Boston fjölskyldan

Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston

fimmtudagur, desember 06, 2007

Dinner and Dance Gala á vegum Bentley

Við hjónin brugðum undir okkur betri fætinum og skelltum okkur á Gala á vegum Bentley, þetta var Dinner and Dance fyrir graduate students, svona til að hrista aðeins upp í hópnum.
Það var virkilega gaman að hitta loksins fólkið sem var með Gumma í Kína.
Til gamans má segja frá því að ef þetta gala hefði verið á Íslandi hefði verið fenginn flinkur píanóleikari til að spila undir borðhaldið og svo hefði verið lifandi hljómsveit til að leika undir dansi. Í þessu gala var enginn píanóleikari og enginn lifandi hljómsveit heldur tveir sveittir skífuþeytarar og annar þeirra var með ógó töff svört "space" sólgleraugu á enninu örugglega til að lifa sig aðeins meira inni í DJ starfið sitt, saman fylltu þeir eyru okkar af lögum á borð við Rythim is a dancer og I like to move it move it meðan maður renndi niður matnum. Það eina sem breittist þegar borðhaldið var búið og tími fyrir dans, að þá var kveikt á strobe ljósinu...tö..tö..tö..tö..töff!

Við Daníel skelltum okkur í "mommy and me" leikfimitíma í síðustu viku, var ekki viss í fyrstu hvort ég ætti að vera í leikfimigallanum mínum, bjóst við að þetta yrði nú frekar rólegt á borð við að kitla tærnar á börnunum og lyfta þeim upp í loft. Sem betur fer ákvað ég að skella mér í spandex gallann því þegar upp var staðið voru litlu börnin í algjöru aukahlutverki, og mömmurnar sem vildu ná af sér fæðingarspikinu í algjöru aðalhlutverki, með tilheyrandi aukahlutum, handlóðum, risaboltum, pöllum og lóðarstöngum lak af mér svitinn og þegar ég gat ekki meir á köflum tók ég mér pásu með því að þykjast vera að sinna Daníeli sem by the way steinsvaf allan tímann, gat því ekki feikað það lengi í senn og neiddist þar af leiðandi til að púla út mestallan tímann.





Gat bara sett inn tvær myndir í bili bloggerinn eitthvað að ibbast:

Nicole og Matt félagi Gumma úr Kínaferðinni, þeir fæddust á sama degi, sama ár, með klukkutíma millibili

Daníel sofandi í mömmuleikfimi

3 Comments:

At 8/12/07 18:35, Anonymous Nafnlaus said...

Útlendingarnir sem skoða síðuna halda kannski að þið hafið tekið Daníel með á djammið og geymt hann í hliðarherbergi.
Annars sé ég að "Hössi Annar" liggur þarna Daníeli til trausts og halds. "Hössi Fyrsti" vildi skila því til ykkar að þið hefðuð aldrei átt að skilja hann eftir hjá þesssu skaðræðiskvendi þar sem hún er búin að bíta af honum annann uggann og var honum bjargað fyrir horn þegar foreldrarnir komu auga á þetta stórslys. Þá var kvendið byrjað að gæða sér á inniflynum. Hann mun þó ná sér að fullu.

 
At 12/12/07 05:55, Blogger Unknown said...

Hehehe ég er sammála Ingibjörgu að það mætti halda að Daníel væri í einhverju hliðarherbergi meðan þið djammið og dansið úr ykkur lungun við glimrandi tónlist ala Smarti DJ. Ég var nefnilega svo æst og óþolinmót þegar ég var að skoða nýjustu færsluna að ég leit á myndirnar áður en ég las færsluna :þ

 
At 12/12/07 14:58, Anonymous Nafnlaus said...

hmmm.. já ég hugsa mig betur um næst þegar ég set inn myndir. En samhryggist Hössa "fyrsta" en gott að heyra að hann nái sér að fullu það er fyrir öllu.

 

Skrifa ummæli

<< Home