkrinu því einn tíminn minn væri til 21:30 þá sagði hún að glæpirnir hér í kring væru aðalega þjófnaðir og það eina sem maður gæti gert til að verjast þá væri að passa sig á að vera ekkert að veifa verðmætunum sínum eða vera að standa úti á götu og telja peningana sína. Árans ég sem ætlaði að taka myndavélina og myndatökuvélina með mér í skólann svo þegar komið væri myrkur og tími til kominn að fara heim þá ætlaði ég helminginn af leiðinni að veifa myndavélinni og myndatökuvélinni svona til og frá í sitthvorri hendinni svo í hinum helmingnum að leiðinni ætlaði ég að telja peningana mína aftur og aftur alla leiðina heim!

Bless bless ekkert stress kex klukkan sex bmx

p.s nýjar myndir á síðunni hans Hrafnkels!

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Boston BikeXpo

Í dag var strákadagur, skellti mér á mótorhjólasýningu hjá Kev-Marv í Seaport World Trade Center sem er við höfnina. Þarna var samansafn af hjólum allt frá "dirtbike" til "custom".
Sá nokkur flott hjól og spallaði við liðið um hvar þeir hjóla á dirtbikes. Hitti síðan hóp sem hittist nokkrum sinnum í viku og hjólar saman á götuhjólum. Næsta skref er bara að kaupa hjólið sem ég sit á á myndinni svo ég get spænt upp malbikið hér í Boston með hinum. Hér eru svo nokkrar myndir frá sýningunni. Verð að hætta því að SuperBowl XL er að byrja. Seahawks og AFC's Steelers keppa um titilinn.
Draumahjólið Ducati 620
Pantaði þetta fyrir Daða því hann er svo mikið "Bling Bling"
og þetta fyrr Inga því hann er "harður nagli"Boston löggan keyrir um þessu, þýðir ekkert að stinga hana afEr þetta ekki aðeins of mikið
Lítur vel út en er gaman að hjóla á þvíBlái djöfullinnBrot af þeim hjólum sem voru á sýningunni

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Hrafnkell og Gummi loksins heilsutryggðir

Já Hrafnkell og Gummi eru loksins komnir með tryggingu.
Erum búin að velja Barnalækni, Dr. Simmons, hann útskrifaðist úr Harvard medical school sem er hvorki meira né minna en besti barnalæknaskóli í USA, svo er hann Simmons líka tengdur Children's Hospital sem er annar besti barnaspítalinn í USA. Þ.a Hrafnkell fer í skoðun núna á miðvikudaginn og fær þá bólusetningarnar sínar og verður mældur á alla kanta.
Þeir sem ekki vita að eftir að Hrafnkell lærði að fara yfir á magann núna 22. janúar má ekki leggja hann niður án þess að hann skelli sér beint yfir á magann þvílíkt fjör, það versta er að þetta er bara "one way ticket" því hann kemst ekki til baka og fer því að stynja á fullu og jafnvel æla þegar áreynslan er komin yfir þolmörk, en þetta er ekki bara vandamál þegar hann er lagður á leikteppið því þetta er líka vandamál þegar hann á að fara að sofa, svona komum við að honum núna á hverju kvöldi rétt eftir að hann er lagstur í rúmið, ég þurfti að halda honum föstum núna í kvöld þangað til hann lagði lokst aftur augun og gleymdi þar með að hann ætlaði að velta sér

6 vikur eftir af vetri

Já múrmeldýrið Punxsutawney Phil sá skuggann sinn og spáði þar með 6 vikum eftir af vetri. Þannig að það verður ekki snemmbúið sumar í ár, hér eru nokkar staðreyndir og myndir af þessum merkilega atburði:

- Phil er búinn að spá í yfir 120 ár
- Sama múrmeldýrið er búið að spá í öll þessi ár :)
- Hann drekkur múrmeldýradrykk með leyniuppskrift til að lifa svona lengi
- Hann hefur 88% af tímanum séð skuggann sinn
- 12% af tímanum sá hann ekki skuggan sinn
- Hann hefur alltaf haft rétt fyrir sér
- Heimasíða aðdáenda Phil's http://www.groundhog.org