Fékk styrk!
Já haldiði að Magga litla hafi ekki landað eitt stykki styrk frá Landsvirkjun, því miður komst ég ekki sjálf á afhendinguna en móðir góð sá um að taka við ávísuninni fyrir mig eins og sést á meðfylgjandi mynd. En hér fyrir neðan má sjá lýsinguna sem lesin var upp þegar styrkurinn var afhendur, náði lýsingunni af heimasíðu landsvirkjunar en þar er einnig hægt að lesa um aðra styrkþega www.lv.is"Margrét Edda Ragnarsdóttir fæddist árið 1979. Hún lauk B.Sc. prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og stundar nú meistaranám í raforkuverkfræði við Northeastern University í Boston, í Bandaríkjunum. Meistaraverkefni Margrétar heitir „Aukin spennugæði í raforkukerfum“. Markmið verkefnisins er að sýna fram á nákvæmari leið til að auka spennugæði í raforkukerfum sem innihalda ólínulegt álag, en það er algengt hjá stórum iðnfyrirtækjum eins og álbræðslum. Niðurstöður verkefnisins gætu nýst til að minnka töp í raforkukerfinu og þar að leiðandi minnkað framleiðsluþörf í virkjunum. Sú umframorka sem fengist væri hægt að nýta sem varaafl eða selja til annarra viðskiptavina."
14 Comments:
Hæ hæ,
frábært rosalega mikið til hamingju með þetta.
Við erum greinilega nokkurnvegin á sama blaði því ég er að skrifa um SE í SCADA kerfi til að geta komið í veg fyrir spennufall og blackout og þar af leiðandi aukið spennuöryggi í raforkukerfum ;o)
Kveðjur frá Áló.
Unnur Stella og co.
Takk fyrir það ;)
Til hamingju með þetta. Ég meira að segja skildi útá hvað verkefnið gengur :)
Vá, til hamingju :)
Þetta er svo fullorðins eitthvað ;)
Enn og aftur til lukku sæta mín
Til hamingju Magga!
Það er líka frábært að fá nákvæma lýsingu á þessu öllu sem þú ert að læra því það er alltaf verið að spyrja mig.
Takk enn og aftur fyrir flotta prjónasettið.
Vá til hamingju:)
Til hamingju með styrkinn!! Kemur sér eflaust vel, alltaf gott að fá nokkrar krónur í budduna:)
Ég gat heldur ekki tekið á móti mínum styrk á sínum tíma því ég var ólétt og hætt að geta flogið frá Danmörku til Íslands. Eigum því enn eitt atriðið sameiginlegt;)
Hei elsku Magga!
Til lukku með styrkinn!! En flott lýsing, ég svona komst aðeins nær því að skilja hvað þú ert að bralla þarna úti. Annars sé ég bara alltaf fyrir mér að þú sért þarna úti með einhver millistykki að stinga í samband......
KNús og koss til ykkar allra
stolt af þér Maggi!
kv. Björgin.
Takk takk, annars snýst þetta aðalega um að stinga í samband, við reynum helst ekki að flækja málin með einhverjum millistykkjum, það er meira svona doktor..
Til hamingju með styrkinn elsku Magga mín, og já það er aldeilis fínt að fá svona góða lýsingu um verkefnið.
knus helgavaldis
Hæ,
Til hamingju með styrkinn. Þýðir þetta að við fáum flottari jólagjafir næstu jól :)
Takk fyrir hjálminn! Hann er geggjaður. Spurðu bara frænku þína. Hún er ílla sátt :)
Varðandi verkefnið þitt þá hef ég þrjár spurningar:
1. -Hvað eru spennugæði?
2. -Hvað er ólínulegt álag og afhverju eru til raforkukerfi sem innihalda slíkt?
3. -Eru mörg töp í raforkukerfum?
Svo ein fyrir Gumma.
1. Er Andrés Önd með tennur?
Kveðja frá Klepp
Sko,
1.Spennugæði eru nauðsynleg svo raftæki og allri hlutir sem ganga fyrir rafmagni geta starfað eðlilega, ef spennugæði eru utan marka þá geta t.d ljós farið að blikka í íbúðinni þinni og ýmis raftæki eru svo viðkvæm að þau jafnvel fara illa og eyðileggjast, en svo slæm spennugæði er eitthvað sem við eigum ekki að finna fyrir í okkar fína raforkukerfi Íslands.
Við getum líkt þessu við pípulagnir, vatnsgæði væri t.d að fá hreint og tært vatn úr krananum en ekki brúnt og gruggugt.
2.Í gamla daga voru öll álög línuleg, því allt var svo einfalt, í okkar flókna heimi í dag með öllum nýju og flottu græjunum sem allir eiga er mikill hluti álags ólínulegur sem veldur því að hreina fína rafmagnsbylgjan (sinusbylgja) verður krumpuð og þar af leiðandi minnkar spennugæðin
3.Töp í raforkukerfum eru reiknuð hlutfallslega, þú dregur bara heildarálag kerfisins frá heildarframleiðslunni ef talan er núll eru engin töp, annars deilum við heildarframleiðslunni upp í töluna til að fá töp í %, og til gamans má geta að töpin í íslenska kerfinu munu minnka (hlutfallsega) með komu Kárahnjúkavirkjunar.
Vonandi svarar þetta spurningunum þínum, annars lætur þú mig vita.
Læt Gumma um að svara Andrésar spurningunni, held hann hafi verið áskrifandi hér á árum áður.
Kv. Masi
Vá Magga mín ekkert smá flott hjá þér.Ég fyllist stolti að eiga svona klára vinkonu.
Innilega til hamingju með þetta og gangi þér vel.
Kveðja Ása
P.s. til hamingju með litlu frænkuna, ekkert smá krútt:)
Skrifa ummæli
<< Home