Hrafnkell listamaður
Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston
Vorum rétt í þessu að koma úr þvílíkt fjörugu, afslöppuðu og sniðugu barnaafmæli, þetta var 3ja ára afmælið hans Þorgeirs Atlasar sem er sonur hennar Ragnheiðar. Þau tóku "American way" á þetta og héldu afmælið í litlum sal, á stærð við stóra stofu, en í USA er ekki hefð að halda barnaafmæli inni á heimili barnsins. Það var ekkert dót í salnum en allt gólfið var þakið blöðrum og litlum sundboltum, þetta fannst krökkunum líka þvílíka fjörið og svo sátu foreldrarnir bara í rólegheitum í sófum eða stólum í kringum gólfið og borðuðu veitingarnar, barnið fór manni aldrei úr augsýn því maður sá yfir allan salinn bara með því að horfa í kringum sig. Þarna sat maður bara eins og í kokteilboði og spjallaði við fólkið og horfði í leiðinni á krakkana leika sér saman fyrir framan sig sem var hin mesta skemmtun. Besta hugmynd af afmæli sem ég hef nokkru sinni séð og svona hrikalega einföld.
Afmælisbarnið (Þorgeir), pabbinn (Lýður), mamman (Ragnheiður), litli bróðir (Hörður) og Nanny-in sem eldaði líka allan matinn í afmælinu.
Hrafnkell ofnhanski..
Nýkominn úr klippingu, með gel og allt! 
Partýdýrið!Var rétt í þessu að fá tölvupóst frá Amy prófessornum mínum. þar talar hún um vin sinn Bryan sem kennir í VT og missti dóttir sína í skotárásunum. Amy lætur fylgja með bréf sem Bryan sendi á sína nemendur. Þetta sýnir að jafnvel þó að Bandaríkinn eru stór miðað við Ísland þá er ótrúlegt hvað allir tengjast. Þetta snertir alla.
Dear ACIS 3314 Students,Monday...Mostly sunny. Highs in the upper 60s
Börnin: Hrafnkell, Hörður, og Ívar sem eru allir á sama ári, og svo Þorgeir sem er árinu eldri.
Mömmurnar og ein amma: Ragnheiður (mamma Harðar og Þorgeirs og ólétt), móðir Ragnheiðar og Dóra Briem (mamma Ívars), Ein mamman var ókomin, en hún á Tómas sem er yngstur í hópnum og verður eins árs í júlí.
Hjálmapæjur í fieldtrip
Hljóðmúr sem byggður var vegna hávaðakvartana íbúa sem búa við hliðina á tengivirkinu, eitt sinn var tengivirkið á víðavangi en nú er byggðin búin að færast og það er því staðsett í miðju hverfi.
Hér er ekki annar hljóðmúr, nei hér er eldveggur en spennir er staðsettur sitthvorumegin við múrinn og ef annar spennirinn springur þá á veggurinn að verja hinn spenninn. Eruð þið nokkuð dáin úr leiðindum.. Því miður virðist ekkert ætla að hlýna hér, en fyrir ári síðan vorum við komin á teppi í garðinum með ís í formi til að kæla okkur niður. Hitinn neitar að fara upp fyrir 10° og virðist ætla að hanga í 5° út vikuna hnuss..