mánudagur, desember 24, 2007
föstudagur, desember 21, 2007
sunnudagur, desember 16, 2007
Jólaball
Skelltum okkur á jólaball Íslendingafélagsins á laugardag. Það var mikill spenningur í loftinu enda Hrafnkell Jólasveinamaður mikill, hann elskar ekki bara jólasveina-laga-bókina og vill ólmur láta foreldrana brýna raustina og syngja öll jólalögin hátt og skýrt hvort sem það er miður júlí, september eða desember, heldur hefur hann mikið dálæti á jólasveininum og vinsæl setning á heimilinu þessa dagana er: "Jóladeinn koma pakka". Það var þrusustemmning að vanda og bæði fjölmennt og góðmennt.

Google Maps, Street View
Fyrir þá sem hafa áhuga á useless information.
Hér er bílinn okkar á Google Maps (Street View).
Hér sést stofuglugginn, útidyrahurðinn og Marco viðgerðarmaðurinn í götunni, íbúðinn er hægra meginn.
Svalirnar fyrsta hæð.
fimmtudagur, desember 06, 2007
Dinner and Dance Gala á vegum Bentley
Við hjónin brugðum undir okkur betri fætinum og skelltum okkur á Gala á vegum Bentley, þetta var Dinner and Dance fyrir graduate students, svona til að hrista aðeins upp í hópnum.
Það var virkilega gaman að hitta loksins fólkið sem var með Gumma í Kína.
Til gamans má segja frá því að ef þetta gala hefði verið á Íslandi hefði verið fenginn flinkur píanóleikari til að spila undir borðhaldið og svo hefði verið lifandi hljómsveit til að leika undir dansi. Í þessu gala var enginn píanóleikari og enginn lifandi hljómsveit heldur tveir sveittir skífuþeytarar og annar þeirra var með ógó töff svört "space" sólgleraugu á enninu örugglega til að lifa sig aðeins meira inni í DJ starfið sitt, saman fylltu þeir eyru okkar af lögum á borð við Rythim is a dancer og I like to move it move it meðan maður renndi niður matnum. Það eina sem breittist þegar borðhaldið var búið og tími fyrir dans, að þá var kveikt á strobe ljósinu...tö..tö..tö..tö..töff!
Við Daníel skelltum okkur í "mommy and me" leikfimitíma í síðustu viku, var ekki viss í fyrstu hvort ég ætti að vera í leikfimigallanum mínum, bjóst við að þetta yrði nú frekar rólegt á borð við að kitla tærnar á börnunum og lyfta þeim upp í loft. Sem betur fer ákvað ég að skella mér í spandex gallann því þegar upp var staðið voru litlu börnin í algjöru aukahlutverki, og mömmurnar sem vildu ná af sér fæðingarspikinu í algjöru aðalhlutverki, með tilheyrandi aukahlutum, handlóðum, risaboltum, pöllum og lóðarstöngum lak af mér svitinn og þegar ég gat ekki meir á köflum tók ég mér pásu með því að þykjast vera að sinna Daníeli sem by the way steinsvaf allan tímann, gat því ekki feikað það lengi í senn og neiddist þar af leiðandi til að púla út mestallan tímann.




Gat bara sett inn tvær myndir í bili bloggerinn eitthvað að ibbast: