Kynning lokaverkefnis - Útskrift á föstudag
Loksins, loksins, lokaverkefni formlega komið í höfn, stóð fyrir kynningu í dag, enda ekki seinna vænna. Það gekk bara ágætlega, þvílíkur léttir sem streymdi í gegnum mig þegar þetta var afstaðið, var svo stressuð fyrir þetta að það bókstaflega lá við yfirliði. Nú er útskrift á föstudaginn kemur 2.maí, note to self: Panta borð fyrir föstudagskvöldið og staðfesta pössun.
Annars er allt gott að frétta af okkur hér í vestri, Hrafnkell er held ég hrifnari af enskunni en íslenskunni, ég veit ekki alveg hvað veldur, hann er kannski að meðtaka hana betur, segir núna alltaf fyrir bókarlestur á kvöldin, "lesa á enku, mamma!". Annars les ég bara enskar bækur á ensku og öfugt, stend ekki í neinum þýðingum kauplaust takk fyrir.
Daníel vill bara standa og standa, frekar erfitt að láta hann sitja á gólfinu, því hann réttir bara úr löppunum og býr til staurfót þegar maður ætlar að láta hann frá sér á gólfið, annars er hann allur að æfa sig í að skríða og er farinn að færa sig upp á fjórar fætur og juða soldið þar.
Annars erum við búin að panta far heim til Íslands þann 1.júní, og maí verður án efa mesti heimsóknarmánuður í sögu okkar Bostonbúa enda líka mikið að gerast, útskrift okkar beggja og sonna (Gummi útskrifast 17.maí). Mamma, Beggi, Birgir Óli og Ragnhildur Sara lenda hér galvösk á miðvikudag, þá verður aldeilis kátt í höllinni eins og jólalagið segir.
Jæja nóg blaður nokkrar myndir af merkisviðburðum síðustu daga..










