Fylgist agndofa med storu krokkunum
Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston
Sidasta midvikudag for eg i skriflega okuprofid, meirihluti spurninga snerist um hvort eg maetti drekka eda reykja eitthvad sterkara en sigarettur og keyra a sama tima eda eftir neyslu. Tad er augljost ad "Bostonians" virdast halda ad tad se i lagi ad drekka og keyra, a.m.k. midad vid spurningarnar.
Fékk alveg einstaklega skemmtilegt símtal í dag frá mömmu minni, hún var að tilkynna mér að hún kæmi degi fyrr, jibbí hún sem sagt kemur á morgun þriðjudag í stað miðvikudags og fer svo áleiðis til Begga bró og Esterar á Sunnudag.
Það hefur svo sannarlega kólnað í Boston, en sem betur fer höfum við ekki enn þurft að hita íbúðina okkar. Í svona lítilli íbúð hitnar allverulega bara við að elda mat, annars ætlum að taka ísbjarnablúsinn á þetta eins lengi og hægt er og sjáum svo hvað setur. Rafmagnsreikningurinn hefur verið $60 núna þegar við erum ekki að kynda en hann fór upp í $230 í kaldasta mánuðinum febrúar í ár. Nú er mánuður í thanksgiving og það er byrjað að selja jólaskraut í búðunum, við fengum jólakók með pizzunni okkar, það var mynd af jólasveini og ísbirninum fræga merkt með ártali "Holydays 2006" um að gera að hafa ártalið með svona rétt til að staðfesta að þetta væru ekki gamlar birgðir síðan í fyrra. En við getum ekki annað en smitast af jólaandanum og erum byrjuð að kaupa fyrstu jólagjafirnar. Spennandi að heyra hvenær jólalögin byrja í útvarpinu.
tetta er adalsportid hja Hrafnkeli tessa dagana ad troda ser i oll holf, her er hann i badskapnum ad telja klosettrullurnar
Sko.. Íris og Ingibjörg voru auðvitað næstar hinu eina rétta svari en ekki nógu nálægt.
Gummi og Hrafnkell eru á playdate-i. Þeir fóru með Pat og Rhodes sem búa í götunni okkar á róló hér á Commonwealth, Rhodes fæddist í júní 2005 og er því 3mánuðum eldri en Hrafnkell og kann að segja "baby" sem hann segir þegar hann sér Hrafnkell og svo kann hann líka að segja "bæ bæ" og að vinka í leiðinni. Hrafnkell kann að segja datt og gojagojagojagoj..?? Stundum dettur líka út úr honum eddegoj? sem við höldum að sé "þetta er gott" en ég veit ekki. Rhodes er skírður í höfðið á hljóðfæri sem ég þekki ekki en Pabbi hans hann Pat er í Berklee tónlistarskólanum hér rétt hjá okkur að læra á gítar og fleiri hljóðfæri en mamma hans hún Amber er að klára menntaskólann held hún hafi tekið sér pásu þegar hún átti strákinn veit annars ekki..
Standlampinn okkar brotnaði. Hrafnkell sló honum í vegginn. Þetta er standlampi nr 2 sem skemmist. Ég held við séum í standlampaálögum. Það er mér í hag að vera í standlampaálögum því þá kemst ég oftar í Ikea til að fá mér sjóðheita cinnamon snúða. Í næstu standlampaferð ætla ég að kaupa mér tvo kassa af cinnamon snúðum, borða einn og frysta hinn til að borða seinna.. slef..kjamms