Update
Depart Boston - Arrival Hafnarfjordur Iceland
Nokkur orð um lífið í Back Bay Boston
Hrafnkell er aldeilis búin að vera heppinn á þessari önn búin að fá fullt af frændsystkinum sínum í heimsókn svona rétt til að styrkja böndin áður en flutningurinn til Íslands gengur í garð, í kvöld kveðjum við Ragnhildi Söru og Begga ;( en á morgun kemur Anton ;). Lára bankaði uppá áðan og Hrafnkell tók strax á því að rifja upp gamlar minnigar frá því um áramót og hrópaði upp yfir sig: "Anton kominn!". Það er aldeilis búið að vera fjör hjá Hrafnkeli og Ragnhildi síðustu daga, ég hef ekki verið besta vitnið samt þar sem ég er búin að vera meira og minna rúmliggjandi í 7 daga, það var held ég flensan sem náði mér, fyrst einu sinni og svo þegar ég byrjaði að fagna á 4.degi þá náði hún mér aftur... En hér koma nokkrar myndir frá síðustu dögum, njótið vel. Er svo að hlaða inn fleiri myndum á barnanet, allar myndir eru birtar með góðfúslegu leyfi Begga Bró, enda var hann aðalmyndatökumaðurinn.
Loksins, loksins, lokaverkefni formlega komið í höfn, stóð fyrir kynningu í dag, enda ekki seinna vænna. Það gekk bara ágætlega, þvílíkur léttir sem streymdi í gegnum mig þegar þetta var afstaðið, var svo stressuð fyrir þetta að það bókstaflega lá við yfirliði. Nú er útskrift á föstudaginn kemur 2.maí, note to self: Panta borð fyrir föstudagskvöldið og staðfesta pössun.