Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

sunnudagur, desember 16, 2007

Jólaball

Skelltum okkur á jólaball Íslendingafélagsins á laugardag. Það var mikill spenningur í loftinu enda Hrafnkell Jólasveinamaður mikill, hann elskar ekki bara jólasveina-laga-bókina og vill ólmur láta foreldrana brýna raustina og syngja öll jólalögin hátt og skýrt hvort sem það er miður júlí, september eða desember, heldur hefur hann mikið dálæti á jólasveininum og vinsæl setning á heimilinu þessa dagana er: "Jóladeinn koma pakka". Það var þrusustemmning að vanda og bæði fjölmennt og góðmennt.

Göngum við í kringum einiberjarunn..

..snemma á mánudagsmorgunn

Svona gerum við er við hengjum okkar þvott..

hann sáði, hann sáði og klappaði saman lófunum...

Jibbí, jólasveinanammi frá jólasveininum

Hrafnkell var svo heppin að fá að sitja hjá jólasveininum

3 Comments:

At 17/12/07 04:59, Blogger Unknown said...

Ohh hvað Hrafnkell var heppinn að fá að sitja í fanginu á jólasveininum svo ekki sé minnst á nammið sem hann sést gæða sér á hihihi. Okkur hlakkar einmitt mikið til að fara á jólaballið hérna í Álaborg, ég efa samt að Ívar hörkutól eigi eftir að vera eins hugrakkur og Hrafnkell ofurman og þora að sitja hjá Sveinka, hehe það leynist nefnilega lítið músahjarta innanundir þessum stóra og mikla dreng.

Knús og kram,
Íris og co

 
At 19/12/07 13:33, Blogger Lara Gudrun said...

Voðalega er líka jólasveinninn kunnuglegur ;) ekki vissi ég að ég myndi kannast við amerískan jólasvein ;)

 
At 20/12/07 12:37, Blogger Unknown said...

Jú þetta var Þvörusleikir sjáðu til...

 

Skrifa ummæli

<< Home