mánudagur, mars 31, 2008
mánudagur, mars 17, 2008
Amma Ása farin heim, Amma Halla komin
Jæja, það er aldeilis fjör í Bostonbæ, amma Ása "au pair" var hjá okkur í 10 daga í byrjun mars og nú er amma Halla "au pair" komin og ætlar að vera hjá okkur yfir páskana, þ.a það er ekki hægt að segja annað en að marsmánuður ætli að vera sannkallaður lúxusmánuður með tilheyrandi útsofi og ofgnótt af barnapössun.
Fengum bekkjarfélag hans Gumma, Mike ásamt Andreu konu hans og Jayden son þeirra sem er jafngamall Hrafnkeli í íslenskan lambahrygg síðastliðinn laugardag, buðum þeim að sjálfsögðu upp á íslenskan lakkrís, Freyju Hrís kúlur og kúlusúkk við mikil fagnaðarlæti, hvað er svosem annað hægt namminamm
Fyrir þá sem ekki vita er litla Bostonfjölskyldan á leið til Íslands til frambúðar í byrjun júní. Gamla settið útskrifast í maí, ég 2.maí en Gummi þann 17.maí. Gummi byrjar að vinna fyrstu vikuna í júní en ég ætla að vera heima með Daníel Sölva til 1.ágúst.
Hér koma nokkrar myndir til skemmtunar:
Amma Ása komin að knúsa strákana
Hrafnkell hjálpaði til við að setja saman nýja rúmið
Mike, Andrea og Jayden, kjammsa á hryggnum sem Langa smyglaði til landsins
Mike að smakka fylltar lakkrísreimar í fyrsta sinn, en kúlusúkkið fékk samt hæstu einkunn hjá Mike
Andrea og Gummi fengu líka að bragða á reimunum, en Freyju Hrísið var í uppáhaldi hjá Andreu